Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 22
Hjónin Yngvi og Ragnheiður endurgerðu íbúð sína á
Bárugötunni.
Yngvi er framkvæmdastjóri Netvísis sem rekur upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn í Aðalstræti 2. Ragnheiður er
hins vegar svo lánsöm að vera heimavinnandi um þessar
mundir, enda gullfallegt umhverfi sem hún þá vinnur í.
Hjónin hafa í hyggju að skipta um íbúðarhúsnæði en á Báru-
götunni hafa þau búið frá 2001. Þau hafa tekið íbúðina
hressilega gegn á þeim tíma, lagt nýjar vatnslagnir og frá-
rennsli, fært baðið þangað sem eldhúsið var og öfugt auk
þess að stækka baðherbergið út á stigapallinn.
Íbúðin er björt og rúmgóð af risíbúð að vera og eldhús-
ið er í miðjunni. „Eldhúsið er í raun hjarta íbúðarinnar.
Ég hélt alltaf að það yrði of lítið en sá ótti reyndist ástæðu-
laus,” segir Ragnheiður og dásamar hversu þægileg
vinnuaðstaðan sé. Enda er þar góð innrétting og öflugar
græjur á borð við fimm hellna gaseldavél og tvöfaldan
ofn. Svo er líka ylur í gólfinu. Ragnheiður lýsir áfram
breytingunum sem gerðar hafa verið. „Þar sem spari-
skápurinn með glerinu er var áður hurð inn í svefnher-
bergið sem nú er leikherbergi dömunnar.“
Í eldhúsinu er barborð úr gleri og þar snæðir fjöl-
skyldan morgunmatinn, að sögn Ragnheiðar. „Annars
erum við borðstofufólk,“ bætir hún við glettnislega. Að
lokum sýnir hún blaðamanni upp í stórt risherbergi sem
eftir er að gera upp. Úr gluggum þess er vítt útsýni yfir
vesturbæ Reykjavíkur.
Við erum borðstofufólk