Fréttablaðið - 06.11.2006, Síða 23
Granítsmiðjan í Hafnarfirði
hefur sérhæft sig í smíði úr
graníti og öðrum steintegund-
um.
„Granít er gott efni á alla slitfleti
heimilisins, og hentar vel í eldhús-
ið, á baðið, og á sólbekkina til
dæmis. Það getur verið margra
milljón ára gamalt og er svo sterkt
að mikið þarf til að það rispist,“
segir Pétur Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Granítsmiðjunnar
þegar hann er heimsóttur í stein-
ríki sitt. Hjá honum vinna margir
við að skera stein, pússa og hand-
slípa. „Við sérsmíðum fyrir hvern
og einn eftir hans þörfum og leggj-
um mikið upp úr vandvirkni, enda
lifum við á orðsporinu,“ segir
Pétur.
Granít myndast djúpt í jörðu á
milli jarðlaga, við mikinn hita og
þegar það er slípað og pólerað
verður yfirborð þess líkast gleri.
„Þetta er nýr staðall í dag,“ segir
Pétur. „Tók eiginlega við af plast-
húðuðu spónaplötunni. Það er
hægt að skera á granítplötu og
vera með heita potta á henni og
eldföst mót því steinninn þolir allt
upp í 740 gráðu hita. Þar af leið-
andi hentar hann í allt nema arna.
Þeir þurfa að þola um eitt þúsund
gráðu hita.“
Þó að fyrirtækið heiti Granít-
smiðjan þá fást þar margs konar
steintegundir þannig að úr miklu
er að velja. Pétur segir fyrirtækið
vinna náið með arkitektum og eig-
endum heimilanna sem þeir smíða
inn í. „Við gerum tilboð í verkin,
mætum á staðinn og tökum
nákvæm mál upp á millimetra,“
segir hann og bætir við að lokum.
„Ef fólk hefur ákveðnar hugmynd-
ir þá bara reddum við því sem það
biður um.“
Steinöldin enn og aftur
Vakin er athygli á því að Trésmiðjan Mosfell ehf., er flutt úr Mosfellsbæ. Skrifstofa
fyrirtækisins er nú að Miðhrauni 14, 210 Garðabæ og trésmiðjan að Norðurgarði 8 í Sandgerði.
KERTO LÍMTRÉ er frá Finnlandi og hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1981.
KERTO LÍMTRÉ er mikið notað sem burðarbitar, einnig í milligólf og þaksperrur
þar sem venjulegar sperrur duga ekki.
KERTO LÍMTRÉ getur sparað verulega fjármuni í burðarvirki þar sem
þaksperrur fara yfir 5 metra í lengd, þá er notað KERTO LÍMTRÉ í stað
hefðbundinna þaksperra og losnað við burðarbita og súlur.
KERTO LÍMTRÉ, eitt það besta í tré, til nýbygginga og viðhalds.
Iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði
KERTO LÍMTRÉ býður upp á ýmsa möguleika.
TM MOSFELL EHF • MIÐHRAUNI 14 • SÍMI 566 6606 • FAX 566 6619 • MOSFELL@MOSFELL.IS
Æfingasvæði NK á Seltjarnarnesi
KERTO LÍMTRÉ