Fréttablaðið - 06.11.2006, Síða 56

Fréttablaðið - 06.11.2006, Síða 56
Skyldi guð hafa ætlað fyrstu manneskjunum sem hann skap- aði að endast um aldur og ævi? Rétt eins og fyrstu ísskáp- arnir sem mennirnir bjuggu til? Þeir virtust endast von úr viti, sama hvað bját- aði á. Ekki að það angri nokkurn mann í dag, enda viljum við nýja ísskápa reglulega, sem falla betur að síendurbættum heimilum okkar. En hvað eiga fyrstu mennirnir og ísskápar fortíðar okkar sameigin- legt? Þeir voru búnir til. Við telj- um ekkert sjálfsprottið í þessum heimi og þar sem við búum til ísskápa hlýtur einhver að hafa búið okkur til. Þetta hefur verið ein af röksemdafærslunum fyrir tilvist guðs. Tilkynnt var um dauða guðs einhvern tímann á síðustu öld, enda enginn þörf fyrir hann lengur þar sem við erum fullfær að sjá um okkur sjálf. Helsti ótti okkar er að við förum sömu leið, og óteljandi skáldsögur og bíómyndir hafa fjallað um hætt- una á því að sköpunarverk okkar verði sjálfbær. Oftast eru þessi sköpunarverk í formi rafeinda- tækja og vélmenna, og þar sem þau eru ekki enn orðin daglegur þáttur í lífi okkar, byrjum við ann- ars staðar. Við hættum að búa til ísskápa, bíla eða þvottavélar sem endast, og leggjum okkur fram við að búa til einnota hluti. Húsgögn staldra ekki við lengur á heimilum fólks en þann tíma sem tekur eina mjólkufernu að klárast og mörg- þúsund rafeindatæki gefa upp önd- ina um allan heim á degi hverjum. Ef fer sem horfir förum við að fá húsgögn í áskrift og hægt verður að velja um að fá sent heim viku- lega eða mánaðarlega. Kannski guð hafi leikið sama leikinn, og reynt að búa til skamm- lífari eintök af fólki en með hverju nýju eintaki varð bara til fleira fólk. Fólk sem á endanum hætti að trúa á hann og hann dó. Nú þarf enginn að efast um hvort hlutirnir trúa á okkur eða ekki, en þeir gætu þó á endanum orðið svo margir að það verði úti um okkur. F A B R I K A N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.