Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 57
Nicole Richie hefur ítrekað neitað að hún eigi við átröskun að stríða, jafnvel eftir að tilkynnt var að hún hefði leitað sér hjálpar vegna þyngdar sinnar. Nú hefur Lionel Richie hins vegar sagt að hann hafi þungar áhyggjur af dóttur sinni. Að hans sögn var það hann sem greip í taumana og skikkaði Nicole til að leita sér hjálpar. Dropinn sem fyllti mælinn var jarðarför ömmu Nicole í október, þar sem mörgum ættingjum henn- ar brá í brún yfir hversu mögur hún var orðin. Lionel greip í taumana Salan á nýjustu plötu Bubba, 06.06.06, hefur gengið framar vonum og er hún núna uppseld hjá útgefanda eftir aðeins tvær vikur í sölu. Frá útgáfudegi plötunnar hefur hún setið sem fastast í toppsæti Tónlistans. Búið er að panta veg- legt magn af plötunni til viðbótar og er hún væntanleg í verslanir á mánudag. Einnig hefur DVD-mynd- diskurinn með Bubba selst vel. Bubbi verður önnum kafinn á næstunni við tónleikahald og að árita plötuna. Plata Bubba uppseld Nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson hefur ákveðið að fresta gerð myndarinnar Halo eftir að kvikmyndaverin Fox og Universal hættu við að framleiða myndina vegna mikils kostnaðar. Jackson, sem sló rækilega í gegn með þríleiknum Lord of the Rings, hélt áfram að taka upp myndina með aðstoð tölvurisans Microsoft en hefur nú hætt þeim tökum. „Við erum sannfærð um að myndin verður biðarinnar virði,“ sagði Jackson. Myndin er byggð á tölvuleikn- um Halo. Frestar Halo Dirty Paper Cup er fyrsta sóló- plata Hafdísar Huldar sem er þekktust fyrir að hafa verið söngkona Gus Gus fyrstu ár sveitarinnar. Hún hefur verið að reyna fyrir sér í Bretlandi undanfarin ár og söng m.a. um tíma með hinni ágætu danstónlistarsveit FC Kahuna. Eitt árið mætti hún á Airwaves með rokkhljómsveit. Það fór henni vægast sagt ekki vel. Nú hefur hún hins vegar fundið tónlist sem hentar henni betur. Á Dirty Paper Cup eru 13 lög, flest þeirra samin af Hafdísi og samverkamönnum hennar, en auk þess er útgáfa af Velvet Und- erground-laginu Who Loves The Sun á plötunni og íslenska þjóð- lagið Sumri hallar. Tónlistin er frekar rólegt, mjúkt og áferðarfagurt popp. Útsetningarnar eru einfaldar, hljómurinn er flottur og mörg þessara laga eru fín, t.d. Ski Jumper, Plastic Halo og Hometown Hero. Hafdís hefur fallega rödd og hefur greinilega vaxið sem söngkona. Textarnir eru margir krútt- legir og smástelpulegir, t.d. Diamonds on my Belly, Hometown Hero og Happily Ever After. Og eitt viðlagið hljómar svona „Ice Cream is Nice/Monsters are Not“. Annars staðar eru viðfangsefnin ekki jafn glaðleg, t.d. í Plastic Halo þar sem hún syngur „I Hope you Choke on Your Plastic Halo“. Dirty Paper Cup er ágætis plata, en hún er samt svolítið dæmigerð fyrir ákveðna deild í poppinu í dag. Hafdísi hefur farið mikið fram og hún getur verið ánægð með þessa fyrstu sólóplötu sína, en það verður samt seint sagt að þetta sé mjög frumlegt eða afger- andi. Mjúkt og áferðarfagurt hjá Hafdísi Huld Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingarvöruverslun, Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Erlendur Eiríksson málari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Lyktarlaus KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M A L 34 75 3 1 0/ 20 06
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.