Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 64
„Ég er bara nokkuð
góður,“ sagði Ólafur þegar Frétta-
blaðið ræddi við hann í gær,
tæpum sólarhring eftir að hann
hafði spilað í alls hálftíma með
Ciudad gegn Pick Szeged frá Ung-
verjalandi í meistaradeildinni.
Ciudad vann tiltölulega auðveldan
sigur 32-25 og skoraði Ólafur þrjú
mörk. Fyrir nokkrum vikum var
Ólafur venjulega hálflamaður
svona stuttu eftir leik, reyndar
„stokkbólginn og gjörsamlega að
drepast“ eins og hann segir sjálf-
ur frá, en í gær horfði öðruvísi
við.
„Ég finn alveg fyrir einhverj-
um eymslum en það er alveg eðli-
legt. Miðað við allt myndi ég segja
að mér liði mjög vel. Öxlin virðist
vera að komast í gang á ný og það
er mikill léttir. Það var rosalega
gott að komast inn á völlinn aftur,“
sagði Ólafur. „Læknarnir komust
að því að þetta væru í raun tveir
kvillar. Annars vegar slitgigt sem
kemur oft hjá mönnum sem hafa
verið að kasta tuðru í 15 ár og leið-
in til að vinna bug á henni er að
hreyfa öxlina. Bólgan í öxlinni
sem hefur verið að hrjá mig síð-
ustu vikur er að hjaðna og því var
einfaldlega ákveðið að kýla á þetta
núna, koma öxlinni í gang aftur og
reyna að liðka þessa gigt til. Þessi
áætlun virðist hafa gengið upp.“
Ólafur segir að læknar Ciudad
hafi verið mjög ánægðir með
hvernig ástandið var á öxlinni
eftir leik, en hann var ekki spraut-
aður og fékk ekkert bólgueyðandi
fyrir leikinn. „Nei, nei. Það varð
að vera ég sjálfur sem spilaði,
ekki einhverjar töflur,“ sagði Ólaf-
ur, léttur á því eins og venjulega.
Hann kveðst ekki hafa verið að
hlífa öxlinni neitt sérstaklega í
leiknum. „Ég fann alveg fyrir smá
eymslum en það háði mér ekkert.
Ég held ég að þetta hafi bara verið
gamli góði Óli.
Tíðindin eru mikil gleðiefni
fyrir íslenska landsliðið í hand-
bolta því Ólafur fær nú drjúgan
tíma til að ná upp leikforminu áður
en HM í Þýskalandi hefst eftir um
þrjá mánuði. Því fer þó fjarri að
Ólafur fái einhverja sérstaka með-
ferð hjá þjálfara sínum, Talent
Dujshebaev. Sá ætlar honum stórt
hlutverk í stórslag spænsku
úrvalsdeildarinnar á miðvikudag
þegar Ciudad heldur til Pamploma
og mætir Portland San Antonio.
„Það verður svakalegur leikur
tveggja taplausra liða og leikurinn
um helgina var ákveðin prófraun
á hvort ég væri klár í leikinn á
miðvikudag. Ég held að ég hafi
sýnt það.“
Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik í nokkrar vikur á laugardag þegar Ciudad
Real bar sigurorð af Pick Szeged í meistaradeild Evrópu í handbolta. Ólafur kenndi sér lítils meins í leikn-
um og vonar að axlarmeiðslin séu endanlega á bak og burt.
Hjálmar Þórarinsson,
leikmaður Raith Rovers í
Skotlandi, fær mikið hrós frá
þjálfara sínum Gary Kirk fyrir
frammistöðu sína gegn Cowden-
beath á laugardaginn, en Hjálmar
skoraði sigurmark liðsins og lagði
upp annað í 2-1 sigri. Þetta var
fyrsta mark Hjálmars fyrir
félagið en hann er í láni hjá Raith
frá Hearts.
„Ég er himinlifandi fyrir hönd
Hjálmars. Hann er ungur strákur
sem er langt frá sínu heimalandi
en hann stendur sig alveg
frábærlega. Hann leggur sig
alltaf allan fram og ég er mjög
ánægður með hann,“ sagði Kirk á
heimasíðu Raith.
Hjálmar hefur
verið frábær
Held ég hafi náð að
vekja athygli
Sóknarmaðurinn Kjart-
an Henry Finnbogason hefur
farið mikinn með varaliði Celtic
í Skotlandi í síðustu leikjum eftir
að hafa jafnað sig á þrálátum
meiðslum í rist sem hafa haldið
honum frá æfingum og keppni í
næstum eitt og hálft ár.
Kjartan
Henry byrj-
aði inn á í síð-
asta leik vara-
liðsins, í
fyrsta sinn í
langan tíma,
en í tveimur
leikjum þar á
undan hafði
hann komið
inn á sem
varamaður í
síðari hálfleik. Í leik gegn Dund-
ee í lok október kom Kjartan
Henry inn á þegar stundarfjórð-
ungur var eftir og gerði hann sér
lítið fyrir og skoraði tvö mörk í
lokakaflanum í 2-0 sigri. Sú
frammistaða varð til þess að
Gordon Strachan, stjóri liðsins,
hrósaði honum sérstaklega.
„Strachan kom inn í klefa
eftir leikinn og sagði mér að ég
hefði staðið mig vel. Hann sagði
mér að vera áfram þolinmóður,
því það tekur alltaf sinn tíma að
komast í gang eftir svona erfið
meiðsli,“ sagði Kjartan Henry
við Fréttablaðið í gær, en
Strachan mætir undantekning-
arlaust á leiki varaliðsins og má
því segja að það sé mjög góður
vettvangur til að sanna sig.
„Ég er að komast í hörkuform
og held að ég hafi náð að vekja
athygli með frammistöðu minni
upp á síðkastið. Draumurinn
væri að komast í hóp hjá aðallið-
inu á tímabilinu og mestu mögu-
leikarnir á því eru í bikarleikj-
unum,“ segir Kjartan, sem
augljóslega stefnir hátt. „Það
þýðir lítið að vera í þessu ef
maður setur ekki há markmið.
Ég tel að það sé raunhæft fyrir
mig að spila fyrir aðalliðið í ár
og auðvitað stefni ég á það,“
segir Kjartan Henry.
NBA-deildin fór af stað
í síðustu viku og lofar tímabilið
góðu miðað við fyrstu leikina. Í
fyrrinótt átti risinn Yao Ming
sannkallaðan stórleik fyrir
Houston Rockets og skoraði 36
stig þegar liðið vann sinn fyrsta
leik á tímabilinu er það lagði Dall-
as Mavericks 107-76. „Til að eiga
möguleika í þessari keppni þarf
maður að hafa frábæra leikmenn
sem leggja sig alla fram og spila
eins og þeir geta best. Yao gerði
það svo sannarlega í þessum leik,“
sagði Jeff Van Gundy, þjálfari
Houston. Liðið hefur leikið tvo
leiki til þessa en það tapaði sínum
fyrsta leik. Dallas fer illa af stað
og hefur tapað báðum leikjum
sínum.
Stuðningsmenn Utah Jazz eru
kátir þessa dagana enda hefur
liðið átt sannkallaða óskabyrjun í
NBA-deildinni og unnið alla þrjá
leiki sína. Eftir að hafa unnið
Phoenix á útivelli á föstudag sýndi
liðið engin þreytumerki á heima-
velli sínum gegn Golden State
Warriors í fyrrinótt. Mehmet Okur
skoraði 21 stig og var stigahæstur
í liði Utah sem lagði Golden State
106-82, þá skoraði Carlos Boozer
sautján stig og hjálpaði Utah að
landa sigri.
„Aðalmunurinn á liðinu ef
miðað er við síðustu ár er sá að
breiddin hjá okkur er orðin mun
meiri. Ef einhver spilar ekki nægi-
lega vel þá getur þjálfarinn tekið
hann af velli og sett annan leik-
mann inn á án þess að gæðin í leik
okkar minnki. Þannig fá menn
meiri hvíld og liðið verður allt
betra,“ sagði Boozer eftir sigur-
inn. Golden State hefur unnið einn
af fyrstu þremur leikjum sínum.
Meðal annarra úrslita í fyrri-
nótt má nefna að Los Angeles
Clippers vann nauman sigur á
Phoenix Suns 114-108. Góð
frammistaða í lokaleikhlutanum
gerði það að verkum að Clippers
náði sigri en þá lék liðið hraðan
bolta og vann átta stiga sigur í
leikhlutanum.
„Þessi sigur sýndi góðan kar-
akter hjá liðinu og við gerðum
fullt af góðum hlutum,“ sagði Mike
Dunleavy, þjálfari Clippers sem
hefur unnið tvo af þremur fyrstu
leikjum sínum. Gilbert Arenas hjá
Washington skoraði alls 44 stig
þegar hans menn unnu Boston
124-117.
Utah byrjar tímabilið
af miklum krafti
Náðum ekki að halda haus til loka leiks