Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 65
Eiður Smári Guðjohnsen,
fyrirliði íslenska landsliðsins og
leikmaður Barcelona á Spáni,
telur að það sé aðeins tímaspurs-
mál hvenær Barcelona hrekkur í
sinn gamla góða gír og að leik-
menn liðsins geri sér fyllilega
grein fyrir því að þeir spili ekki
eins og þeir geti best. Þetta segir
Eiður í viðtali við heimasíðuna
Icons.com.
Eiður segir að það sama eigi við
um Ronaldinho, en hann hefur
ekki náð sömu gæðum í leik sínum
í ár eins og á síðustu leiktíð.
„Hvernig er Ronaldinho að spila í
augnablikinu? Ég veit ekki alveg
hverning ég á að svara þessari
spurningu þar sem ég þekki Ron-
aldinho ekki svo vel. Ég hef spilað
við hlið hans í svo stuttan tíma.
Hann er hins vegar mjög mikil-
vægur okkar liði og er vanur að
skora mörg mörk en hann er að
vinna í því að finna sitt rétta
form.“
Eiður segir að sú gagnrýni sem
leikmenn Barcelona hafi fengið á
sig undanfarnar vikur eigi rétt á
sér. „Það er ekki bara Ronaldinho
sem er gagnrýndur heldur allt
liðið. Það er líka verið að gagn-
rýna mig. Við tökum þessari gagn-
rýni en vitum að við eigum eftir að
snúa við taflinu innan skamms.
Við erum ekki að reyna að afsaka
okkur, það hjálpar engum.“
Eiður stiklar á stóru í viðtalinu
og segist meðal annars hafa verið
í sms-samskiptum við John Terry
og Frank Lampard fyrir leikina
gegn Chelsea. „Og þá er ekki rætt
um fótbolta heldur persónulega
hluti, þessi skilaboð eru ákveðin
einkahúmor á milli okkar,“ sagði
Eiður Smári.
Tímaspursmál hvenær við komumst í gang
Enska götublaðið Peop-
le hélt því fram í gær að Glenn
Roeder, knattspyrnustjóri New-
castle, ætli sér að gera tilboð í
Eið Smára Guðjohnsen þegar
leikmannaglugginn opnast að
nýju í janúar.
Blaðið fullyrðir að Eiður
Smári hafi verið nærri því að
ganga til liðs við Newcastle í
sumar en þegar Barcelona kom
til sögunnar hafi ekki verið aftur
snúið fyrir íslenska landsliðs-
fyrirliðann.
Enn fremur heldur blaðið því
fram að Eiður Smári hafi tjáð
sínum nánustu vinum að honum
líki ekki eins vel að vera á Spáni
og á Englandi og því hafi hann
hug á því að snúa aftur í ensku
úrvalsdeildina ef tækifæri gefst
til.
Á leið til Newcastle í janúar?
Guðjón Þórðarson,
þjálfari ÍA, segir að Skagamenn
hafi engan áhuga á að taka þátt í
því sem á gengið hefur á leik-
mannamarkaðnum hér heima að
undanförnu. Guðjón sagið við
heimasíðu ÍA í gær að tilboðin
sem önnur félög hafi boðið
leikmönnum séu langt fyrir ofan
það sem ÍA hefur kost á að bjóða.
„Við ræddum við tvo af þeim
leikmönnum sem gengu til liðs
við önnur lið í síðustu viku og
sýndu þeir okkur áhuga, meðal
annars vegna þess að aðstaða til
æfinga er hvergi betri. Síðan
hófst samkeppnin frá öðrum
liðum og tilboð þeirra voru langt
fyrir utan þess verðlagsramma
sem við setjum okkur.“
Guðjón kveðst þó ekki ætla að
leggja árar í bát. „Það þarf
enginn að vera í vafa um að við
munum styrkja okkur fyrir
komandi átök í Landsbankadeild-
inni næsta sumar og við erum nú
þegar með nokkur járn í eldinum
hér heima og erlendis,“ sagði
Guðjón við heimasíðu ÍA.
Tökum ekki
þátt í verðstríði
Áhugi erlendra fjárfesta
á enska úrvalsdeildarfélaginu
West Ham kann að hafa minnkað
töluvert í gær þegar Sebastian
Coe, formaður Ólympíunefndar
London-borgar, útilokaði þann
möguleika að lið West Ham fengi
að leika heimaleiki sína á
glæsilegum leikvangi sem
byggður verður fyrir ÓL í London
2012. Eins og kunnugt er hefur
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, verið í viðræðum um kaup á
meirihluta í West Ham síðustu
vikur.
Möguleikinn á að flytja
heimavöllinn á Ólympíuleik-
vanginn þótti vera eitt helsta
aðdráttarafl West Ham fyrir
mögulega fjárfesta en núverandi
heimavöllur, Upton Park, yrði þá
hugsanlega seldur fyrir umtals-
verðar fjárhæðir. Coe sagði í
gær að ef West Ham vildi fá
afnot af leikvanginum þyrfti
félagið að leggja 100 millj.
punda í framkvæmdina. Þess má
geta að Eggert hefur boðið 75
millj. punda í félagið svo að eðli
málsins samkvæmt munu slíkar
fjárhæðir ekki koma til greina
fyrir félag eins og West Ham.
Fær ekki afnot
af ÓL-leikvangi