Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 19
Tveir þrettán ára
piltar hafa játað að hafa kveikt í
á tveimur stöðum á Akranesi í
júní á þessu ári. Annars vegar
kveiktu þeir í brettastæðum við
Sementsverksmiðju bæjarins og
hins vegar í tjörhreinsitanki við
birgðastöð Olís.
Báðir brunarnir ollu umtals-
verðu tjóni á munum og mann-
virkjum. Lögreglunni á Akranesi
bárust upplýsingar í vikunni um
hverjir hefðu verið þarna að
verki og voru piltarnir tveir
færðir til yfirheyrslu í kjölfarið.
Þeir játuðu brot sín skýlaust.
Piltarnir eru þó ósakhæfir sökum
ungs aldurs en mál þeirra hefur
verið sent félagsmálayfirvöldum
til umfjöllunar.
Þrettán ára pilt-
ar játa íkveikjur
Áætlað er að
byggja tíu ný hjúkrunarrými á
Ísafirði á næstu fjórum árum.
Þetta kemur fram í bréfi frá Siv
Friðleifsdóttur heilbrigðisráð-
herra sem lagt var fram á fundi
Ísafjarðarbæjar í gær.
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri á Ísafirði, hefur óskað eftir
fundi með heilbrigðisráðherra
vegna þessa.
Í bréfi heilbrigðisráðherra
kemur einnig fram að forsenda
þess að hægt sé að ráðast í þessa
uppbyggingu sé að til komi
viðbótarframlag til uppbygging-
arinnar.
Tíu hjúkrunar-
rýmum bætt við
Heildarúthlutun AVS styrktarsjóðs í
sjávarútvegi nemur 640 milljónum frá því
sjóðurinn tók til starfa árið 2003 og alls hafa
210 styrkir verið afgreiddir. AVS rannsóknar-
sjóður veitir styrki til rannsóknaverkefna, sem
auka verðmæti sjávarfangs og eru styrkir
veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum
sjávarútvegs og fiskeldis.
Í ár bárust 128 umsóknir um styrki vegna
verkefna, sem er ívið meira en árin á undan, og
nemur meðalupphæð hvers styrks tæpum
fimm milljónum króna.
Á fundi í fyrradag var starfsemi AVS rann-
sóknarsjóðsins fyrir árið 2006 kynnt og við það
tækifæri sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra að sú staðreynd að sjóðurinn hafi
styrkt 210 verkefni undirstriki að stærri jafnt
sem minni aðilar hljóti styrki.
Á næsta ári verður 19,1 milljón úthlutað til
eldis sjávardýra, 25 milljónum verður úthlutað
til kynbóta í þorskeldi og tíu milljónum til
markaðsátaks bleikjuafurða. Sem dæmi um
verkefni sem fengið hafa styrk úr sjóði AVS
má nefna þróun á sósum úr þara og frostþurrk-
un á sjávarþangi.
Sjávarútvegsráðherra ræddi um mikilvægi
þess að hafa sjóð á borð við AVS því þekkingar-
starfsemi tengd sjávarútvegi fengi ekki fjár-
magn í gegnum aðra rannsóknarsjóði í landinu.
Nítján milljónum veitt til eldis sjávardýra
Prófkjörsbarátta Jóns
Gunnarssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar í Suðurkjör-
dæmi, kostaði 1.033.362 krónur.
Samkvæmt uppgjöri sem Jón
hefur birt kostaði hann engu til
sjálfur en þáði 1.050.000 krónur í
framlög frá stuðningsaðilum.
Mismuninn, rúmar sextán
þúsund krónur, gaf Jón til
góðgerðarmála.
Mestur kostnaður var við
auglýsingar og síma, tæpar 570
þúsund krónur.
Í tilkynningu segir Jón að
prófkjör eigi ekki að snúast um
keppni í eyðslu og vonar hann að
þau muni ekki kosta milljónir og
milljónatugi í framtíðinni.
Sextán þúsund
króna afgangur