Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 87
Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morg- un og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Myndin er byggð á fyrstu skáldsögu Ians Flemming um þennan vaskasta útsendara henn- ar hátignar. Það má því segja að Bond fari aftur á byrjunarreit þar sem myndin fjallar um fyrsta verkefni hans eftir að hann fær nafnbótina 007 sem gefur honum leyfi til að drepa. Bond er því yngri og óreyndari en fólk hefur átt að venjast en að sama skapi harðari og óvægnari. Andstæðingur Bonds að þessu sinni er alþjóðlegi fjárfestirinn Le Chiffre sem sérhæfir sig í því að ávaxta fé hryðjuverkamanna. Sá er í vondum málum þar sem hann hefur hlunnfarið viðskipta- vini sína og bregður því á það ráð að afla fjár í skyndi með því að blása til risavaxins pókermóts í spilavítinu Casino Royale. Bond er besti fjárhættuspilar- inn sem breska leyniþjónustan hefur yfir að ráða og er því falið það verkefni að knésetja Le Chif- fre við spilaborðið þannig að skúrknum sé nauðugur sá kostur að leita hælis hjá Bretum í skipt- um fyrir það sem hann veit um viðskiptavini sína. Bond þarf þó ekki aðeins að kljást við Le Chiffre og hryðju- verkamenn þar sem hann kolfell- ur fyrir hinni þokkafullu Vesper Lynd sem fjármálaráðuneytið sendir með honum í leiðangurinn. Ástin ruglar dómgreind kappans sem hefur ekki áður flækst jafn illa í neti konu en þegar upp er staðið sannast hið fornkveðna á kappanum að það sem ekki drep- ur mann gerir mann sterkari og jafnvel kaldrifjaðri og verri. Gagnrýnendur hafa tekið Craig og nýju Bond-myndinni fagnandi enda kveður hér við nýjan og ferskan tón og Bond hefur heldur betur fengið andlits- lyftingu og hefur hvorki verið svalari né harðari í horn að taka síðan Sean Connery var upp á sitt besta. Danski leikarinn Mads Mikk- elsen leikur fúlmennið Le Chiffre og lætur Craig heldur betur vinna fyrir kaupinu sínu en Eva Green fer með hlutverk Vesper Lynd, stúlkunnar sem bræðir hjarta Bonds. Judi Dench endurtekur rullu sína sem M, yfirboðari Bonds, og Jeffrey Wright bregð- ur sér í hlutverk hins hundtrygga Felix Leiter, útsendara CIA, sem hefur oft komið Bond til aðstoðar á ögurstundu. Hristur, hrærður og í banastuði Vísindaskáldsagnahöfundurinn Philip K. Dick hefur löngum átt upp á pallborðið hjá kvikmynda- gerðarfólki en meðal mynda sem gerðar hafa verið eftir verkum hans eru Blade Runner, Total Recall, Screamers, Minority Report og Paycheck. Leikstjórinn Richard Linklater (Before Sunrise, The School of Rock, Before Sunset, Fast Food Nation) sótti einnig í smiðju höf- undarins og hefur vakið nokkra athygli fyrir A Scanner Darkly. Hann tók hana upp með ekki ómerkari leikurum en Keanu Reeves, Robert Downey, Woody Harrelson og Winona Ryder en tölvuteiknaði svo yfir allt saman þannig að á tjaldinu lítur myndin út eins og leikin teiknimyndasaga. Keanu Reeves leiðir hópinn í hlutverki leynilögreglumannsins Bob Arctor sem njósnar um vini sína sem eru háðir eiturlyfinu D sem er í meira lagi ávanabindandi og heilaskemmandi. Sjálfur er Bob ekki laus við löngun í efnið og þegar honum er gert að hafa auga með sjálfum sér missir hann öll tök á raunveruleik- anum, fyllist vænisýki og steypist ofan í sýndarveröld þar sem hann getur engum treyst og ekkert er það sem það sýnist. Philip K. Dick byggði A Scann- er Darkly á eigin neyslu en honum var einkar lagið að sveigja raun- veruleikann til og snúa upp á hann í verkum sínum og A Scanner Dar- kly er fyrirmyndardæmi um brjál- aða heimssýn dópistans. Tölvuteiknaður Keanu Reeves Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is Kolefnin minnka loft- þrýstinginn í boxinu sem gefur hátalaranum meira rými til að hreyfast fram og til baka. Þannig verður til meiri dýpt og hljómurinn úr litlu boxi verður kraftmeiri heldur en úr stærra hátalaraboxi. Fyrir utan háþróaða tækni hefur KEF lagt mikla áherslu á glæsilegt útlit, nútímalega og stílhreina hönnun sem fyrir marga er hinn helmingurinn af ánægjunni. Njóttu þess í botn að hlusta á góða tónlist í hátölurum sem búa yfir tækni sem engir aðrir hátalarar geta státað af. Það sem gerir KHT6000 hátalarana frá KEF einstaka er svokölluð ACE-tækni (Acoustic Compliance Enhancement). KEF hefur kollvarpað lögmálinu um að krafturinn í hljómburðinum sé í réttu hlutfalli við stærðina á hátalaraboxinu. Tækni KEF byggir á því að setja örlitlar agnir af sérstöku kolefni í hátalaraboxið. Helmingurinn af ánægjunni KEF KHT6000 P IP A R • S ÍA • 6 0 5 6 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.