Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 83
Þeir félagar Kristinn Sigmunds- son og Jónas Ingimundarson verða með ljóðatónleika í Salnum á laug- ardag kl. 16. Ljóðatónleikar þeirra hafa löngum verið hápunktur í starfi Salarins og hafa þeir verið duglegir að koma fram, eiga sér dyggan aðdáendahóp sem sækir alla þeirra tónleika enda er frammistaða þeirra rómuð á þess- um heimilislegu tónleikum. Að þessu sinni bæta þeir enn við efn- isskrá sína og er því hætt við að slegist verði um miðann: tveir ljóðaflokkar eru á efnisskránni: Vier Ernste Gesänge op. 121 eftir Johannes Brahms og Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Willi- ams, auk sönglaga eftir Francesco Paolo Tosti. Kristinn er ótvírætt sá söngv- ari íslenskur sem mestan veg á í heimi söngsins um þessar mundir þótt hann stæri sig ekki af glæsi- legum framgangi sínum á öllum stærstu óperusviðum heims. Á þessu ári hefur hann sungið í Rómeó og Júlíu eftir Gounod og Fidelio eftir Beethoven í Metrópó- litan-óperunni í New York, í Val- kyrjunni eftir Wagner í Feneyj- um, Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart í Trieste, Rósariddar- anum eftir Richard Strauss í München, Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini í Vínaróperunni, Tristan und Isolde eftir Wagner og Rigoletto eftir Verdi í San Francisco-óperunni. Eru fá ef nokkur dæmi um að íslenskur söngvari hafi átt jafn fjölbreyti- lega hlutverkaskrá og komið svo víða fram á skömmum tíma. Öll hús sem Kristinn syngur í eru í úrvalsflokki á heimsvísu. Jónas Ingimundarson er með aðsetur hér heima. Hann hefur ekki síður setið auðum höndum. Á sunnudag stýrði hann glæsilegum tónleikum í Salnum þar sem flutt voru sönglög eftir Sigvalda Kalda- lóns. Hann er mikilvirkur frum- kvöðull í störfum sínum enda kom- inn í hóp senjora í íslenskri tónlistarmannastétt. Efnisskráin er sótt í þrjá staði: Francesco Paolo Tosti (1848-1916) var meistari ítalskrar sönglaga- gerðar. Hann bjó lengi í London, og var söngkennari og tónlistar- ráðunautur Viktoríu drottningar í mörg ár. Hann var í miklum metum samtímatónskálda, svo sem Verdi, Puccini, Leoncavallo o.fl. Lög hans eru löngu orðin sígild. Johannes Brahms (1833- 1897) samdi ljóðaflokkinn Vier ernste Gesänge við texta úr Biblí- unni árið 1896, skömmu fyrir and- lát sitt. Ljóðaflokkur er talinn meðal áhrifamestu tónverka Brahms. Robert Louis Steven- son(1850-1894) var gífurlega afkastamikill rithöfundur og skáld. Sennilega eru sögurnar „Strange case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde“ og Gulleyjan þekktustu verk hans. Stevenson orti mikinn ljóðabálk sem hann nefndi „Songs of Travel“. Vaughan Williams (1872-1958) valdi níu ljóð úr flokknum og gerði við lög árið 1904. Þessi fallegi lagaflokkur er mjög oft fluttur, enda í öndvegi enskra söngbókmennta og er nú kominn á efnisskrá þessara mikil- hæfu listamanna. Jónas og Kristinn í Salnum Múlinn er nú sestur að í glæsilegu nýju húsnæði hinna geðþekku lífskúnstnera Kormáks og Skjaldar, Domo í Þing- holtsstræti. Í kvöld mæta í spilamennsku þar hressu strákarnir í Prímal Freeman til að halda uppi þéttri stemningu: Helgi Svavar Helgason, Róbert Reynisson, Davíð Þór Jóns- son, Eiríkur Orri Ólafsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Þeir félagar lofa litríkum blæbrigð- um, óræðum draumförum og nær öruggri opnun þriðja augans (trepanasjon). Frumsamið efni mun prýða dag- skrána sem endranær, m.a. verður tónsmíðin „Regnbogahrossið“ frumflutt. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Djassað í Dómó Upp úr 1966 tók að heyrast hér tónlist sem stakk í stúf við gítar- gutlið sem drengjapoppið hafði sem megineinkenni. Fyrstu hljóm- arnir bárust hingað um Kanaút- varpið og takturinn var annar, söngurinn rámari og blár og saxó- fónar og önnur blásturstól áber- andi. Sálartónlistin var hún kölluð og átti sér fyrst stað í ljósrauðu diskóteki á Grensásveginum og fór svo að hljóma um allt. For- framaðir menn gátu dregið upp amerískar plötur með hetjum á borð við Wilson Pickett og Otis Redding. Að ógleymdum stelp- unum í Supremes. Einu mennirnir sem þorðu að taka þetta stöff upp og spila það voru Roof Tops, þótt aðrir legðu í sínar útgáfur, en alla aðra vantaði blásara. Hljómsveitin Roof Tops kom fyrst fram í veitingahúsinu Glaumbæ í mars 1968 og vakti fljótlega athygli fyrir taktfasta og hressilega danstónlist. Vorið 1969 kom út fyrsta hljómplata hljóm- sveitarinnar, fjögurra laga plata þar sem meðal annars var að finna lagið Söknuð, sem náði gríðarleg- um vinsældum sem seint virtust ætla að dvína. Í kjölfarið fylgdu fleiri hljómplötur, þar á meðal breið- platan Trans- parency. Nú eru hljóðritan- ir með þessari vinsælu hljómsveit komnar saman í þriggja diska kassa. Þar er að finna efnið sem kom út í hljóðrit- unum í hljóðveri á einum disk, og á hinum diskunum tveimur eru upptökur frá dansleikjum með Roof Tops, annars vegar frá Ungó í Keflavík árið 1972 og hins vegar úr veitingahúsinu Tjarnarbúð árið 1974. Skömmu eftir áramótin 74/75 hætti hljómsveitin störfum. Upptöku af íslensku bítla- hljómsveitunum á vettvangi dans- leikjahaldsins eru ekki margar til. Aðstæður við slíkar upptökur voru erfiðar: mixborð voru ekki til fyrr en seinna. Þó eru til magn- aðar upptökur í einkaeign af sumum þessara banda og það bíður betri tíma að hreinsa þær og koma á diska. Tiltæki Roof Tops er því kærkomið. Af þessu tilefni mun Roof Tops koma saman á kvöldskemmtun á Hótel Sögu á laugardagskvöldið kemur en rúm 30 ár eru nú liðin síðan þeir félag- ar léku síðast saman á dansleik. DJAMMIÐ UM HELGINA: Allt um djammið YELLO KEFLAVÍK GRAND ROKK BREIÐBANDIÐ & HELGI VALUR Fimmtudagur: DJ ATLI DREKKTU BETUR Föstudagur DJ S.T.E.F Laugardagur Spurningakeppnin Beinar útsendingar alla helgina á efri hæðinn á föstudegi kl. 17.30 að venju EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.