Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 12
„Þetta er í rauninni
bara gamla kennsluaðferðin,
íslenski stíllinn, í nýjum búningi,“
segir Anton Karl Ingason, annar af
höfundum námsvefjar sem Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra opnar klukk-
an tvö í dag – á Degi íslenskrar
tungu – við athöfn í Reykjavíkur-
akademíunni. Anton, sem hefur
töluverða reynslu af hugbúnaðar-
gerð, og félagi hans Skúli Bern-
hard Jóhannsson, nemi í rafmagns-
og tölvuverkfræði, hafa unnið að
námsvefnum undanfarið ár.
Ef vefurinn reynist vel, og
kemst í almenna notkun í skóla-
kerfinu, getur hann minnkað álag á
kennara því hann er algerlega vél-
rænn; spilar upptökur af íslensk-
um stílum, fer yfir þá og leiðréttir
án þess að mannshöndin komi þar
nærri. Auk þess geta nemendur
notað vefinn á gagnvirkan hátt til
að læra vélritun.
Nemandi sem notar vefinn
getur hlustað á, og skrifað upp,
einn af þeim stílum sem eru vistað-
ir inni á honum. Eftir að nemand-
inn hefur lokið við stílinn fer vef-
urinn yfir hann, leiðréttir og bendir
nemandanum á hvaða málfræði-
reglur hann braut þegar hann
skrifaði stílinn. Stílæfingar í for-
ritinu eru tvenns konar: æfingar
þar sem nemendur skrifa upp eftir
mæltu máli og æfingar þar sem
þeir lesa texta af skjánum og skrifa
hann niður eftir sjónminni. Allar
villur sem nemandinn gerir verða
glósaðar og flokkaðar inni á vefn-
um sem þýðir að fyrir próf mun
nemandinn geta rifjað upp hvaða
villur hann hefur gert í stílum.
„Líklega munu nemendur vinna
stílana á tölvur heima hjá sér, því
tölvukostur í skólum er ekki nægj-
anlegur til að allir nemendur hafi
aðgang að þeim þar. Kennarar
munu geta séð að tiltekinn nem-
andi hafi gert ákveðið margar n-
villur eða y-villur og getur þá
hagað þeirri kennslu sem hann
veitir viðkomandi nemanda eftir
því. Kennarinn sparar sér því
ófrjóa handavinnu við yfirferð en
fær í staðinn upp í hendurnar verð-
mæta tölfræði sem hjálpar honum
að stýra áherslum í kennslu,“ segir
Anton Karl.
Hann segir óþarfa að kennarar
lesi enn þá upp og fari yfir stíla
þegar tækni sé fyrir hendi til að
láta tölvur gera það.
Frá og með deginum í dag
getur fólk notað námsvefinn www.
rettritun.is sér að kostnaðarlausu
og segir Anton Karl að ýmsir skól-
ar muni á næstunni reynsluprófa
hann.
Tölvur kenna
stafsetningu
Námsvefur með gagnvirkum æfingum í stafsetn-
ingu og vélritun verður opnaður í dag. Aðgangur að
vefnum verður öllum opinn og gjaldfrjáls.
Þrjátíu gefa kost á sér í sæti á listum
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykja-
víkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi.
Frestur til þátttöku rann út um síðustu helgi.
VG efnir til sameiginlegs forvals við val á
framboðslista í kjördæmunum þremur og hefur sú
leið ekki verið farin fyrr.
Fer forvalið fram 2. desember og hafa félagar í
VG kosningarétt. Kjörskrá verður lokað 25. nóvem-
ber.
VG á einn þingmann í hvoru Reykjavíkurkjör-
dæmanna en hlaut ekki kosningu í Suðvesturkjör-
dæmi í síðustu kosningum.
Báðir þingmenn flokksins í Reykjavík, Kolbrún
Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson, gefa kost á
sér áfram, sem og Álfheiður Ingadóttir varaþing-
maður. Þá eru Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi og
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, meðal
þátttakenda í forvalinu.
Þrjátíu sækjast eftir sæti hjá VG
EKKERT GERVIGRAS!
NÝTT OG BETRA GRAS...
WWW.GRAS.IS
Þotueldsneyti hefur
lækkað í verði um 25 prósent síðan
í september að því er fram kemur
á heimasíðu FÍB.
Samstíga hækkun flugfar-
gjalda flugfélaganna Icelandair
og Iceland Express hefur verið í
umræðunni að undanförnu og
hafa forsvarsmenn flugfélaganna
haldið því fram að hátt eldsneyt-
isverð skýri að hluta hækkun
flugfargjalda.
Á heimasíðu FÍB er leitt að því
líkum að lækkun eldsneytisverðs
hljóti að skila sér í lækkun flug-
fargjalda.
Fjórðungslækkun á eldsneyti