Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 95

Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 95
 John Arne Riise, leikmað- ur Liverpool, hefur sagt að Jose Reina sé gunga fyrir að afskrá Liverpool í titilbaráttunni þetta tímabilið. Reina lét hafa eftir sér eftir tapið gegn Arsenal um síð- ustu helgi að markmið Liverpool úr því sem komið er sé fjórða sæti deildarinnar. Riise neitar þó að afskrifa möguleika liðsins á meistaratitlin- um og þó að hann hafi ekki nefnt Reina á nafn þá voru ábendingarn- ar hans augljósar. „Við megum aldrei gefst upp, gungur gefast upp. Rafa Benitez var rólegur inni í búningsherbergi eftir leikinn gegn Arsenal á sunnu- daginn en hann vissi, og við viss- um, að þetta var ekki góður leikur. Ég skil ekki af hverju við erum svona lélegir á útivöllum. Ég bara skil það ekki. Auðvitað verður erfitt að ná Manchester United. En ef við skoðum síðasta tímabil þá vorum við á tímabili langt á eftir Chelsea en í maí enduðum við níu stigum á eftir þeim,“ sagði Riise en eftir tapið á sunnudaginn er Liverpool í níunda sæti, fjórtán stigum á eftir toppliði Manchester United. „Fjórða sætið er okkar mark- mið núna, við þurfum að berjast til að ná því,“ sagði Jose Reina eftir 3-0 tapið gegn Arsenal á sunnudaginn. Eigum enn möguleika Hermann Hreiðarsson og Rúrik Gíslason hafa fengið nýjan framkvæmdastjóra til Charlton, en Les Reed hefur verið ráðinn stjóri félagsins. Reed var aðstoðarmaður Iains Dowie og stjórn félagsins segir að hann sé ekki ráðinn til bráðabirgða, heldur sé hann framtíðarstjóri félagsins. „Við viljum taka það fram að Les Reed er ekki hér til að fylla í upp í skarðið tímabundið og Mark Robson verður aðstoðarmaður hans. Það eina sem gæti breyst er að nýr varaliðsþjálfari verði ráðinn til starfa. Reed þarf að rífa menn upp og það verður nóg að gera hjá honum næstu daga,“ sagði Peter Varney stjórnarfor- maður Charlton. Les Reed ráðinn stjóri Owen Hargreaves, leikmaður Bayern München, reynir hvað hann getur að hugsa ekki um hugsanlega sölu til Manchester United. Hargreaves fótbrotnaði í upphafi tímabilsins og vill einbeita sér að því að ná fullum bata að nýju. „Þessi viðskipti eru ekki í mínum höndum. Manchester United hafa oft látið í ljós áhuga sinn á að kaupa mig en það mikilvægasta er að ég jafni mig af meiðslunum. Endurhæfingin tekur tíma en það er gaman að sjá árangur. Ég er ánægður,“ sagði Hargreaves í viðtali við BBC. Hugsar ekki um Man. Utd Forseti nígeríska knattspyrnusambandsins, Waidi Akanni, hefur hvatt sóknarmann- inn Obafemi Martins að yfirgefa Newcastle, áður en ferill hans hljóti skaða af. Martins var keyptur frá Inter Milan á tíu milljónir punda í ágúst og hefur eingöngu skorað þrjú mörk í tólf leikjum fyrir Newcastle. „Martins hefði átt að fara í sigurlið, ekki miðlungslið eins og Newcastle. Ef ekkert gerist fljótlega þá gæti ferill hans hlotið varanlegan skaða,“ sagði Akanni við breska blaðið The Sun. Átti að fara í sigurlið Fjölbreytt tónlist (popp, rokk/jaðartónlist, dægurtónlist og ýmis tónlist) ::: Flytjandi ársins ::: Lag og texti ársins ::: Söngkona ársins ::: Söngvari ársins Popp ::: Hljómplata ársins Rokk/jaðartónlist ::: Hljómplata ársins Dægurtónlist ::: Hljómplata ársins Ýmis tónlist ::: Hljómplata ársins Skila skal 9 eintökum af plötu Sígild og samtímatónlist ::: Hljómplata ársins ::: Flytjandi ársins ::: Tónverk ársins Skila skal 7 eintökum af plötu Jazz ::: Hljómplata ársins ::: Flytjandi ársins ::: Lag ársins Skila skal 7 eintökum af plötu Sameiginleg verðlaun fyrir alla flokka ::: Plötuumslag ársins Skila skal 3 eintökum af plötu ::: Myndband ársins Skila skal 6 eintökum af dvd/vhs ::: Bjartasta vonin Óskað er eftir tillögum að tilnefningum til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2006 Veitt verða verðlaun í eftirfarandi flokkum: ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Þátttökurétt eiga plötur sem hafa verið gefnar út til almennrar sölu og dreifingar frá 25. nóvember 2005 - 24. nóvember 2006. Skráningargjald fyrir plötu er 8.000 krónur sem greiðist við skráningu. Ekki er tekið við ófullgerðum plötum. Tónverkum í flokki sígildrar og samtímatónlistar skal skila á hljóðriti í Íslenska tónverkamiðstöð, Síðumúla 34, 108 Reykjavík. Tillögum skal skila á skrifstofu FÍH fyrir kl. 17.00 föstudaginn 24. nóvember 2006 Skráningareyðublöð er að finna á www.islensktonlistarverdlaun.is og á skrifstofu FÍH, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.