Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 1
Á tuskubrúðu sem gleður á morgnana Smáauglýsingasími550 5000 Auglý i Andrea Róbertsdóttir á tuskubrúðu semkemur henni í gott skap á morgnana.„Þetta er svona gaur sem kemur manni allt- af í gott skap,“ segir Andrea um Herra Bros, tuskubrúðu sem hún keypti þegar hún var á ferðalagi um Asíu.„Maður vaknar ekki alltaf í partístuði þannig að Herra Bros minnir mig á að líta á björtu hliðarnar. Að smæla framan í heim- inn á morgnana getur gert gæfumuninn. Vanalega er það kærastinn minn sem ég sé við hliðina á mér á koddanum þegar ég vakna og það gerir mig káta þ fer inn á b ð Andrea sem almennt trúir ekki á efnisleg gæði og þar af leiðandi er það ekkert hús- gagn sem gefur henni hamingju.Í upphafi þessa árs seldi hún nánast allar sínar eigur og hélt í langferð um Asíu ein síns liðs, en nýlega kom út bók á vegum JPV sem fjallar um þessa ferð.„Það er eiginlega Fréttablaðinu að kenna að ég gaf þessa bók út. Ég bloggaði á ferða- laginu og hélt að ég væri bara að skrifa til minna nánustu á veraldarvefnum. En blaða- menn á Fréttablaðinu vitn ðþegar é Sólstrandargæi snýr aftur frá Danmörku HEIMSFRUMSÝND Á MORGUN! FORSALAN Á NÝJU JAMES BOND MYNDINA ER HAFIN Á MIDI.IS/BIO midi.is/bio BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Opið til 21 í kvöld Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þess- um 138 málum voru 70 til 80 ein- staklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þess- ara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kyn- ferðislega misnotkun eða van- rækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleið- ingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hug- leiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri. Börn allt niður í níu ára í sjálfsvígshættu Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var níu ára. Yngsta barnið sem komið hefur af sömu sökum á þessu ári er tíu ára. Helstu ástæður slíkrar líðanar eru þunglyndi og kvíði. Sá sérstaki atburður átti sér stað í gær að barn kom í heim- inn í bíl á Reykjanesbrautinni. Foreldrar drengsins voru á leið- inni á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja þar sem fæðingin átti að eiga sér stað. Sveinn Speight, hinn nýbakaði faðir, segir að Silvía Ósk, kona hans, hafi misst vatnið áður en þau lögðu af stað úr Hafn- arfirði en þau ákváðu að freista þess að komast til Keflavíkur. „Það var ekki um annað að ræða en að stöðva bílinn og taka á móti barninu. Ég var í sambandi við sjúkraflutningamenn sem leiðbeindu mér í gegnum síma meðan á fæðingunni stóð. Sjúkra- bílarnir komu síðan skömmu eftir að strákurinn fæddist og keyrðu okkur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja,“ segir Sveinn. Fyrir eiga Sveinn og Silvía fimm ára strák og átján mánaða stelpu og heilsast móður og hinum nýfædda syni vel. Drengurinn var 4.125 grömm og 53 sentímetrar á lengd. Litlum manni lá á í heiminn Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir dómstóla hér á landi ekki í stakk búna til þess að taka á stórum og flóknum málum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp.“ Freyr Ófeigsson, varaformað- ur dómstólaráðs og dómstjóri í héraðsdómi Norðurlands eystra, vísar alfarið á bug að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu.“ Gagnrýnir dómstólana Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sagði í byrjun ársins upp styrktarsamningi við Íslands- póst sem var eini styrktaraðili A- landsliðs kvenna. Styrkurinn var um 2,5 milljónir króna á ári sem er fjórðungur af kostnaði við rekstur landsliðsins árið 2005. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti gaf KSÍ upp þá ástæðu að sambandið væri að breyta styrkjakerfi sínu þannig að allir styrktaraðilar sambandsins styrki alla starfsemi KSÍ. Hafnaði fé til kvennaliðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.