Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 24
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Afsökun sem virkar á allt Hjúkk! Nemendur í Korpuskóla afhentu jólasveininum þeirra framlag til verkefnisins „Jól í skókassa“ á frí- stundaheimilinu Ævintýralandi fyrir skömmu. Pakkarnir eru hluti af áðurnefndu verkefni sem KFUM og KFUK standa fyrir árlega og verður þeim dreift til þurfandi barna í aðdraganda jólanna. Lokaskiladagur var síðasta laugardag og er talið að komið hafi verið með um 5.000 jólagjafir í skókössum. Í ár, líkt og í fyrra, eru það börn í Úkraínu sem munu fá íslensku jólaskókassanna undir jólatréð. Alvarleg stórvirki Stubbur, Láki, selurinn Snorri og Palli sem var einn í heiminum. Áratugum saman hafa þessir kappar og reyndar fjölmargar aðrar persónur skemmt æsku landsins. Bókaútgáfan Björk gefur út ævintýrin um þetta heiðursfólk. Erlendur Daníelsson er eigandi útgáfunnar og rek- ur hana frá heimili sínu á Selfossi. Faðir Erlendar, Daníel Ágústín- usson, og skólabróðir hans, Stef- án Júlíusson, stofnuðu bókaútgáf- una Björk á Akranesi árið 1941. „Upphaflega átti að gefa út bók sem Stefán hafði skrifað, Þrjár tólf ára telpur, en svo hlóð þetta bara utan á sig,“ segir Erlendur. „Það hefur ýmislegt verið reynt í gegnum tíðina, en nú einskorðum við okkur við sögurnar um Palla og selinn Snorra og svo skemmti- lega smábarnabókaflokkinn. Ég reyni að bæta tveimur bókum við þann flokk á hverju ári og í ár komu út bækur númer 53 og 54, Gleði- gjafinn og Starf fyrir kanínu- strákinn. Bækur selj- ast alltaf upp á endan- um og þá þarf að end- urprenta, en að jafnaði eru um 40 bækur í flokknum fáanlegar. Margir titlar selj- ast í tölu- verðu upplagi á hverju ári, enda eru bækurnar tiltölulega ódýrar. Nú er salan mest komin inn í Bónus en skemmtilegu smá- barnabækurnar fást í átján Bón- usbúðum. Upphaflegir lesendur eru nú orðnir afar og ömmur og kaupa bækurnar fyrir barnabörn- in, miðla því sem þau ólust upp við áfram til nýrrar kynslóðar.“ Erlendur er ekki alveg með sölutölurnar á hreinu en segir marga titla hafa verið endur- prentaða í tíu skipti eða meira og í 10 til 15 þúsund eintökum í hverri prentun. „Stubbur er á toppnum og bókin um hann hefur selst mest, gæti ég trúað. Stubbur kom fyrst út á íslensku árið 1947, en tíunda prentun kom út í fyrra. Svo koma líklega Láki, Stúfur og Svarta kisa. Það má alveg gera ráð fyrir að mest seldu bækurnar hafi selst í vel á 200 þúsund ein- tökum.“ Margar nýrri bókanna eru gefnar út í samvinnu við banda- ríska Golden Books fyrirtækið sem er hluti af Random House samsteypunni, en Erlendur segir fyrstu bækurnar í smábarna- flokknum víða að. „Vilbergur Júlíusson, sá sem þýddi margar bækurnar, var víðförull og kom með bækur víða að. Ég held meira að segja að flipabókin Benni og Bára komi alla leið frá Ástralíu.“ Bækurnar eiga sér margar skemmtilegar sögur, til dæmis Selurinn Snorri eftir Norðmanninn Frithjof Sælen, sem gerði líka hinar frá- bæru teikningar. Snorri kom upphaflega út árið 1941 þegar Noregur var hersetinn af Þjóðverj- um. Mánuði eftir útkomu bókarinnar var hún bönnuð af Þjóðverjum. Þeim fannst augljóst að Snorri ætti að tákna hina herteknu þjóð en að þeir sjálfir væru háhyrn- ingarnir Glefsi og Voði. Stubbur er á toppnum Snjóar og snjóar fyrir norðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.