Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 41
Það er að mörgu að huga þegar börn fá gæludýr. Hundar eru góðir félagar en tímafrekir á meðan hamstur þarf minni umönnun og fiskar gætu hentað börnum með ofnæmi. Hér eru nokkur ráð um val á gæludýrum. Börn sem alast upp með dýrum eru hraust- ari en önnur samkvæmt rannsóknum. „Þau fá síður ofnæmi og astma og eru betur í stakk búin til að takast á við andleg áföll,“ segir Sif Traustadóttir dýralæknir. Ástæðan er talin vera tvíþætt. „Börn læra um líf og dauða þegar gæludýrin deyja og hins vegar hafa þau dýrið sem einskonar sálufélaga og læra samkennd og ábyrgð,“ segir Sif. Foreldrar verða þó alltaf að bera ábyrgðina á dýrinu því börnin geta ekki valdið þessu alveg ein. „Stundum aflífum við heilbrigð dýr útaf þessu og það getur valdið sektarkennd hjá barninu sem kannski hafði ekki þroska til að hugsa um dýrið, en þó eru langflestir foreldrar sem hjálpa börnunum sínum og hugsa vel um dýrin,“ segir Sif Það fylgir mikil vinna hundahaldi en á sama tíma er það mjög gefandi. Hunda þarf að viðra daglega og þurfa sitt pláss heima. Hundarnir eru flokkdýr og geta ekki verið einir heima lengur en 6 tíma á dag. Það þarf að fóðra þá daglega og það borgar sig að vanda fóðrið því hundar geta fengið ofnæmi af röngu fóðri. Það eru til margar tegundir suma þarf að hreyfa meira en aðra og sumir þurfa meiri feldhirðu. Kannið vel hvaða tegund hentar fjölskyldunni. Bíllin þarf að henta hundahaldi og það þarf leyfi fyrir hundahaldi. Flesti hundar þurfa á nám- skeiði að halda og nú kaupa margir sjúkra- tryggingu fyrir hundinn. Við hundahald þarf að athuga leyfi fyrir gæludýrahaldi á heimilinu og hvort heimilisfólk sé með ofnæmi. Uppýsingar: Hundaræktafélag Íslands, www.hrfi.is Byrjunarkostnaður:kr.20.000-25.000 (ekki reiknað með verð á hundinum) Flestir kettir eru barngóðir og þolinmóðir og sjálfstæðir. Þeir geta verið einir heima og eru þrifalegir. Margir heimilislausir óskilakettir eru á Kattholti sem vantar nýja eigendur. Sýningakettir geta þó verið dýrir og innikettir þurfa meira aðhald. Það þarf að fóðra þá daglega og það borgar sig að vanda fóðrið. Dýralæknar mæla með því að allir kettir séu geldir, nema þeir sem nota á til undaneldis hjá ræktendum. Kisur þarf að merkja og fara í læknisskoðun einu sinni á ári. Við kattahald þarf að athuga leyfi fyrir gæludýrahaldi á heimilinu og hvort heimilisfólk sé með ofnæmi. Upplýsingar: Kattholt www.kattholt.is, Kattaræktarfélag íslands www.kynjakettir. is, Byrjunar kostnaður: kr.15.000-20.000 Nagdýr eru bæði lítil og ódýr. Smærri nag- dýr lifa vanalega um 2-4 ár, kanínur eitt- hvað lengur. Þessi dýr er auðvelt að halda í búrum, en þó á að hugsa fyrir því að fá eins stórt búr og mögulegt er svo vel fari um dýrið. Þessi dýr er auðvelt að ferðast með innanlands og geta farið í pössun án vand- ræða og verið ein heima á daginn. Kanínur eru oft haldnar sem kettir innandyra og leyft að hlaupa lausum þegar eigandinn er heima. Það er hægt að þjálfa þær til að gera stykkin sín í sandkassa. Kanínur geta þó nagað rafmagnssnúr og það þarf að fylgjast vel með þeim. Það er gott að láta gelda kan- ínur. Þær verða gæfari og bíta minna. Búr smárra nagdýra þarf að þrífa einu sinni í viku til einu sinni í mán. Fer eftir hve mörg þau eru og tegund. Upplýsingar:Trítla gæludýrabúð www. trítla.is- Dagfinnur dýralæknir www.dag- finnur.is-Byrjunarkostnaður er um 8000 kr Fuglarnir eru skemmtileg og barngóð dýr sem verða auðveldlega tamir. Þeir eru félagslynd flokkdýr og því ágætt að hafa fleiri saman. Það er mikilvægt að þeir fljúgi frjálsir reglulega innivið til að hreyfa sig. Sumir fuglar lifa mjög lengi. Venjulegur Gári verður oftast 6-8 ára en getur þó náð 20 ára aldri ef rétt er hugsað um hann. Lyk- illinn er rétt fóðrun, en fugla á ekki að fóðra eingöngu á fræjum. Þeir þurfa líka ávexti og grænmeti. Upplýsingar um fugla: Furðurfuglar og fylgifiskar: www.tjorvar. is-Byrjunarkostnaður: kr.10.000 Það er gaman að hafa fallegt fiskabúr. Það er bæði að vera með einfalt ódýrt búr en líka flókin og dýrari. Sumir fiskar þola betur að vera saman en aðrir og það þarf að taka tillit til þess. Fyrir börn með ofnæmi eru fiskar tilvalin dýr. Það þarf að fóðra þá rétt, gróðursetja réttar plöntur, gefa nær- ingu, skipta út vatni á tveggja vikna fresti og nota hreinsidælu. Einnig þarf að halda hitastiginu jöfnu í 25° og nota hitamæli. Ljós þurfa að vera kveikt nálægt búrinu ca. 11 tíma á sólarhring. Ef ljósið er á lengur, eða nálægt ofni eða sólarljósi myndast óæskilegir þörungar. Upplýsingar: Furðurfuglar og fylgifiskar: www.tjorvar.is-Fiskabúr:www.fiskabur.is Byrjunarkostnaður: kr.15.000 Dýraspítalar/læknar: www.dyrin.is-www. dyraspitalinn.is, www.dagfinnur.is, www. dyralaeknir.com Dýrabúðir: www.dyrarikid.is, www.dyraba- er.is, www.dyralif.is, www.tritla.is Gæludýrahald barna Ekki er flókið að láta lítið rými sýnast stærra en enn auðveld- ara er að láta lítið rými sýnast minna. • Með innbyggðum húsgögnum má spara mikið pláss. Ef mögu- leiki er reynið að hafa hillur og skápa innbyggða. • Með því að opna á milli her- bergja virðast þau bæði verða stærri. Auk þess verður rýmið bjartara. Einnig má grípa til þess ráðs að taka niður allar hurðir og leyfa herbergjunum að vera opnum. • Ljósir litir stækka meðan dökk- ir minnka. • Með því að hafa sama gólfefni í öllu rýminu virðist það stærra. Augað finnur þá ekki mun frá einu herbergi til annars. • Ekki nota mörg mismunandi mynstur. Með því að hafa mis- munandi málningu og veggfóð- ur í hverju einasta herbergi virðist rýmið minnka. Reynið að forðast öfgar á milli herbergja. • Sýnið nægjusemi og nýtni. Ekki kaupa endalaust af húsgögnum sem taka gólfpláss. Látið hverja mublu þjóna tilgangi og hugsið til langtíma þegar fest eru kaup á húsgögnum. • Notaðu skápana vel. Settu upp aukahillur fyrir skó og alls kyns aukahluti eins og belti, bindi og töskur. Farðu í gegnum dótið þitt reglulega og gefðu eða hentu því sem þú notar ekki. Rýmið nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.