Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 44
Hann þykir einstaklega töff týpa,
smartur í tauinu og svalur með
eindæmum.
Það eru fáir sem hafa breytt
um nafn jafn oft og söngv-
arinn, dansarinn, plötu-
framleiðandinn, leikarinn
og rapparinn Sean John
Combs, en því nafni var
hann skýrður er hann
fæddist í nóvember 1969.
Síðan þá hefur hann
gengið undir nafninu Puff
Daddy, Puffy, P. Diddy já
eða bara Diddy eins og
hann vill kalla sig í dag.
(Hann er þó enn kallaður
P. Diddy í Bretlandi eftir
að hann tapaði máli gegn
öðrum söngvara að nafni
Diddy).
Diddy ræður yfir fjölmiðla-
veldi sem nær yfir meðal ann-
ars plötufyrirtækið Bad Boy
Records, kvikmyndafram-
leiðslu, tvo veitingastaði og
síðast en ekki síst fatalínuna
Sean John and Sean by Sean
Combs.
Diddy hratt fata-
línu sinni af stað árið
1998 og hefur notið mikillar hylli.
Sean John línan er mjög vinsæl
innan hip-hop geirans og jafnast
þar á við fatamerkið Phat Farm.
Árið 2004 var Diddy valinn
hönnuður ársins fyrir herra-
fatnað af samtökum fata-
hönnuða í Bandaríkjunum.
Í ár var svo settur á mark-
að fyrsti ilmurinn frá Sean
John sem kallaður er
Unforgivable og var
framleiddur af Estée
Lauder. Sala rakspír-
ans gekk framar
vonum og seldist tvö
hundruð prósent meira
en gert var ráð fyrir.
Hann er nú mest seldi
rakspírinn í Bandaríkj-
unum.
Sean John fatamerk-
ið er aðallega selt í
verslunum Macy‘s en einn-
ig í Sean John búðinni á 475
stræti í New York sem opn-
aði síðla árs 2006.
Það er því varla hægt að
segja annað en að maðurinn
með nöfnin mörgu sé ein-
staklega farsæll, og ekki
síður flottur í tauinu.
Hin mörgu andlit Diddy
Ný bók
Rósaleppaprjón
í nýju ljósi
Handprjónasambandið
Skólavörðustíg 19 • 552 1890
www.handknit.is
X
STR
E
A
M
D
E
S
IG
N
A
N
06 11 001