Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 80
! Ath. kl. 20.00Jóhann Helgason heldur tónleika með sveit úrvalshljóðfæraleikara í Salnum og flytur þar öll sín helstu lög. - pbb Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Aðalfundur kjördæmisfélag Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi Aðalfundur kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjör- dæmi (Kraganum) verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl. 11:00-13:00 í húsnæði flokksins að Aðalstræti 9, Reykjavík. Á dagskrá fundarins verður kosning stjórnar, venjubundin aðalfundarstörf og önnur mál. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir varaþingmaður flokksins í kjördæminu flytja ávörp. Mælst er til þess að allt áhugafólk um framboð Frjálslyndra í Suðvesturkjördæmi fjölmenni. Tvö íslensk málverk voru slegin í fyrradag á uppboði Bruun Rasmuss- en í Landskrona. Bæði verkin voru kynnt á vef fyrirtækisins danska sem þau væru eftir nafnlausa lista- menn en íslenska. Annað verkið er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur frá 1988 (66x1.000) og fór á 5.500 dkr., eða 66.292 ísl. kr. Hitt verkið er eftir Guðbjörgu Láru frá 1989 (74x80) og seldist á 1.650 dkr. – 19.887 ísl. kr. Mestu tíðindi af uppboðum í Evr- ópu á síðustu dögum er sala á þrykki eftir Edward Munch í Stokkhólmi. Þar seldist á mánudag tréþrykkið Tvær manneskjur – hin einmana fyrir hátt verð, svo hátt að uppboðs- haldarinn taldi verðið heimsmet: 88,5 milljónir íslenskra króna. Var því víða slegið upp að þetta væri hæsta verð sem fengist hefði fyrir þrykk. En Blomqvist Kunsthandel mátti éta allt ofan í sig. Víst var þetta hæsta verð sem fengist hafði fyrir Munch, en verk eftir Picasso sem selt var í Galleri Kronfeld í Sviss 1990, Minotauromachie, fór þá á rúmar 120 milljónir. Síðustu uppboð hér á landi á árinu verða 3. desember á vegum Gallerís Foldar og á vegum Skaft- fells á Seyðisfirði snemma í desem- ber. Það verður eftirtektarvert en þar verða slegin 42 verk eftir 36 listamenn. Þeir eru Anna Líndal, Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bernt Koberling, Birgir Andrésson, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Björn Roth, Carl Boutard, Daði Guðbjörnsson, Davíð Örn Halldórsson, Dieter Roth, Elín Helena, Erling Klingenberg, Garðar Eymundsson, Georg Guðni, Guðjón Ketilsson, Halla Dögg Önnu- dóttir, Halldór Ásgeirsson, Hall- grímur Helgason, Haraldur Jóns- son, Hildigunnur Birgisdóttir. Húbert Nói, Hulda Hákon, Inga Jónsdóttir, Jón Laxdal, Jón Óskar, Kristján Guðmundsson, Kristján Steingrímur, Kristofer Taylor, Mar- grét M. Norðdahl, Ómar Stefánsson, Bjarni Þórarinsson og Goddur, Pétur Kristjánsson, Pétur Már Gunnars- son, Sigurður Guðmundsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Þórarinn Hugleikur Dagssons og Þrándur Þórarinsson. Listamennirnir hafa allir gefið verk sín í þeim tilgangi að þau verði boðin upp og mun ágóðinn nýtast í frekari uppbyggingu Skaft- fells. Verkin eru nú til sýnis í Skaft- felli á Seyðisfirði en dagsetning uppboðsins er ekki ákveðin. Af uppboðum Í kvöld verða tónleikar hjá Sin- fóníunni sem helgaðir eru verk- um Mozarts sem hann samdi í þjónustu erkibiskupsins í Salz- burg. Verður Hamrahlíðarkórinn í stóru hlutverki á tónleikunum. Á efnisskránni er verkið Exultate jubilate, eitt frægasta æskuverk Mozarts, auk tveggja verka sem Mozart samdi við Maríutextann Regina Coeli. Hafa ber í huga að Mozart var 15 ára þegar hann samdi fyrra verkið en 16 ára þegar hann samdi það seinna. „Hvað tónlistina varðar kemur fátt á óvart í þessari hrífandi tón- smíð nema það að tæplega 17 ára drengur skuli geta samið af svo mikilli yfirburða kunnáttu, og að því er virðist nær fyrirhafnar- laust,“ segir Árni Heimir Ingólfs- son tónlistarfræðingur um efnis- skrána. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum er Robert King og kanad- íska söngkonan Gillian Keith syngur einsöng. Þorgerður Ing- ólfsdóttir og Hamrahlíðarkórarn- ir hafa fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og samstarf þeirra við Sinfóníu- hljómsveitina er langt og gæfu- ríkt. Tónleikarnir hefjast klukk- an 19.30 og er fátt miða eftir á þennan viðburð. Salzburgarárin hans Mozarts Stjórn Íslensku óperunn- ar varð á síðasta ári fyrir nokkurri gagnrýni vegna þess að hún sinnti ekki frumsköpun í óperusmíði. Þá hafði Óperan stofnað Óperustúdíó til að þróa ný verk. Nú svarar hún kallinu betur: í lok vikunnar verður frumsýnt nýtt íslenskt óperuverk í samstarfi við leikfyrirtæki Messíönu Tómasdótt- ur, leikmynda- og búningahöfund. Óperan heitir Skuggaleikur, tónlistin eftir Karólínu Eiríksdótt- ur og textinn eftir Sjón. Hún bygg- ist á sögunni Skugganum eftir H. C. Andersen sem er dæmisaga: skáld felur skugga sínum að finna skáldgyðju sína. Honum til skelf- ingar hverfur skugginn. Löngu seinna vitjar skugginn skáldsins aftur og er þá orðinn að manni án skugga og það sem verra er án sið- ferðiskenndar. Skugginn nær valdi yfir skáldinu og þeir skipta um hlutverk, skugginn verður maðurinn og skáldið verður skugg- inn. Þegar blekkingarnar loks ganga fram af skáldinu vill hann leiða sannleikann í ljós, en það er of seint og hann geldur fyrir með lífi sínu. Þessi dæmisaga er eitt af fáum ævintýrum sem H. C. Andersen skrifaði fyrir fullorðna. Sagan er margræð, vekur upp siðferðilegar spurningar og á ekki síður erindi í nútímanum en þegar hún var skrifuð. Óperan er bönnuð börn- um yngri en 12 ára. Karólína lýsir aðkomu sinni að texta Sjóns og sögunni svo: „Skáld- ið er í rauninni eini maðurinn í verkinu, hinir karakterarnir eru eiginlega ekki af þessum heimi og frekar táknmyndir fyrir ýmsa eig- inleika. Skáldið er breyskur maður, sem gerir sér leik að því að stríða skugganum og gera lítið úr honum, en það kemur honum í koll síðar. Hann er líka að leita að feg- urðinni og sannleikanum, en er jafnframt hégómlegur og þráir frægð og frama. Skáldgyðjan er tákn fegurðarinnar og sannleik- ans sem skáldið er að leita að, en hann kemst aldrei til hennar, brestur kjark þegar á reynir og sendir skuggann sinn í staðinn. Skugginn er skuggi skáldsins, eins konar tákn fyrir skuggahliðar hans, en Skugginn nær yfirhönd- inni og tortímir skáldinu og skáld- gyðjunni með hjálp prinsessunn- ar, en hún er slóttug og hefur komist áfram í heiminum með svikum eins og Skugginn. Hún er því eins konar skuggapersóna líka. Þessar ólíku persónur eru túlkað- ar með ólíkri tónlist, hver þeirra hefur sín sérkenni.“ Einsöngvarar í sýningunni eru Eyjólfur Eyjólfsson tenór, sem syngur hlutverk Skáldsins, Sverr- ir Guðjónsson kontratenór, sem syngur hlutverk Skuggans. Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran syng- ur hlutverk Skáldgyðjunnar, og Ásgerður Júníusdóttir mezzósópr- an syngur hlutverk Prinsessunn- ar. Hljómsveitin samanstendur af sex hljóðfæraleikurum og hljóm- sveitarstjóri er Guðni Franzson. Leikstjóri sýningarinnar er Mess- íana Tómasdóttir, en hún hannar einnig búninga, sviðsmynd og brúður sem spila stórt hlutverk í sýningunni. Danshöfundur er Ástrós Gunnarsdóttir og ljósa- hönnuður er gamall samverka- maður Messíönu, David Walters. Aðeins eru þrjár sýningar fyr- irhugaðar á verkinu næstu laugar- daga en frumsýningin er núna á laugardaginn 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.