Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 10
 Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kort- leggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfs- manna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins rétt- indamissi ef frumvarp um breyt- ingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra hald- ist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða“ verða að gæta þess að ýmis rétt- indi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir ein- faldlega misst þessi réttindi,“ segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisum- hverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að sam- kvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Rík- isútvarpsins hafa skrifað mennta- málanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar. Starfsmenn hjá RÚV geta misst réttindi Stéttarfélög starfsmanna ríkisfyrirtækja, sem ætl- unin er að breyta í opinber hlutafélög, verða að kortleggja hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn. Hætta er á réttindamissi starfsmanna sem ekki hafa fengið nauðsynlegar upplýsingar. … ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstr- arformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi.“ Sex japönsk hvalveiði- skip héldu úr höfn í gær í árlegan hvalveiðileiðangur á Suðurskauts- mið. Þar ætla Japanar að veiða 860 hvali í vetur, og segja þeir veið- arnar gerðar í vísindaskyni. Japanar hófu vísindaveiðar sínar fyrir tuttugu árum, eða strax eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í hagnaðar- skyni árið 1986. Japanar hafa nú þegar veitt 35 hvali í ár út af Jap- ansströndum, en stefna á að veiða í allt 1.240 hvali á þessu ári. Japanir veiða 860 hvali DMK Reglulegur sparnaður er skynsamleg leið til að ná markmiðum, uppfylla framtíðardrauma eða mæta óvæntum útgjöldum. Að einsetja sér reglulegan sparnað, hvort sem upphæðin er stór eða smá, er fyrirhyggja sem ráðlegt er að tileinka sér. DMK verðlaunar slíka fyrirhyggju með því að veita: • 5% mótframlag á áunna vexti um hver áramót. • styrki af ýmsum tilefnum sem hægt er að sækja um: Brúðkaupsstyrki hver að fjárhæð 100.000 kr. Fæðingarstyrki hver að fjárhæð 50.000 kr. Námslokastyrki hver að fjárhæð 100.000 kr. Stórafmælisstyrki hver að fjárhæð 25.000 kr. Ferðastyrki hver að fjárhæð 25.000 kr. • sérkjör á tryggingum. Helstu þættir DMK þjónustunnar eru: • DMK Debetkort • DMK Kreditheimild • DMK Yfirdráttarheimild • DMK Tiltektarlán • DMK Léttlán • DMK 90% íbúðalán • DMK Ráðgjöf • DMK Tilboð A RG U S / 06 -0 55 2 Sæktu um DMK á spron.is DMK Reglulegur sparnaður – verðlaunaður með sérstöku mótframlagi! Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is Fram til áramóta fánýir viðskiptavinir í DMK gjafabréf fyrirtvo í Borgarleikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.