Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 33
Metverð fékkst fyrir kíló af fiski á mörkuðum landsins í síðustu viku. 1.332 tonn af fiski voru í boði og var meðalverðið 176,57 krónur á kíló sem er 19,83 krónum meira en vikuna á undan. Meðalverðið fyrir fisk hefur aldrei verið hærra en nú. Verðið hefur sveiflast nokkuð á fiskmörkuðum síðustu vikurnar en met var slegið á markaðnum fyrir nokkru. Til samanburðar voru 1.000 tonnum meira af fiski í boði á mörkuðunum fyrir hálfum mán- uði. Meðalverð fyrir kíló af fiski þá lækkaði hins vegar um fimm pró- sent á milli vikna en var engu að síður í hærri kantinum. Líkt og í fyrri vikum var mest selt af ýsu á fiskmörkuðum í síðustu viku. Með- alverðið á slægðri ýsu var 158,34 krónur á kíló, sem er rúmum 3,3 krónum meira en í vikunni á undan. Fiskifréttir vekja athygli á því að skarkoli og hlýri voru í þriðja og fjórða sæti yfir sölu- hæstu fisktegundir í boði í síðustu viku en slíkt gerist ekki Metverð á fiskmarkaði Windows Mobile heitir ný lausn fyrir viðskiptavini Vodafone sem gerir þeim mögulegt að fá Wind- ows-umhverfið í GSM síma. Með Windows Mobile er hægt með ein- földum hætti að sækja tölvupóst, dagbók, tengiliða- og verkefna- lista, auk þess að nota MSN í sím- tækinu. „Sífellt fleiri farsímar búa orðið yfir Windows-umhverfi, til dæmis Qtek-farsímar, sem gerir fólki mögulegt að nota Office-hug- búnað á borð við Word, Excel eða Powerpoint. Notendur geta því flutt vinnuumhverfið sitt yfir í farsímann. Windows Mobile-far- símar eru einnig hefðbundnir GSM-símar með öllum þeim eigin- leikum sem nútímafarsímar þurfa að hafa í dag og gott betur,“ segir Gísli Þorsteinsson upplýsingafull- trúi Vodafone. Að sögn Gísla eru Windows Mobile-farsímarnir einstök sam- skiptatæki. „Með slíkum tækjum er hægt að hafa samband við sam- starfsfólk, vini og ættingja á þann hátt sem hentar, hvort sem það er um tölvupóst, SMS, MSN eða MMS.“ Með Windows í gemsanum Síminn hefur stækkað IP-net (int- ernet protocol net) sitt verulega og býður nú enn öruggari og hrað- ari gagnaflutninga. Í tilkynningu frá Símanum segir að eftir stækkunina sé netið mun öflugra og geti borið meiri umferð en áður. Slíkt auki rekstr- aröryggi fyrir- tækja til muna. Þá segir enn- frem- ur að vegna þeirra gífurlegu framfara sem átt hafi sér stað í fjarskiptum byggi fyrirtæki nú í auknum mæli afkomu sína á því að geta sótt og sent gögn sín hratt og örugglega. Þess vegna þarf netið að vera í stöðugri uppbygg- ingu og vænta má enn frekari stækkunar á IP-neti Símans á næstunni. Algengt er að fyrirtæki endur- nýi ekki símstöðvar sem úreldast heldur færi tal yfir á IP-netið. Það getur verið hagkvæmt því ekki þarf að ráða starfsmenn til þess að sjá um fjarskipt- in heldur sjá sér- fræðingar Símans um að reka kerfið og aðlaga það að starfsemi hvers fyrirtækis. Fyrir- tækin geta í staðinn einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi, að því er segir í tilkynningu Símans. IP-netið endurnýjað Sænska ferðaskrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Tra- vel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæfir sig í viðskiptaferð- um. Ábyrgjast seljendur að aðrir hluthafar MZ selji einnig bréf sín. Stjórnendur Ticket munu einn- ig vera að skoða kaup á fleiri fyr- irtækjum á sviði ferðaþjónustu. MZ Travel hefur vaxið gríðar- lega hratt á undanförnum árum í sölu á ferðalögum fyrir viðskipta- lífið en sala slíkra ferða er arð- bærari en annarra ferðalaga. Greiðir Ticket 580 milljónir króna fyrir félagið en kaupverðið er að hluta til tengt rekstrarárangri MZ í ár og getur farið hæst í 750 millj- ónir króna. Velta MZ var um átta milljarðar króna í fyrra og skilaði félagið um fjörutíu milljóna króna hagnaði. Gert er ráð fyrir að sameigin- leg velta fyrirtækjanna nemi 45- 55 milljörðum króna á þessu ári og hagnaður verði um eitt prósent af veltu eða tæpur hálfur milljarður króna. Kaupin styrkja þau markmið stjórnenda Ticket að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir (EBITDA) verði um sjö prósent af veltu innan þriggja ára. Ticket styrkist í viðskiptaferð- um og skoðar fleiri yfirtökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.