Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 57
Ekki henda gömlum fötum.
Það er víst alveg óhætt að full-
yrða að allt sem einu sinni kemst
í tísku á eftir að snúa aftur. Yfir-
leitt tekur það tískuna um 15-20
ár að fara hringinn, en stundum
getur það tekið lengri tíma.
Pönkið, sem eitt sinn þótti skelfi-
lega ógnvekjandi, hefur nú haft
svo mikil áhrif á tískuna að í dag
þykir það ekkert tiltökumál að
sjá fótboltakappa með móhíkana-
hár eða yfirstéttarpíu með svart
naglalakk. Það sama má segja
um erótískan fatnað síðan 1920.
Upphá, reimuð stígvél, lítill ögr-
andi hattur, blúndubolur, háir
hanskar og frakki með breiðum
kraga. Þetta hefði þótt hrikalega
djarft fyrir tæpri öld síðan en í
dag myndu fáir láta sér bregða
ef slík dama sæist ganga um
bæinn. Þvert á móti þætti hún
bara ótrúlega smart.
Tískan fer í hringi
Yfir 155 búðir í 11 löndum.
American Apparel er fatamerki
sem kemur frá Los Angeles og er
með yfir 155 búðir í 11 löndum,
þar á meðal; Japan Ísrael, Þýska-
land, England, Frakkland og Sviss.
Þess má geta að fyrirtækið hlaut
þann heiður nýlega að vera sett í
218. sæti yfir 500 mest framsækn-
ustu fyrirtækjum í Bandaríkjun-
um af Inc. Magazine. American
Apparel leggur áherslu á einfalda
en flotta hluti fyrir fólk sem hefur
áhuga á götutísku, m.a.; náttföt,
treflar, hettupeysur, buxur en
megináherslan er sett á bómullar-
boli. Bolirnir frá þeim þykja ein-
staklega einfaldir og litríkir og
lögð er meiri áhersla á liti og þæg-
indi en munstur eins og margir
gera. Þess má geta að
20% af bómullinni í
fatnaðnum eru líf-
ræn og á næstu
fjórum árum
hyggst fyrir-
tækið
breyta
alveg
yfir í
líf-
rænan áburð. Hefur fyrirtækið
fengið mikið hrós fyrir það frá
umhverfissinnuðum. Hægt er að
kaupa föt af þeim á netinu á slóð-
inni www.americanapparel.net.
American
Apparel