Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 46
Emilía Benedikta Gísladóttir
er dansari sem vill helst ekki
láta væsa um sig.
„Ég fór út í búð þegar það byrjaði
að kólna í haust og keypti mér
hlýja og góða peysu, enda er ég
svo mikil kuldaskræfa,“ segir
Emilía sem fékk þessa hlýlegu
peysu í Debenhams. „Ég valdi
hana líka svolítið út frá því að geta
notað næluna mína, en ég erfði
fallega nælu af langömmu minni
sem ég festi alltaf í peysuna. Þessi
næla er orðin meira en sjötíu ára í
dag. Mér finnst það svo heillandi
tilhugsun að ganga núna með sama
skartgrip og langamma mín gerði
fyrir sjötíu árum,“ segir Emilía.
Emilía er dansari hjá Íslenska
dansflokknum. Hún hefur dansað
frá því hún var barn að aldri en
eftir að hún varð sextán ára vissi
hún að þetta vildi hún leggja fyrir
sig og nú er hún að dansa annað
árið í röð með flokknum. Um þess-
ar mundir stendur Íslenski dans-
flokkurinn fyrir fjölskyldusýningu
þar sem börn fá frían aðgang en
Emilía segir sýninguna mjög kraft-
mikla og reyna vel á dansarana.
Næstu tvo laugardaga eru síðustu
sýningar í Borgarleikhúsinu svo
áhugasamir geta farið og fylgst
með Emilíu dansa, en þó ekki í
peysunni.
Ég er kuldaskræfa
Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf.
Nýtt á Íslandi! NO STRESS
Mjúkar og hlýjar
og á góðu veði
66
°N
o
rð
u
r/
n
o
v0
6
Askja, Light
13.340 kr.
6.670kr.
Tindur, Wind Pro
14.490 kr.
7.245kr.
Tindur, Technical
17.800 kr.
8.900kr.
Vík, Power Stretch®
9.160 kr.
4.540kr.
Faxafeni 12, Reykjavík• Glerárgötu 32, Akureyri. Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga.
Full búð af fallegum
jólafötum