Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 50
Markið • Ármúla 40 • 108 Reykjavík • Sími 553-5320 • Opnunartími verslunar: Mán. - fös. 10.00-18.00 Laugardaga 11.00-15.00 P IPA R • S ÍA • 60757 Tom Shakespeare er kominn hingað til lands vegna stofn- unar Félags um fötlunarrann- sóknir. Hann hefur skrifað fjölda bóka um málefnið auk þess sem hann kemur skila- boðum sínum á framfæri gegnum hlátur. Tom er félagsfræðingur, háskóla- kennari, fyrirlesari, rithöfundur og uppistandari. Hann er ötull bar- áttumaður fyrir réttindum fatl- aðra en skrif hans og skoðanir síð- ustu 15 ár hafa vakið mikla athygli og nokkrar deilur. „Ég er ekki að skrifa um lækna- eða sálfræðitil- raunir heldur félagslega upplifun fatlaðs fólks,“ segir Tom. „Ég hef til dæmis rannsakað kynhegðun en áður fyrr var litið á fatlað fólk sem eins konar kynlausar verur. Svo er auðvitað ekki.“ Tom er kominn til Íslands til að tala á stofnfundi Félags um fötlun- arrannsóknir. Félagið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á rann- sóknum og framþróun í málefnum fatlaðra. „Áður fyrr fóru rann- sóknir fram úr fílabeinsturnum og dregnar voru ályktanir og niður- stöður fengnar án þátttöku þeirra sem verið var að rannsaka,“ segir Tom. „Með stofnun félagsins verð- ur til grundvöllur til umræðna, hægt verður að bera saman rann- sóknaniðurstöður, og koma mis- munandi skoðunum á framfæri bæði af hálfu fræðimanna, fatl- aðra og fjölskyldna þeirra.“ Tom skrifar ekki einungis bækur og heldur fyrirlestra til að fræða fólk. Hann notar húmor í sama tilgangi og þykir liðtækur uppistandari. „Grín er góð leið til að koma skilaboðum áleiðis og ég hef gert nokkuð að því að vera með uppistand um fötlun og stöðu fatlaðra í Bretlandi,“ segir Tom. „Ég fékk eitt sinn athugasemd frá einum nemanda mínum eftir uppi- stand þar sem hún sagðist hafa lært meira af því en öllum fyrir- lestrunum sem hún sat hjá mér. Það er auðvitað mjög gott en um leið svolítið slæmt.“ Stofnfundur Félags um fötlun- arrannsóknir verður haldinn að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2 í Reykjavík, í dag kl. 13.00. Fræðimaður og grínisti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.