Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 68
Ég hef aldrei litið á mig sem sérlega vana- fasta mann- eskju. Þvert á móti hef ég talað fjálg- lega og af mikilli sann- færingu um andúð mína á rút- ínum, þar sem hversdagurinn er svo niðurnjörv- aður að það þarf að gera stunda- skrá yfir allt sem koma á í verk, og verið óopinberlega stolt af skyndiákvörðunum mínum. Ég hreyki mér af því, að minnsta kosti þegar ég er ein, að hafa ákveðið að flytjast til Dublin í þrjá mánuði með nokkurra daga fyrirvara og skrá mig í háskóla- nám eftir örstuttan umhugsunar- frest. Ekki hætti ég heldur að rægja rútínuna eftir að ég hóf sambúð með manneskju af hinu kyninu. Það eintak mannskepnunnar vill (næstum því ýkjulaust) helst gera ítarlega stundaskrá yfir heimilisverk, innkaupaferðir og því sem næst sturtuferðir. Ég hef iðkað töluverðar hausahristingar yfir þessari sérvisku, og legg mig í staðinn fram um að þrífa helst ekki nema eftir miðnætti um helgar. Sjálfsmynd mín sem forvarð- ar óskipulags og sjarmerandi skyndihugdettna hefur hins vegar sætt hörðum árásum und- anfarið. Ákvörðun okkar sambýl- inga um að verja jólunum ein saman heima við hefur haft afdrifaríkar afleiðingar í formi eldheitra samningaviðræðna og málamiðlana. Það rann upp fyrir mér í vikunni, þegar ég horfðist í augu við þá skelfilegu staðreynd að sambýlingur minn fer ekki ofan af því að hafa gervijólatré, að ég er fáránlega vanaföst. Ég berst með kjafti og klóm fyrir alvöru jólatrénu, þrátt fyrir að ýmislegt mæli með hinu. Ég er hins vegar ekki enn til- búin að gefast upp og neyðist því til að gangast við vanafestunni. Nema ég sé bara frek. Það gæti svo sem líka verið. Aaaaaa! Gerða?! Slappaðu af ég kom bara til að ná í leigu mánaðarins. Það má greiða leiguna í peningum, ég hef annan beinharðan gjaldmiðil í huga! Ef þú skilur hvað ég er að fara! Já! Ég þarf að flytja aftur ég braut regluna aftur. Hvenær gerðist það? Ég er ekki alveg viss með það hvort við eigum að þora að skilja Palla eftir einan. Drengurinn er 15 ára! Hann bjargar sér. Skerðu á naflastrenginn, þú mátt ekki halda að greyið strákurinn sé ekki ábyrgari en svo að hann geti ekki verið án móður sinnar eina helgi Hæ Pabbi Ég gleymdi að skrúfa fyrir baðkarið í morgun Ertu til í að gera það fyrir mig? Ok, bæ Við hringjum á 10 mínútna fresti! FËLAGAR! Þetta er hann Jói, hann er lesblindur! Jæja Mjási nú þýðir þetta ekki lengur, nú förum við framúr! Jamm! Rófan þín liggur á mínu svæði! Andfýlan úr þér flýtur óhindrað hingað til mín! Jæja krakkar þetta var bjallan okkar, takk fyrir í dag! Er þetta allt? Þetta var nú ekki svo slæmt! Mér fannst fyrsti bekkur bara skemmtilegur satt að segja! Það gleður mig að heyra Solla mín, við sjáumst á morgun! Er meira? Þurfum við að koma aftur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.