Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 18
Ótti við nýja borgarastyrjöld hefur skotið upp kollinum í Líbanon eftir að Pierre Gemayel, iðnað- arráðherra í stjórn landsins, var myrtur á þriðjudag- inn. Það var þungt yfir fólki þegar Gemayel var borinn til grafar í gær. Opinber hátíðahöld vegna fullveldis- dags landsins voru afturkölluð og almenningur sat við sjónvarpstækin heima hjá sér að fylgjast með útsend- ingu frá jarðarförinni. Gemayel var 34 ára og einn af áhrifamestu leið- togum kristinna manna í landinu. Faðir hans er Amin Gemayel, fyrrverandi forseti Líbanons, en hann hvatti fólk til þess að reyna ekki að hefna fyrir son sinn. Margir andstæðingar Sýrlendinga, sem hafa mikil áhrif í Líbanon, telja augljóst að sýrlensk stjórnvöld standi að baki morðinu á Gemayel og fjórum öðrum líbönskum ráðamönnum á undanförnum misserum. „Svo virðist sem Sýrlandsstjórn sé að halda áfram morðtilræðunum,“ sagði til dæmis Walid Jumblatt, pólitískur leiðtogi drúsa í Líbanon á blaðamannafundi í gær. Emile Lahoud, forseti Líbanons, sagði einnig morð- ið á Gemayel vera lið í „samsæri“ sem hófst í febrúar á síðasta ári þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra, var myrtur. Hann bað landsmenn þó að forð- ast öll átök. „Ég segi Líbönum að í dag sé tími til þess að þeir sameinist, ella mun allt Líbanon bíða ósigur.“ Sorgardagur í Líbanon Pierre Gemayel, einn helsti leiðtogi kristinna í Líbanon, var borinn til grafar í gær. Almenningur í landinu óttast að borgarastyrjöld brjótist út á ný í þessu stríðshrjáða landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.