Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 18
Ótti við nýja borgarastyrjöld hefur skotið
upp kollinum í Líbanon eftir að Pierre Gemayel, iðnað-
arráðherra í stjórn landsins, var myrtur á þriðjudag-
inn.
Það var þungt yfir fólki þegar Gemayel var borinn
til grafar í gær. Opinber hátíðahöld vegna fullveldis-
dags landsins voru afturkölluð og almenningur sat við
sjónvarpstækin heima hjá sér að fylgjast með útsend-
ingu frá jarðarförinni.
Gemayel var 34 ára og einn af áhrifamestu leið-
togum kristinna manna í landinu. Faðir hans er Amin
Gemayel, fyrrverandi forseti Líbanons, en hann hvatti
fólk til þess að reyna ekki að hefna fyrir son sinn.
Margir andstæðingar Sýrlendinga, sem hafa mikil
áhrif í Líbanon, telja augljóst að sýrlensk stjórnvöld
standi að baki morðinu á Gemayel og fjórum öðrum
líbönskum ráðamönnum á undanförnum misserum.
„Svo virðist sem Sýrlandsstjórn sé að halda áfram
morðtilræðunum,“ sagði til dæmis Walid Jumblatt,
pólitískur leiðtogi drúsa í Líbanon á blaðamannafundi
í gær.
Emile Lahoud, forseti Líbanons, sagði einnig morð-
ið á Gemayel vera lið í „samsæri“ sem hófst í febrúar
á síðasta ári þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, var myrtur. Hann bað landsmenn þó að forð-
ast öll átök. „Ég segi Líbönum að í dag sé tími til þess
að þeir sameinist, ella mun allt Líbanon bíða ósigur.“
Sorgardagur í Líbanon
Pierre Gemayel, einn helsti leiðtogi kristinna í Líbanon, var borinn til grafar
í gær. Almenningur í landinu óttast að borgarastyrjöld brjótist út á ný í þessu
stríðshrjáða landi.