Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 78
... að búa til kryddaðan sykur. Settu kanilstangir eða vanillu- stangir ofan í fallega krukku og helltu sykri yfir. Hann geturðu svo not- að í baksturinn eða hvað sem þér dettur í hug. Fékk fullkomið crème brûlée í Prag Ljósmyndarinn Thorsten Henn nýtur þess að elda í fallegu eldhúsi, en hann hannaði og smíðaði eldhús- innréttinguna sína sjálfur. „Lóa konan mín sér um redding- arnar. Hún kíkir í ísskápinn þegar ekkert er til og reddar málunum. Þegar ég elda fer ég hins vegar í Hagkaup og kaupi inn fyrir tíu þúsund krónur. Ég er voðalega týpískur karlmaður í þessu, fyrst ég er að þessu á annað borð geri ég það almennilega,“ segir Thorsten og hlær. Uppskriftin sem Thorsten deilir með lesendum Fréttablaðsins er skyndibiti á hans mælikvarða. „Humarsúpan mín þarfnast allt að sjö klukkutíma viðveru í eldhús- inu,“ segir Thorsten, en eins og við má búast þykir honum afar skemmtilegt að halda matarboð. „Svo er ég með nokkra heimaln- inga líka, einhleypa karlmenn sem ég fóðra reglulega,“ bætir hann við og hlær. Fjórir þriðja árs matreiðslunem- ar úr Hótel- og matvælaskólanum dvöldu í New York í síðustu viku, þar sem þeir kynntu íslenska mat- reiðslu fyrir innlendum. Ferðin var til komin fyrir tilstilli meist- arakokksins Hilmars B. Jónsson- ar, sem vinnur hjá fyrirtækinu og matvælaskólanum og fyrir- tækið Aramark, sem er einn stærsti kaupandi íslensks fisks í Bandaríkjunum. „Aramark rekur mötuneyti í stórfyrirtækjum úti, og við kynnt- um íslenskar afurðir þar sem gestakokkar,“ sagði Ívar Þórðar- son, einn nemanna fjögurra, en með honum í för voru þeir Hinrik Carl Ellertsson, Jóhannes H. Proppé og Guðjón Kristjánsson. „Við vorum með bás úti í sal og elduðum beint ofan í fólkið,“ sagði Ívar, en nemarnir hlutu allir góðar viðtökur. „Það seldist upp hjá flestum okkar,“ sagði Ívar. Nemarnir framreiddu einnig kvöldverði fyrir sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðun- um, Hjálmar W. Hannesson, og aðra sendiherra samtakanna. „Það var aðeins formlegra,“ sagði Ívar og hló við. Í ljósi góðrar reynslu gæti vel verið að svipuð ferð verði farin aftur, að sögn Ívars. „Ég færi hiklaust aftur,“ sagði hann. Elduðu fyrir sendiherra SÞ Á fimmtudaginn í síðustu viku hófst sala á Beaujolais nouveau en leyfilegt er að setja vínið á markað þriðja fimmtudag í nóvember. Mikil hátíðarhöld eru þennan dag í Frakklandi og siðurinn hefur breiðst út um heim hin síðari ár og hér á landi gjarnan markað upphaf jólahlað- borðavertíðarinnar. Sama dag hófust þemadagar í vínbúðunum en þar verða „hátíðarvín“ á kynningarverði fram yfir áramót. Var ágætlega tilfundið að láta þemadagana hefjast þennan mikla stemningsdag þótt minna fari fyrir nouveau-veislum hérlendis en stundum áður enda tískusveiflur í þessu eins og öðru. Beaujolais nouveau þetta árið þykir alveg ágætt, þykkara og dýpra en í meðalári enda sumarið sólríkt í Frakklandi og berin þroskuðust snemma. Einhverjir veitingastaðir og svo auðvitað Frakkar og menningarfélög tengd þeim hérlendis fögnuðu Beaujolais nouveau í síðustu viku en almenningur getur nálgast flöskur í vínbúðunum nú undir helgina. Flöskurnar fyrir þá sem eru óþolinmóðir eru sendar í flugi en u.þ.b. viku seinna leggja skipin að með flöskur sem rata í almenna sölu. Á þemadögum vínbúðanna eru fjölmörg vín á lækkuðu verði eins og venjan er. Lækkunin nemur að jafnaði um 100 kr. en þó þykja mér óvenju mörg dæmi þetta skiptið um meiri lækkun, dæmi er Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva sem lækkar um 300 kr. Í mínum huga er það þó ekki verðlækkunin sem skiptir mestu máli heldur framsetning- in í vínbúðunum og þær upplýsingar sem neytendur fá um samsetn- ingu matar og víns. Stílhreinn bæklingur liggur frammi í búðunum þar sem hátíðarvínin eru kynnt og flokkuð eftir því með hvaða mat þau passa einna best. Úrval vína á sérlista eykst einnig á þessum árstíma, dýrari tegundir fá aukið pláss og vín frá svæðum sem hafa orðið útundan í kvótakerfi búðanna. Einnig má oft fá vín í skemmtilegum pakkningum til gjafa og fylgja stundum glös og upptakarar með. Koníak og líkjörar koma í hátíðarklæðum eins og hinn vinsæli líkjör Grand Marnier sem listamenn setja árlega í nýjan búning. Í þetta sinnið er retro-fílingur yfir hönnuninni sem sækir stemminguna til hirðarinnar á Versölum. Flaskan heitir einfaldlega „Andi Versala“ og einhver eintök af henni læddust hingað upp á Klakann í vínbúðir og á veitingastaði. Hátíðarvín og Beaujolais Skerið kjúklingabringurnar í strimla. Kryddið með salti og pipar og steikið í vel heitri ólífuolíu, svo kjötið lokist strax. Skerið kúrbít- inn langsum og sneiðið. Saltið kúr- bítinn áður en honum er bætt á pönnuna. Látið steikjast í smá stund og bætið kjúklingasúpunni í. Látið malla aðeins, saxið tómatana og bætið þeim út í. Sósan má sjóða í um 30 mínútur, eða þar til hún er orðin hæfilega þykk. Bætið rjóm- anum út í, sjóðið upp og bætið svo basilikulaufunum út í rétt áður en maturinn er borinn fram. Sjóðið nóg af vatni, bætið sjáv- arsalti og pasta út í þegar suðan er komin upp. Þegar pastað er tilbúið er vatninu hellt af og 2-3 matskeið- um af smjöri hent í pottinn. Hitið smjörið og bætið pastanu í. Bland- ið, og pastað er til. Þetta er best að gera rétt áður en sósan er tilbúin, því ferskt pasta þarf bara um fjór- ar mínútur til að verða „al dente“. Sperglinum er hent í sjóðandi vatn, sem hefur verið bragðbætt með smá sítrónu-ólífuolíu og sjávar- salti. Sjóðið í tíu mínútur, bræðið svo smjör á sama hátt og með past- að og veltið sperglinum upp úr því. Ef vill má rúlla sperglinum inn í prosciutto. Setjið pastað fyrst á diskinn, því næst sósuna, leggið spergilinn ofan á og skreytið með parmesan osti og nokkrum basilikulaufum. Voilá! Tagliatelle með kjúklingi í tómatsósu og dvergspergli (Fyrir 4) 3-4 kjúklingabringur 500 g eggjatagliatelle, ferskt 2 dósir af tómötum 1 kúrbítur 250 ml rjómi Tær kjúklingasúpa, t.d. Maggi Fersk basilika 250 g dvergspergill Nóg af smjöri Sjávarsalt Nýmalaður svartur pipar Ólífuolía Parmesanostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.