Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 97
Tengdaforeldrar mínir komu heim frá Vesturheimi á dögun-
um með þetta forláta og flúnku-
nýja eintak af tímaritinu Fólk (e.
People). Í tímaritinu voru kynntir
til sögunnar kynþokkafyllstu núlif-
andi karlmenn alheimsins. Mér til
nokkurrar ánægju er niðurstaða
Fólks sú að stjörnuleikarinn og
hjartaknúsarinn George Clooney
sé sá allra kynþokkafyllsti í heimi
hér í dag.
er sérlega ánægjuleg stað-
reynd fyrir mig persónulega því
George er heilum fjórum árum
eldri en ég. Það er því ekki bara að
hallærislegri ungmennadýrkuninni
sé gefið á baukinn með þessu vali
heldur er mér líka gefin smá von.
Eftir fjögur ár, hver veit, kannski
verð ég þá orðinn jafn kynþokka-
fullur og George Clooney. Fjögur ár
eru langur tími og allt getur gerst
ef ég einbeiti mér að því.
tönnlast oft á því að aldur
sé afstæður, að maður sé jafn gamall
og maður vill og að aldur sé bara
hugarástand. Þetta er hárrétt og það
er haugur af dæmum sem styðja
þetta. Samkvæmt manntalinu er
alþingismaðurinn Birkir J. Jónsson
til dæmis heilum 14 árum yngri en
ég. Mér hefur samt alltaf fundist
hann hljóta að vera miklu eldri.
Þegar hann talar finnst mér hann
alveg geta verið 65. Mér líður alla-
vega eins og ég sé orðinn 65 þegar
ég verð fyrir því óláni að heyra hann
og flesta aðra alþingis-, embættis-
og fjársýslumenn opna munninn.
ég var tuttugu og eins,
sem er sá aldur sem oft er haldið
fram að sé sá eftirsóknarverðasti,
hugsaði ég stundum um sjálfan
mig eftir tuttugu ár. Að þá hlyti ég
að vera farinn að hlusta á klassík,
spila golf og safna þjóðbúninga-
dúkkum, eins og Þursarnir sungu.
Ekkert af þessu hefur ræst, svo ég
tel mig enn nokkuð ferskan.
er ég ekkert svo þjakaður af
þeirri hörmulegu staðreynd að ég
á 26 ár eftir í opinberan eftirlauna-
aldur. Það er jafn langur tími og
aftur á bak til ársins 1980. Ég held
ég verði alveg jafn ungur í anda
þá. Svo trúi ég bara ekki öðru en
auglýsingarnar um fólkið sem
hleypur út úr túristarútu og leik-
fimitíma af því fólkinu datt sísvona
í hug að hætta að vinna séu byggð-
ar á staðreyndum. Að skyldulíf-
eyririnn og viðbótarlífeyrissparn-
aðurinn muni gera mig að
lúxusgamalmenni lifandi lúxuslífi
í lúxusheimi. Og það án framtíðar-
hryllingsins sem alltaf er verið að
segja okkur frá.
trúi því alveg jafn mikið og að
eftir fjögur ár verði ég orðinn jafn
kynþokkafullur og George Clooney.
Aldur
ADSL plús
Við förum hraðar
á lægra verði
Hraði
1 Mb/s
6 Mb/s
8 Mb/s
12 Mb/s
Gagnamagn
1 GB
2 GB
ótakmarkað
ótakmarkað
Verð
2.990 kr.
3.990 kr.
4.990 kr.
5.990 kr.
Hámark
6.480 kr.
7.480 kr.
4.990 kr.
5.990 kr.
Greitt er fyrir umframgagnamagn að verðþaki. Fylgstu með notkun þinni á www.vodafone.is.
Stofngjald 6000 kr. Ekkert stofngjald ef gerður er 12 mánaða samningur.
Komdu í næstu Vodafone verslun, smelltu þér á www.vodafone.is
eða hringdu í 1414 til að fá nánari upplýsingar.
Vodafone leitar sífellt leiða til að bæta þjónustu viðskiptavina sinna. ADSL plús er ný
leið til að fá meiri hraða og afkastagetu á netinu án þess að auka kostnað.Fíto
n
/
S
Í
A
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR
- félag laganema við Háskóla Íslands
mmtudaga
milli 19:30 - 22:00 í síma 551-1012