Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 64
nám, fróðleikur og vísindi Kennaraháskóli Íslands (KHÍ) hefur ákveðið að bjóða upp á kennsluréttindanám sem hefst í janúar 2007. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að hefja kennslu- réttindanám á þeim tíma ársins en hingað til hefur aðeins verið hægt að hefja nám að hausti. Að sögn Hróbjarts Árnasonar, lektors og forstöðumanns kennsluréttinda- brautar í KHÍ, er þetta gert vegna þess að það þurfti að vísa mörgum frá nú í haust sem vildu hefja nám á brautinni, en um þrjú hundruð manns sóttu um. Hróbjartur segir að þetta verði þó ekki tilhögunin til framtíðar, því einungis sé verið að reyna að svara þessari gríðarlegu eftirspurn í þetta eina sinn. „Það er fólk sem bíður eftir því að komast í kennsluréttindanám og við viljum koma til móts við þarfir þess.“ Hróbjartur segir að skólinn muni taka við rúmlega hundrað nemend- um sem geta hafið kennslu- réttindanám nú í janúar. Sigurður R. Ragnarsson er í kennsluréttindanáminu í KHÍ og býst við að klára í vor. Hann er afar ánægður með námið, en samfara því hefur hann unnið fullt starf við kennslu í Iðnskólanum í Reykja- vík. Hann býst við því að hækka umtalsvert í launum að náminu loknu. Aðspurður segir hann að það gangi að vera í fullu starfi samfara náminu en mælir þó ekki með því nema menn virkilega þurfi. Hægt er að nálgast umsóknar- eyðublöð fyrir kennsluréttinda- námið á heimasíðu skólans www. khi.is, en umsóknarfrestur rennur út 30. nóvember. Enn eru einhver pláss laus að sögn Hróbjarts. Hægt að hefja námið að vetri Fyrsti ljósmóðurdoktorinn á Íslandi Baldur Jónsson, prófessor emeritus, var að senda frá sér bókina Þjóð og tunga: Ritgerðir og ræður frá tímum sjálfstæðisbarátt- unnar. Í bókinni er að finna átján ritgerðir eftir sextán þjóðkunna menn frá tímum sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga – um 1840 til 1940 – um íslenska tungu og málrækt. Fyrsta ritgerðin í bókinni er eftir Konráð Gíslason Fjölnismann og heitir „Ágrip af ræðu áhrærandi íslenskuna“ en hún er fyrsta rit- gerðin sem birt var í blaði, eða tímariti, um íslenska tungu. „Ein ástæða þess er sú að dagblöð og tímarit voru ekki orðin algeng fyrr en um þetta leyti auk þess sem sjálfstæðisbarátta þjóðarinn- ar var nýhafin,“ segir Baldur en áhuginn á varðveislu og eflingu íslenskrar tungu magnaðist mjög á þessum árum þegar þjóðfrelsis- hugmyndir fóru um lönd Evrópu í kjölfar frönsku byltingarinnar. Baldur segir að ein afleiðing þess- ara hugmynda í mörgum löndum hafi verið aukin málrækt. Baldur skrifar upplýsandi inn- gang að bókinni þar sem hann rekur þróunina í íslenskri málpólitík frá miðöldum og fram á okkar daga og setur ritgerðirnar í sögulegt samhengi, auk þess sem hann segir lítillega frá þeim og höfundum þeirra. Í bókinni eru tvær ritgerðir eftir Konráð, en þar á eftir eru rit- smíðar eftir ýmsa þekkta Íslend- inga um margvísleg málefni sem snerta íslenska tungu svo sem eins og nýyrði, málfrelsi og ættarnöfn. Höfundar þessara ritgerða eru menn eins og Jón Sigurðsson, Guð- mundur Kamban, Guðmundur Finnbogason og Sigurður Nordal. Síðasta ritgerð bókarinnar er eftir Kristján Albertsson og er frá árinu 1939. „Eftir því sem ég hugs- aði meira um bókina þeim mun eðlilegra fannst mér að fara ekki fram fyrir stofnun lýðveldisins í efnisvali.“ Baldur segir að grein Kristjáns sé um margt söguleg. því meðal annars notar hann orðið „hreintungustefna“ í fyrsta sinn. „Auk þess vekur Kristján vekur máls á því í greininni að koma eigi á fót stofnun sem hefði svipað hlutverk og franska akademían, stofnun sem hefði eflingu og varð- veislu íslenskrar tungu að mark- miði. Það er beinn þráður frá þess- ari hugmynd Kristjáns að stofnun Íslenskrar málnefndar árið 1964 og Íslenskrar málstöðvar árið 1984,“ segir Baldur sem með bók- inni vill vekja athygli á því sem skrifað var um íslenska tungu á þessum baráttuárum þegar þjóðin barðist fyrir sjálfstæði sínu. Íslensk málrækt á 100 ára tímabili umbrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.