Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 46
Gler í Bergvík er heitur vinnu- staður og þangað er gott að koma inn úr kuldanum. Sú sem þar ræður ríkjum er Sigrún Einarsdóttir glerlistamaður. Sigrún situr við eldinn, beygir sig fram og blæs í langa pípu. Á hinum enda pípunnar er glas að verða til. „Pöntunin hljóðar upp á 240 glös en ætli ég þurfi ekki að blása svona 400 til að fá 200 í fyrsta flokk?“ segir hún. Reyndar situr Sigrún ekki í sætinu nema til hálfs þegar vel er að gáð. „Ég er búin að sitja svona hálfbogin á hægri rasskinninni í 24 ár!“ segir hún hlæjandi þegar haft er orð á erfiðri vinnustell- ingu. Verður svo alvarleg aftur. „Jú, þetta er óneitanlega svolítið þung vinna. Það þarf að lyfta öllu í ákveðna hæð en ég er með ansi sterkan skrokk og kem þar eigin- lega sjálfri mér á óvart.“ Heilsufarsumræðan leiðir í ljós að hún iðkar jóga daglega og ekki skortir kjarkinn því hún brá sér í fallhlífarstökk í sumar. „Ég varð að ögra sjálfri mér aðeins,“ segir hún brosandi. Sigrún rekur eina verkstæðið á Íslandi með brætt og blásið gler. Eiginmaðurinn Sören stóð við hlið hennar í yfir tuttugu ár en hann dó í hörmulegu slysi fyrir rúmum þremur árum. „Við hjónin keyrð- um þetta verkstæði af miklum krafti til 2003 og síðan hef ég haft aðkeypt vinnufólk þann tíma sem ég er með kveikt. En ég er ekki með kveikt allt árið lengur. Raf- magnið hækkaði með einu penna- striki um sextíu prósent fyrir nokkrum misserum og það var ekki heillavænlegt fyrir þessa starfsemi.“ Þótt engan bilbug sé á Sigrúnu að finna er hún geinilega farin að huga að arftaka sínum í gler- blæstrinum. Því hefur henni dottið í hug að setja upp námskeið. „Eftir að ég varð ein hefur tilveran breyst og ég er farin að átta mig á að allt tekur einhverntíma enda. Mig langar að glerblástur hverfi ekki úr landinu með mér og það væri gaman að geta kennt þetta í einhverju formi.“ Gler eftir Sigrúnu fæst meðal annars í Listasafni Íslands, Ála- fossi og Epal Designe í Leifsstöð. Fyrstu helgina í desember er svo jafnan opið hús í Bergvík. Þá selur Sigrún meðal annars það sem hún kallar útlitsgallaða vöru og ekki hefur fallið að hennar ströngu gæðakröfum. „Hingað kemur allt- af fjöldi fólks þessa helgi og það er alveg ótrúlega gaman,“ segir Sigrún glaðlega og er greinilega farin að hlakka til. Brætt og blásið í Bergvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.