Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 46

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 46
Gler í Bergvík er heitur vinnu- staður og þangað er gott að koma inn úr kuldanum. Sú sem þar ræður ríkjum er Sigrún Einarsdóttir glerlistamaður. Sigrún situr við eldinn, beygir sig fram og blæs í langa pípu. Á hinum enda pípunnar er glas að verða til. „Pöntunin hljóðar upp á 240 glös en ætli ég þurfi ekki að blása svona 400 til að fá 200 í fyrsta flokk?“ segir hún. Reyndar situr Sigrún ekki í sætinu nema til hálfs þegar vel er að gáð. „Ég er búin að sitja svona hálfbogin á hægri rasskinninni í 24 ár!“ segir hún hlæjandi þegar haft er orð á erfiðri vinnustell- ingu. Verður svo alvarleg aftur. „Jú, þetta er óneitanlega svolítið þung vinna. Það þarf að lyfta öllu í ákveðna hæð en ég er með ansi sterkan skrokk og kem þar eigin- lega sjálfri mér á óvart.“ Heilsufarsumræðan leiðir í ljós að hún iðkar jóga daglega og ekki skortir kjarkinn því hún brá sér í fallhlífarstökk í sumar. „Ég varð að ögra sjálfri mér aðeins,“ segir hún brosandi. Sigrún rekur eina verkstæðið á Íslandi með brætt og blásið gler. Eiginmaðurinn Sören stóð við hlið hennar í yfir tuttugu ár en hann dó í hörmulegu slysi fyrir rúmum þremur árum. „Við hjónin keyrð- um þetta verkstæði af miklum krafti til 2003 og síðan hef ég haft aðkeypt vinnufólk þann tíma sem ég er með kveikt. En ég er ekki með kveikt allt árið lengur. Raf- magnið hækkaði með einu penna- striki um sextíu prósent fyrir nokkrum misserum og það var ekki heillavænlegt fyrir þessa starfsemi.“ Þótt engan bilbug sé á Sigrúnu að finna er hún geinilega farin að huga að arftaka sínum í gler- blæstrinum. Því hefur henni dottið í hug að setja upp námskeið. „Eftir að ég varð ein hefur tilveran breyst og ég er farin að átta mig á að allt tekur einhverntíma enda. Mig langar að glerblástur hverfi ekki úr landinu með mér og það væri gaman að geta kennt þetta í einhverju formi.“ Gler eftir Sigrúnu fæst meðal annars í Listasafni Íslands, Ála- fossi og Epal Designe í Leifsstöð. Fyrstu helgina í desember er svo jafnan opið hús í Bergvík. Þá selur Sigrún meðal annars það sem hún kallar útlitsgallaða vöru og ekki hefur fallið að hennar ströngu gæðakröfum. „Hingað kemur allt- af fjöldi fólks þessa helgi og það er alveg ótrúlega gaman,“ segir Sigrún glaðlega og er greinilega farin að hlakka til. Brætt og blásið í Bergvík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.