Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 39
Í París eru nokkur hverfi sem skera sig frá öðrum þegar tískan er annars vegar. Með tímanum breytist þó borgin og heitustu hverfin sömuleiðis. Auðvitað standa Avenue Montaigne sem er dýrasta gata Parísar og Rue Faubourg Saint Honoré alltaf fyrir sínu og þangað fara allir sem hafa þörf á að losa sig við seðlabúnt í tískuhúsunum. En fleiri má nefna. Hinum megin við Faubourg St. Honoré er Rue Saint Honoré sem löngum hefur verið þekkt fyrir „straumabúðina“ Chez Colette þar sem meira að segja hafa verið seldar íslenskar silkislæður. Einnig liggur hún gegnum þekktar götur eins og Rue Cambon þar sem finna má fyrsta og stærsta tískuhús Chanel í Evrópu og Place Vendôme en á því torgi eru frægustu skartgripabúðir Parísar ásamt Ritz hótelinu. Verslanirnar hafa þó almennt ekki þótt áhugaverðar í götunni sjálfri. Þetta er þó að breytast og í haust hafa nokkrar tísku- verslanir komið sér fyrir við Rue Saint Honoré. Engin þeirra er þó frönsk heldur er þar um bandarískar og nokkrar ítalskar búðir að ræða. Ekki er svo langt síðan Hugo Boss opnaði stóra verslun á Champs- Elysée-breiðgötunni eins konar „megastore“ sem hefur fengið mjög góðar viðtökur síðan hún var opnuð fyrir tveimur árum. Nú heldur Hugo Boss áfram útþenslu sinni í París og opnaði í októberlok á Rue St. Honoré nýja og glæsilega verslun þar sem tafl innst í búðinni á heilum vegg er sérstaklega eftirtektarvert. Annar hönnuður kemur sömuleiðis frá Bandaríkjunum en það er Tommy Hilfiger sem hefur verið í mikilli markaðssókn hérna megin við Atlandshafið og blandar sér nú í samkeppnina hér í París en Tommy Hilfiger þykir einn sá sterkasti í hópi bandarískra hönnuða. Brooks Brothers er einnig bandarískt fyrirtæki þar sem seldur er fallegur fatnaður sem er fyrir herra það sem Prada er fyrir konur. Brooks Brothers er tveggja alda gamalt fyrirtæki en stofnandinn, Henry Sands Brooks, kom fyrir um tvö hundruð árum til Frakklands að kaupa efni til fataframleiðslu. Þó er það ekki fyrr en nú, 2006, að fyrsta búðin opnar hér í landi. Hún er reyndar nákvæm eftirlíking af musteri klassísismans, tískuhúsi Brooks Brothers á hinu fræga Madison Avenue í New York. Ekki má heldur gleyma ítölsku tískuhúsunum en Miu Miu opnaði í september í St. Honoré. Það er ódýrari lína Prada og dregur nafn sitt af gælunafni Miuccia Prada. Ermenegildo Zegna opnaði fyrir nokkr- um vikum svo eitthvað sé nefnt. Það er því þess virði að ganga upp frá Palais Royal-Louvre hverf- inu, upp alla Rue St. Honoré og halda svo áfram upp Faubourg St. Honoré allt út að Hótel Bristol. Endalaus tískuganga í paradís kaup- fíkla með öllu milli himins og jarðar. Í það minnsta tveggja daga vinna. Franskt tískufyrirtæki sneiddi fram hjá ungum og grönnum fyrir- sætum með því að fá mæðgur til að kynna fatalínuna. Þeir sem fletta erlendum tískublöðum hafa eflaust rekist á nýjustu auglýsingaherferð Comptoir des cotonniers, þar sem mæðgur eru í aðalhlutverki. Fyrirtækið, sem er með tískuverslanir í París, ákvað að notast venju- legar mæðgur til að kynna haust- og vetrarlínu sína. Á vefsíðu Comptoir des cotonniers var hægt að leggja inn umsókn og bárust þeim fjölmargar. Mægðurnar sem voru valdar voru á öllum aldri og af ólíkum kynþáttum. Bæði sýndu þær fötin á tískupöllunum auk þess sem teknar voru af þeim ljósmyndir en hér má sjá nokkrar þeirra. Móðir og dóttir VE TU R 0 6 | 07 M C P L A N E T A U S T U R H R A U N I 3 2 1 0 G A R ‹ A B Æ S Í M I 5 3 3 3 8 0 5 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.