Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 36
Eru foreldrar alvondir?” spyr Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
formaður Leikskólaráðs Reykja-
víkurborgar, í fyrirsögn greinar
sinnar í Fréttablaðinu 18. nóvem-
ber sl. Til að sýna fram á að svo
sé ekki bendir hún á tölur. En að
mínu mati snýst umræðuefnið
ekki fyrst og fremst um tölur,
heldur viðhorf. Til að skilja betur
hvað ég á við má skoða tiltölu-
lega nýliðin viðhorf til aðbúnað-
ar barna.
Ekki eru margir áratugir
síðan foreldrum var bannað að
heimsækja börn sín á meðan þau
dvöldu á sjúkrahúsi. Heimsóknir
foreldra voru taldar hafa mjög
truflandi áhrif á börnin. Þau
söknuðu foreldra sinna sárt og
létu það óspart í ljós. Börnin urðu
þar af leiðandi ómöguleg að eiga
við fyrir heilbrigðisstarfsfólkið.
Foreldrum þótti þetta vitaskuld
flestum óþægilegt, en létu þetta
yfir sig ganga, frekar en að skor-
ast á hólm við kerfið.
Þá voru einnig starfræktar
vöggustofur fyrir börn, sem ein-
hverra hluta vegna gátu ekki
notið uppeldis foreldra sinna.
Margar einstæðar mæður neydd-
ust til að nýta þessa þjónustu, til
að geta unnið sína vinnu og dreg-
ið fram lífið. Þá var því trúað að
ungabörn þyrftu fyrst og fremst
að vera södd og hrein og þurr á
bossanum til að líða vel. Foreldr-
um var eingöngu boðið upp á að
sjá börnin sín í gegnum gler, m.a.
til að komast hjá því að börnin
smituðust af umgangspestum.
Áhrif þessarar meðferðar rann-
sakaði Sigurjón Björnsson, einn
best menntaði barnasálfræðing-
ur landsins á þeim tíma. Hann
komst að því að börn sem ekki
nutu ástúðlegrar örvunar og
umhyggju eins og foreldrar
veita, mynduðu ekki eðlileg til-
finningatengsl síðar á lífsleið-
inni.
Á hverjum tíma eru ríkjandi
skoðanir um hvað sé börnum
fyrir bestu. Það er ekki rétt að
foreldrar séu vondir – og þaðan
af síður alvondir – þó að þeir
fljóti með straumnum og rísi
ekki gegn ríkjandi skipulagi.
Foreldrar reyna flestir að vera
góðir og margir eru frábærir. En
þeir geta á öllum tímum verið
illa uppfræddir og andvaralaus-
ir.
Foreldrar fá góða fræðslu á
meðgöngutímabilinu. Fræðsla í
tengslum við ungbarnaeftirlit er
með ágætum. En þegar kemur að
þroskasálfræði barnanna, er
engri fræðslu haldið að foreldr-
um.
Hugsanlega trúa því einhverj-
ir enn þann dag í dag að uppeldi
barna sé best komið hjá fagfólki,
en ekki hjá misvitrum foreldr-
um. En þeir fjölmörgu sem efast
um það, ættu að geta valið aðra
leið fyrir sig og sína. Margir for-
eldrar vita reyndar ekki í hvorn
fótinn þeir eiga að stíga þegar
kemur að þessum málum. Flestir
borga rúmlega 8 tíma á dag fyrir
leikskólaplássið – og þá er ein-
faldlega miðað við það sem eðli-
legt fyrirkomulag. Hér þyrfti að
fræða foreldra betur. Það sem
hentar 5 ára barni hentar ekki
endilega 2ja ára barni. Og enn
yngri börn þurfa meira á óskiptri
athygli fullorðinna að halda.
Við hjónin höfum verið þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að hafa börn-
in okkar í frábærum leikskóla
reknum af Reykjavíkurborg. Við
erum engir sérfræðingar í barna-
sálfræði eða uppeldisfræði og
hikum því ekki við að leita til
fagfólks um ráð varðandi vistun-
arúrræði og uppeldi. Eftir að
nýjasta barnið bættist við fjöl-
skylduna fórum við að huga að
dagvistun eftir að fæðingaror-
lofi lyki. Við ráðfærðum okkur
við nokkra leikskólakennara sem
höfðu reynst okkur vel. Við
spurðum hvort að við ættum að
setja telp-
una á ung-
barnadeild
um eins árs
aldurinn –
eða á
almenna
leikskóla-
deild þegar
hún næði
2ja ára
aldri.
Okkur var
hiklaust ráðlagt að bíða með vist-
un þar til barnið yrði 2ja ára, ef
við hefðum þess nokkurn kost.
Við ákváðum að endurskoða
áætlanir okkar – því skilaboðin
voru skýr, frá öllum sem við leit-
uðum til.
Auðvitað hafa ekki allir mögu-
leika á að bregðast við svona ráð-
leggingum, vinnan kallar og eng-
inn lifir á loftinu. En þarna þurfa
opinberir aðilar, með fulltingi
atvinnulífsins, að gefa fólki betri
valkosti, til dæmis möguleika á
lengra fæðingarorlofi, fyrir bæði
kynin. Í sömu aðgerð væri skyn-
samlegt að hvetja fólk til að nota
fæðingarorlofið í þágu barnanna.
Því miður eru til dæmi um for-
eldra sem misnota fæðingaror-
lofið og t.d. vinna ,,svart“, eða
reyna að lækka forgjöf sína í
golfi. Dæmi um aðra aðgerð sem
gæti komið til móts við börn,
væri ef vinnustaðir hjá hinu
opinbera gengju á undan með
góðu fordæmi og gæfu foreldr-
um ungra barna kost á styttri
vinnutíma.
Fæstir vilja afturför í jafn-
réttismálum, en öll getum við
sameinast um framför í umönn-
un ungra barna. Starf leikskól-
anna hefur stórbatnað á undan-
förnum árum. Nú orðið er
auðveldara að fá þar inni, sem er
mjög gott. Leikskólar kenna
börnum ákveðna félagsfærni,
sem börnin læra síður heima hjá
sér. En innan fjölskyldunnar lær-
ist líka ýmislegt, sem ekki verð-
ur kennt á stofnun. Það þarf að
hvetja foreldra til að vera sér
meðvitaðir um mikilvægi þess
sem lærist innan fjölskyldunnar.
Því foreldrar eru bestir – fyrir
börnin.
Höfundur er móðir og
dagskrárgerðarmaður.
Foreldrar eru bestir
Samkeppni er af hinu góða, í flestum tilfellum tryggir hún
viðskiptavinum betra verð og
aukin gæði þar sem hún, eðli máls-
ins samkvæmt, leiðir til frekari
árangurs í harðri baráttu fyrir-
tækja við að laða til sín viðskipti.
Til þess að afrakstur samkeppn-
innar virki sem skyldi verður að
gæta þess að jafnræði ríki á mark-
aðinum og allir aðilar hafi jöfn
tækifæri. Menntun er einn af
hornsteinum samfélagsins, það er
því hagur allra að virk samkeppni
sé til staðar í menntakerfinu til
þess að hámarka gæði náms.
Í dag eru háskólar á Íslandi
reknir bæði af ríki og einkaaðil-
um. Töluverð mismunun á sér stað
þegar kemur að rekstri þessara
stofnana. Ríkisreknu háskólarnir
fá endurgreiddan virðisaukaskatt
af framkvæmdum meðan þeir
einkareknu fá það ekki.
Gefur það auga leið að þetta
skekkir samkeppnisstöðuna svo
um munar.
Ríkisreknu háskólarnir geta
m.a. komið sér upp aðstöðu fyrir
mun minni kostnað heldur en
einkaaðilar. Til eru fordæmi um
að einkarekin hjúkrunarheimili
fái endur-
greiddan
virðisauka-
skatt af
fram-
kvæmdum
og því fátt
til fyrir-
stöðu að
það for-
dæmi verði
nýtt til að
jafna
samkeppnis-
stöðuna í menntamálum sem, eins
og hjúkrunarheimilin, teljast til
,,hálf opinberra fyrirtækja“.
Það er hagur okkar allra að
gæði menntunar sé eins góð og völ
er á hverju sinni, enda er menntun
undirstaða hagvaxtar og aukinna
lífskjara í þjóðfélaginu. Því ætti
að vera kappsmál fyrir stjórnvöld
hverju sinni að sjá til þess að sam-
keppni í menntamálum sé heil-
brigð, gætt sé jafnræðis og að
allar menntastofnanir sitji við
sama borð. Ætli ríkið sér að vera í
samkeppni við einkaaðila, ber því
að sjá til þess að sú samkeppni sé
byggð á jafnréttisgrundvelli, enda
er annað tímaskekkja og til þess
fallið að draga almennt úr sam-
keppni og gæði náms.
Því hvet ég eindregið þingmenn
okkar sjálfstæðismanna til þess
að taka þetta mál upp á Alþingi og
standa undir nafni sem sannir boð-
berar frelsis og sjálfstæðisstefn-
unnar í heild sinni.
Höfundur er formaður Miðgarðs,
félags sjálfstæðismanna á
Bifröst.
Jöfnum stöðu
íslenskra háskóla
En þarna þurfa opinberir aðil-
ar, með fulltingi atvinnulífsins,
að gefa fólki betri valkosti, til
dæmis möguleika á lengra
fæðingarorlofi, fyrir bæði
kynin. Í sömu aðgerð væri
skynsamlegt að hvetja fólk til
að nota fæðingarorlofið í þágu
barnanna.
Ég er á fullu í próf-kjöri. Tel það skyldu
mína auk þess sem það
er bráðskemmtilegt.
Það virðist þó vera hálf-
gert „tabú“ að hafa
gaman af þessu standi
og helst á baráttan að
byggjast á þurrpumpu-
legum upptalningum á
afreksverkum og göfugum fyrir-
ætlunum. Ég er auðvitað ekkert
betri en aðrir en ég hef þó tak-
markað mig við það að ég ætla að
sinna „hörðu“ málunum. Úrlausn-
um mála er knýja áfram þjóðfé-
lagið og bera uppi „mjúku“ málin.
Hinir sextíu og tveir geta þá sinnt
„mjúku“ málunum af fullum
þunga.
„Hörðu“ málin eru þau mál er
snúa að erfiðum ákvörðunum,
snúa að samgöngum, stóriðju,
stórvirkjunum. Snúa að aðgengi
fólks að sínu eigin landi, að
umhverfi og skipulagi. Sjálfsagt
tryllast þeir sem alltaf hafa gert
út á það „að gera allt fyrir alla“ og
verið jafnframt á móti öllu, vegna
þessara ummæla minna. Þá er þó
til einhvers af stað farið.
Einhver prófkjörshúmoristi
kom með það innlegg að eðlilegt
og sjálfsagt væri að selja nýkeypta
Landsvirkjun. Það er firra. Það
fyrirtæki er nú loks laust úr her-
kví óeðlilegrar eignaraðildar og
kemur auðvitað ekki til mála að
selja það. Nú loks getur fyrirtæk-
ið tekið sjálfstæðar ákvarðanir,
starfað eðlilega, aukið verðmæti.
Það má reyndar skoða sölu á
Landsvirkjun þegar prófkjörhúm-
öristinn getur alls stað-
ar náð í mig í farsíma á
ferð minni um kjör-
dæmi mitt. Það getur
hann ekki nú. Sala Sím-
ans hefur einmitt leitt
til ömurlegrar þjónustu
við viðskiptavini þess
fyrirtækis og verum
minnug þess að einokun
er ekkert betri þó hún
sé einkarekin fremur
en ríkisrekin.
Mikið er rætt um
kynjaskiptingu á listum stjórn-
málaflokka og er nú svo komið að
ég hef æft mig í því að pissa sitj-
andi þar sem það ætti að vera lík-
legt til lukku í prófkjörum. Og ég
get vottað að þetta er miklu snið-
ugri aðferð, snyrtilegri en þó ekki
eins umhverfisvæn og vissulega
seinlegri. Stjórnmál ættu í eðli
sínu að vera kynlaus og er miður
að fólki sé mismunað vegna kyn-
ferðis. Ég get því með góðri sam-
visku hvatt konur til að styðja
mig. Ég hef upplifað þennan
reynsluheim.
Að lokum, prófkjör Sjálfstæð-
isflokksins í Norðausturkjördæmi
fer fram laugardaginn 25. nóvem-
ber. Ég sækist eftir þingsæti.
Höfundur er er tannlæknir á
Húsavík og tekur þátt í prófkjöri.
Um málin mjúk og
hörð í prófkjöri
Ríkisreknu háskólarnir fá
endurgreiddan virðisaukaskatt
af framkvæmdum meðan þeir
einkareknu fá það ekki.
Sala Símans hefur einmitt leitt
til ömurlegrar þjónustu við
viðskiptavini þess fyrirtækis og
verum minnug þess að einokun
er ekkert betri þó hún sé einka-
rekin fremur en ríkisrekin.