Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 86
Þurfum að fá fullt hús af áhorfendum Cleveland Cavaliers er með besta vinningshlutfallið af þeim liðum sem leika á austurströnd Bandaríkjanna í NBA-deildinni í körfubolta. Í fyrrinótt vann Cleve- land nauman heimasigur á Memp- his Grizzlies, 97-94, þar sem Damon Jones var hetja liðsins. Jones skoraði ellefu af sautján stigum Cleveland í síðasta leik- hlutanum og þar af skoraði hann úr tveimur vítaskotum á lokasek- úndum leiksins og tryggði þar með sigur Cleveland í leiknum, en liðið hafði á tímabili 20 stiga for- skot í síðari hálfleiknum. Alls skoraði Jones 21 stig en Cleveland hefur nú unnið átta leiki og tapað þremur það sem af er leiktíðinni. Drew Gooden var þó stigahæst- ur í liði Cleveland með 22 stig en auk þess tók hann 15 fráköst í leiknum og þá skoraði LeBron James 15 stig í leiknum. Peja Stojakovic skoraði 23 stig þegar New Orleans Hornets lagði meistarana í Miami Heat, 101-86. Miami Heat hefur farið illa af stað og aðeins unnið fjóra af tíu fyrstu leikjum tímabilsins. Ekki bætir úr skák að Shaquille O‘Neal verður frá keppni næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla en á sunnudaginn fór hann í aðgerð vegna hné- meiðsla. Los Angeles Lakers lögðu nágranna sína í Los Angeles Clipp- ers að velli í fyrrinótt, 105-101, þar sem Kobe Bryant skoraði 40 stig, þar af tíu á síðustu sex mínút- um leiksins. Bæði liðin hafa unnið átta leiki og tapað þremur á þess- ari leiktíð. Dallas átti ekki í neinum vand- ræðum með að vinna Washington Wizards, 107-80. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst en þetta var sjö- undi sigur Dallas í röð. Þá lagði Detroit Philadelphia að velli, 97-87, á heimavelli Phila- delphia, Denver bar sigurorð af Chicago, 113-109, og Indiana vann Milwaukee, 93-88. Cleveland efst á austurströndinni Í gær var dregið í átta liða úrslit í SS-bikar karla og kvenna í handbolta. Stærsti leikur átta liða úrslita hjá konunum er tvímælalaust leikur Hauka og Stjörnunnar sem fram fer á Ásvöllum í Hafnarfirði en hjá körlunum er stærsti leikurinn milli Akureyrar og Fram á Akureyri. Það er aðeins einn annar leikur milli úrvalsdeildarliða hjá konunum en það er leikur Vals og FH. Leikur Akureyrar og Fram hjá körlunum er hins vegar eini leikurinn milli úrvalsdeildarliða í átta liða úrslitum en hins vegar verður áhugavert að fylgjast með leik Hafnarfjarðarliðanna FH og Hauka. Haukar mæta Stjörnunni Enska götublaðið The Sun hefur fjallað um yfirtöku Íslendinganna á West Ham og um Eggert Magnússon í heldur skop- legu ljósi. Fyrir næsta leik West Ham ætlar blaðið að þýða stuðn- ingsmannalag West Ham á íslensku svo að áhorfendur á pöll- unum geti sungið fyrir Eggert auk þess sem blaðið vill gefa lesend- um sínum kex. Eggert var um tíma eigandi kexverksmiðjunnar Frón og er þekktur í Bretlandi sem kexbar- óninn. The Sun vill gefa lesendum sínum kex Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur komist að samkomulagi við Valsmenn um nýjan tveggja ára samning, en Guðbjörg hefur staðið í marki félagsins undanfar- in ár og er einn besti markvörður landsins. Guðbjörg, sem er 21 árs gömul, hefur spilað 67 leiki með Val auk þess að hafa spilað alls 33 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Guðbjörg á einnig þrjá A- landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Guðbjörg framlengir Davið Þór Viðarsson, mið- vallarleikmaðurinn sterki hjá Íslandsmeisturum FH, mun á næstu dögum skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Núverandi samningur hans á að renna út í lok næsta árs. „Það er í raun allt klappað og klárt. Við höfum átt í viðræðum undanfarið og samningurinn hefur verið að fara fram og til baka á milli okkar. En það á bara eftir að skrifa undir og þarf eitthvað mikið að gerast ef ekki á að verða af því,“ sagði Davíð. „Það er ágætt að þessu máli sé lokið og gott að vita hvað ég er með í höndunum.“ Hann meiddist í leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar og missti af þeim sökum af síðari hluta tímabilsins. Hann meiddist á hásin á vinstri fæti þegar hann lenti illa eftir að hafa hoppað upp í skallaeinvígi. Hann er þó óðum að jafna sig. „Ég get byrjað að skokka í næsta mánuði og ætti að geta byrjað að spila aftur í febrúar eða mars. Ég var búinn að vera slæmur í hásininni og beið raunar eftir því að eitt- hvað þessu líkt myndi gerast. Það getur stundum verið erfitt að stoppa sjálfan sig af.“ Davíð Þór býst við spennandi tímabili næsta sumar og á von á að þeir yfirburðir sem FH hefur verið með í deildinni undanfarin tvö ár verði ekki nú. „Maður býst reyndar aldrei við þessum yfir- burðum og ég neita því ekki að það er skemmtilegt að vera með tíu stiga forystu þegar mótið er hálfn- að. En það er líka gaman að hafa smá spennu í þessu og ég held að það sé einnig skemmtilegra fyrir hinn almenna fótboltaáhuga- mann.“ Hann segir þó að FH-ingar verði með sterkara lið næsta sumar en á liðnu tímabili. „Við förum auðvitað í hvern leik til að vinna hann og við ætlum okkur að halta bikarnum í Hafnarfirði. En KR og Valur hafa einnig styrkt sig mikið gera lífið erfiðara fyrir okkur.“ Davíð Þór Viðarsson mun í vikunni skrifa undir nýjan samning við Íslands- meistara FH sem bindur hann við félagið næstu þrjú árin. Núverandi samning- ur hans rennur út eftir rúmt ár en hann er óðum að jafna sig eftir meiðsli. Í gær var það gefið upp að áfrýjunardómstóll ÍSÍ ætlar sér að fjalla um kæru Þórs vegna leiks Þórs/KA gegn ÍR sem lögð var fram í september. Áfrýjunar- dómstóll ÍSÍ mun taka málið fyrir 30. nóvember nk. Málið snýst um það að Hólmfríður Magnúsdóttir lék í marki ÍR í leiknum en hún hafði áður leikið með KR og Fjölni á þessu ári, en reglur segja til um að leikmaður megi eingöngu spila með tveimur liðum á hverju ári. Upphaflega var Þór/KA dæmdur sigur í leiknum en síðar komst dómstóll KSÍ að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skyldu standa, en ÍR vann leikinn. Mál Þórs/KA og ÍR tekið fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.