Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 2
Ertu ekki löglegur, Jón? Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Litháískur karlmaður á fertugsaldri, Egidijus Narvidas, hefur verið ákærður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkni- efnabrot, þegar hann reyndi að flytja hingað til lands tæplega 4,5 kíló af amfetamíni í ágúst. Maðurinn flutti efnið falið bak- við og undir mælaborði bifreiðar af Audi-gerð, sem hann flutti með far- þegaferjunni Norrænu. Tollverðir fundu efnið við leit í bifreiðinni við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Narvidas var í félagi við annan Litháa, sem reyndi að smygla álíka miklu magni af amfetamíni í ann- arri bifreið í sömu ferð með Nor- rænu. Sá var einnig tekinn. Narvidas er einnig ákærður fyrir að hafa ekið sömu bifreið og hann reyndi að smygla amfetam- íninu í, réttindalaus og undir áhrif- um áfengis um Strandbakka á Seyðisfirði. Ákæruvaldið krefst þess að Narvidas verði dæmdur til refs- ingar og til sviptingar ökuréttar. Jafnframt að bifreiðin sem notuð var við smygltilraunina verði gerð upptæk. Reyndi að smygla 4,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu Halldór Ásgrímsson var ráðinn í starf framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar vegna hæfni sinnar, reynslu og framtíðarsýnar á nor- rænt samstarf. Jónína Bjartmarz, ráðherra norrænna samstarfs- mála, greindi frá ráðningarferlinu á Alþingi í gær þegar hún svaraði fyrirspurn Magnúsar Þórs Haf- steinssonar, Frjálslynda flokknum, um málið. Magnús vildi vita hvernig staðið var að kjörinu og upplýsti um leið að sér virtist sem ýmsir hefðu verið að „bralla allnokkuð í reykfylltum bakherbergjum, verið að plotta, eins og sagt er á fínu máli“. Jónína hafnaði bollaleggingum Magnúsar um bak- tjaldamakk og kvað Geir H. Haarde hafa farið þess á leit við Halldór að hann gæfi kost á sér í starfið. Féllst Halldór á þá umleitan og í framhaldinu greindi Geir norrænum kollegum sínum frá áhuga Íslands á starfinu. Eftir að Finnar höfðu einnig tilnefnt mann komu samstarfsráðherrarnir sér saman um að ákvörðun skyldi byggjast á hæfni og reynslu umsækjenda. Voru frambjóðendurnir kallaðir til viðtala og rukkað- ir um framtíðarsýn þeirra á norrænt samstarf. Eftir þau viðtöl var ákveðið að ganga til samninga við Hall- dór. Hæfni, reynsla og framtíðar- sýn réðu ráðningu Halldórs Fimmtán verkamenn voru í gær lokaðir inni á eins kílómetra dýpi í kolanámu í Slésíu í Suðvestur-Póllandi, eftir að gassprenging varð í námunni í fyrradag með þeim afleiðingum að átta menn fórust. Björgunar- sveit sem send var niður í námuna varð að hörfa frá vegna hættunnar á frekari gasspreng- ingum. Tekist hafði að ná líkum sex hinna látnu upp úr námunni áður en gera varð hlé á björgun- arstarfi vegna hættunnar á nýrri gassprengingu. Átta látnir og fimmtán saknað Skammbyssan, sem kafarar á vegum dagblaðsins Expressen fundu í stöðuvatni í Mið-Svíþjóð í byrjun vikunnar, hefur sennilega legið þar óhreyfð síðan pósthússrán var framið í bænum Mockfjärd árið 1983. Engu að síður hefur Palme- rannsóknarnefndin áhuga á vopninu, þar sem byssukúlurnar sem hleypt var af í Mockfjärd- ráninu og er Palme var skotinn í lok febrúar 1986, voru alveg eins. Er talið að kúlunum hafi verið stolið ásamt Smith & Wesson- byssu úr sumarbústað í N-Svíþjóð snemma hausts 1983. Sennilega varp- að í vatnið 1983 Biðlistar eftir gerviliðaaðgerðum hafa lengst jafnt og þétt að undanförnu. Minnst 650 einstaklingar bíða eftir slíkri aðgerð á Landspítalanum, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og sjúkrahúsinu á Akranesi. Biðin er lengst á Landspítalanum, eða um eitt ár, en þar bíða um 500 einstaklingar eftir aðgerð. Ástæða lengri biðlista er skortur á fjár- magni frá heilbrigðisyfirvöldum og sýnt að þeir muni lengjast á næsta ári nema til komi sértækar aðgerðir. Líðan fólks sem bíður eftir gerviliðaaðgerð er afar slæm vegna stöðugra verkja. Ingvi Ólafsson, yfirlæknir á bæklunarskurðdeild LSH, segir að á síðustu sex mánuðum hafi ein- staklingum á biðlistanum eftir gerviliðaaðgerðum á LSH fjölgað um tuttugu prósent og ástandið sé í raun hræðilegt. „Ábendingin vegna gerviliðaaðgerðar er slit með verkjum. Biðlistasjúklingar eru því allir með verki og oft á tíðum svo slæma að þeir koma í veg fyrir að fólk geti sofið. Maður sér það í nokkuð vaxandi mæli að verkir eru orðnir það miklir að fólk kemur á slysadeild og aðstand- endur hreinlega neita að taka við- komandi heim aftur.“ Ingvi segir það í raun hræðilegt að geta ekki fjölgað aðgerðum. „Við stöndum hérna með allt til alls, tæki og kunnáttu, en getum ekkert gert.“ Þorvaldur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á FSA, tekur undir orð Ingva og segir ástandið mjög alvarlegt. „Við höfum þurft að draga úr aðgerð- um af því við höfum ekki fengið fé til biðlistaaðgerða. Þess vegna hafa biðlistar lengst sem er algjör- lega óviðunandi. Það er fátt verra en að segja við sjúkling að hann þurfi að bíða í marga mánuði eftir aðgerð.“ Þorvaldur segir málið einfalt. Fjármagn verði að koma frá heilbrigðisyfirvöldum til að eyða þessum biðlistum. „Ég hef oft sagt að þetta séu gleymdu sjúk- lingarnir, aldrað fólk sem lætur ekki mikið í sér heyra vegna veik- inda sem þessara,“ segir Þorvald- ur. Þórir Bergmannsson, forstjóri lækninga, segir að á sjúkrahúsinu á Akranesi séu um 90 einstakling- ar á biðlista. Bið þessara sjúklinga er átta til níu mánuðir. „Við gerum 120 aðgerðir á ári en þurfum að skera það verulega niður á næsta ári vegna skertra fjárveitinga. Það er ljóst að biðlistar munu lengjast nema aukaframlög vegna biðlistaaðgerða verði hækkuð.“ Allir sem bíða eftir gervilið þjást mikið Biðlistar eftir gerviliðaaðgerð lengjast jafnt og þétt. Líðan þeirra 700 einstakl- inga sem nú bíða er mjög slæm vegna stöðugra verkja. Bæklunarsérfræðingar segja ástandið hræðilegt og kalla eftir fjármagni frá heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt breyting- artillögu meirihluta fjárlaga- nefndar við fjárlagafrumvarpið, sem lögð var fram á Alþingi í gær, er gert ráð fyrir ríkisútgjöldin á næsta ári verði um 9,5 milljörðum króna hærri en gert er ráð fyrir. Samkvæmt tillögunni hækka tekj- ur ríkissjóðs um rúma þrjá millj- arða. Verður tekjuafgangur ríkis- sjóðs um níu milljarðar króna í stað 15,5 milljarða eins og áætlað var 1. október síðastliðinn. Mest munar um aukin vaxta- gjöld ríkissjóðs um 4,7 milljarða. Fjárframlög til menntamálaráðu- neytisins hækka um 1,7 milljarða, 1,5 milljarðar fara til heilbrigðis- ráðuneytisins. Hækkunin er minni til annarra ráðuneyta. Tíu milljarðar í aukin útgjöld Það er fátt verra en að segja við sjúkling að hann þurfi að bíða í marga mán- uði eftir aðgerð. Breska dagblaðið Evening Standard tileinkaði íslensku innrásinni í breskt fjármála- og menningarlíf heila opnu í blaði sínu í gær. Blaðið furðar sig á öllum þeim eftirtektarverðu kaupum og yfirtökum sem íslenskir viðskiptamenn hafa fram- kvæmt á síðustu misserum þar sem þeir hafi í fyrstu virst vera að færast of mikið í fang. En umfjöllunin einskorðast ekki við fjármálageirann. Með greininni fylgir einnig hálfsíðu mynd af stúlknaflokknum Nylon auk þess sem þar er minnst á Björk, Stafrænan Hákon, Sigur- rós, Emilíönu Torrini, íslenska knattspyrnumenn sem spila þar í landi og Ólaf Elíasson svo að fáeinir séu nefndir. Furða sig á mætti Íslands „Telur þú þá þessa tölu, sem nefnd er í mati sem þú gerðir að umtalsefni, það er 37 milljónir króna vegna útboðsins 1996, gefa vísbendingu um hugsanlegan ávinning af samráðinu?“ spurði Skúli Magnússon héraðsdómari Gísla Baldur Garðarsson, lögmann Olís, er hann gerði matsskýrslu að umtalsefni í málflutningi sínum. Gísli Baldur vildi leggja matsskýrsluna fram sem hluta af gögnum málsins en lögmenn Kers og Skeljungs voru því algjörlega ósammála. Aðalmeðferð í máli Reykjavík- urborgar á hendur olíufélögunum fór fram í gær. Reykjavíkurborg gerir kröfu um skaðabætur upp á tæplega 160 milljónir króna vegna samráðs í tengslum við útboð árið 1996. Lögmenn olíufélaganna sögðu engar sannanir fyrir ávinningi af samráði. Lögmenn olíufé- laga ósammála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.