Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 76
Elvis mesta hjartaknúsarahetja allra tíma Ítölsk kvikmyndahátíð hófst í Háskólabíói í gær með sýningu myndarinnar Il cuore altrove, Með hjartað á öðrum stað, eftir leik- stjórann Pupi Avati. Lítið hefur farið fyrir ítölskum myndum í kvikmyndahúsum á Íslandi á undanförnum árum þannig að hátíðin er hvalreki fyrir þá sem hafa áhuga á því sem ítalskt kvik- myndagerðarfólk er að fást við. Hátíðin stendur til 3. desember og á þeim tíma verða alls tíu mynd- ir sýndar. Fimm þeirra eru úr smiðju Avatis sem er í hópi þekkt- ustu leikstjóra Ítalíu. Með hjartað á öðrum stað er frá árinu 2002 og er nýjasta mynd Avatis sem sýnd er á hátíðinni. Aðrar myndir Avat- is á hátíðinni eru Hefnd hinna dauðu, Húsið með hlæjandi glugga, Útskriftarveislan og Strákar og stelpur. Hinar myndirnar fimm á hátíð- inni eru eftir unga og upprennandi leikstjóra sem hafa getið sér gott orð í heimalandinu á síðustu árum. Þetta eru myndirnar Honum er ofaukið, eftir Paolo Sorrentino, Frá einum upp í tíu, eftir Luciano Ligabue, Gerið eins og við, eftir Francesco Apolloni, Kraftaverkið, eftir Edoardo Winspeare og Staður sálarinnar eftir Riccardo Milani. Að jafnaði verða sýndar tvær til þrjár myndir á dag á meðan hátíðin stendur yfir. Ítölsk veisla í Háskólabíói Bandaríski leikstjórinn Robert Altman lést á mánu- daginn og er flestum sem unnið hafa með honum og fjölmörgum aðdáendum harmdauði enda er með honum genginn einn frum- legasti og áhrifamesti leik- stjóri nýliðinnar aldar. Altman var 81 árs þegar hann lést af völdum krabbameins hinn 20. nóvember. Meinið hafði þjakað hann síðustu 18 mánuði en á því tímabili gerði hann sína síðustu mynd, A Prairie Home Companion. Þrátt fyrir veikindin kom andlát hans öllum í opna skjöldu enda var hann þegar byrjaður að leggja drög að sinni næstu mynd og hugðist hefja tökur í febrúar á næsta ári. Altman gerði sína fyrstu mynd í fullri lengd, The Delinquents, árið 1957 og gerði rúmlega þrjátíu bíó- myndir, auk sjónvarpsþátta og aug- lýsinga, á löngum ferli sínum. Hann gegndi herþjónustu í bandaríska flughernum í seinni heimsstyrjöldinni en þegar hann hætti í hernum varð hann heltek- inn af kvikmyndum og fluttist til Hollywood þar sem hann haslaði sér völl meðal annars sem hand- ritshöfundur. Altman er margverðlaunaður og á að baki eðalmyndir á borð við M- A-S-H, Nashville, The Player og Short Cuts. Hann er einn þeirra leikstjóra sem hafði efni á því að vera mistækur og óhætt er að segja að honum hafi brugðist bogalistin af og til. Hann var líka óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og flakkaði hiklaust á milli kvikmyndagreina. Hann sneri upp á vestrana í McCabe og Mrs. Mill- er, bófamelódramað með Thieves Like Us og harðsoðnu spæjara- hefðina með The Long Goodbye sem byggðist á samnefndri skáld- sögu Raymonds Chandler. Þá snaraði hann leikritum eins og Fool For Love, eftir Sam Shep- ard, og The Room eftir Pinter yfir á hvíta tjaldið og gerði mynd um Stjána bláa með Robin Williams í titilhlutverkinu. Altman var gjarn á að gefa leikur- um sínum lausan tauminn og gerði óspart út á spuna þeirra í ýmsum verkum sínum og er sannkallaður leikstjóri leikaranna. Hann hefur haft mikil áhrif á fjölda kvik- myndagerðarfólks og þar eru Íslendingar engin undantekning. „Ég er undir miklum áhrifum frá Altman, eins og svo margir,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri Barna. „Hann er einn af þessum stóru leikstjórum sem hafði gríðarleg áhrif í áratugi. Myndir hans eru fyrst og fremst um fólk og snúast gjarnan um margar persónur, enda kaótíkin eitt af hans höfundarein- kennum. Hann treysti aldrei á brellur, heldur fyrst og fremst góða persónusköpun.“ Áhugi Altmans á spuna og hinu óvænta er meðal þess sem höfðar til Ragnars. „Hann var ótrúlega naskur að draga fram það besta úr leikurum, lagði áherslu á spuna og gaf þeim mikið frjálsræði. Enda kepptust þeir um hlutverk í mynd- um hans, þótt hann væri í rauninni utangarðsmaður í Hollywood, og flestir sem léku fyrir hann lýsa því sem hápunkti ferils síns.“ „Altman var – eins og flestum – mislagðar hendur en er merkileg- ur fyrir þær sakir að ferill hans var geysilangur og allt til loka komu fram meistarastykki með reglulegu millibili,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að finna neitt sérstakt tímabil á ferli hans þar sem hann var bestur, þetta kom jafnt og þétt. Sjálfur hef ég alltaf haldið mikið upp á Nashville og M- A-S-H er auðvitað klassísk, en ef ég ætti að nefna eina mynd myndi ég segja að Short Cuts væri hans meistaraverk. Að minnsta kosti er það sú mynd Altmans sem hefur haft mest áhrif á mig. Hún byggist líka á sögum Raymonds Carver, sem er séní í persónusköpun og að draga fram litlu hlutina í lífinu. En ég horfi reglulega á myndir Alt- mans og finnst hann alltaf jafn skemmtilegur.“ Fjöldi leikara, ekki síst þeir sem unnið hafa með Altman í gegnum tíðina, hafa kvatt leikstjórann með fögrum orðum en þar á meðal eru Tim Robbins, Meryl Streep, Bob Balaban, Richard Gere, Kenneth Branagh og John C. Reilly. Reilly lék í svanasöng Altmans, A Prarie Home Companion, og hann fór lofsamlegum orðum um hann í viðtali við Fréttablaðið í vor: „Hann er frábær. Mér fannst ég ekki geta gert mistök alveg sama á hverju gekk vegna þess að Robert er alltaf að leita að mistök- um. Hann er að sækjast eftir því óvænta og leggur mikið upp úr spuna. Hann leyfði okkur að fara langt út fyrir handritið.“ Reilly kvaddi Altman með þess- um orðum í gær: „Mikilmenni hefur gengið af sviðinu. Fengi hann einhverju ráðið er ég viss um að hann vildi að ræðurnar um hann yrðu stuttar og hnitmiðaðar. Á þeim allt of stutta tíma sem ég þekkti hann virtist líf hans aðeins snúast um tvennt, að segja hlutina hreint út og að skemmta sér. Við eigum öll margt ólifað ef við ætlum okkur að fara að dæmi hans.“ Þegar maður horfir yfir þann gellufans sem stelur allri athygli í Hollywood og leggur undir sig slúðurdálka bæði heimspressunnar og íslenskra dagblaða getur maður ekki annað en horft með söknuði til þeirra tíma þegar leikkonur höfðu klassa og persónulegan stíl. Rita Hayworth, Audrey Hepburn, Grace Kelly, Ingrid Bergman, Sophia Loren, Lauren Bacall, Bette Davis, Brigitte Bardot, Greta Garbo og jafnvel Marilyn Monroe höfðu eitthvað við sig. Einhvern óræðan og seiðandi stíl og hafa allar, hver á sinn hátt, orðið ógleyman- legar og ódauðlegar. Þær eru með öðrum orðum klassískar. Það fer ekki mikið fyrir fágun og stíl í því innantóma freyðibaði sem sviðsljósið er í dag. Hvorki hjá körlum né konum og ekkert í fari Pamelu Anderson, Hillary Duff, Önnu Nicole Smith, Lindsay Lohan, Parisar Hilton og jafnvel sjálfrar Angelinu Jolie bendir til þess að minning þeirra muni lifa um ókomna tíð. Þær eiga ekkert í þær heiðurskonur sem lýstu hvíta tjaldið upp þó þær væru í svart/hvítu á árum áður enda vantar þessar konur allan klassa. Kvikmyndastjörnur hafa alla tíð látið öllum illum látum og hneyksl- ismál eru ekki ný af nálinni í heimi þeirra en það var eitthvað ekta við bramboltið í gömlu stjörnunum. Ef til vill felst skýringin í því að fólk varð fullorðið fyrr á árum áður. Bacall var til dæmis fullsköpuð stjarna 19 ára gömul og var laus við stælana sem einkenna Lohan og Hilton. Bægslagangurinn í þessum plássfreku skvettum gerir það að verkum að manni finnst stundum eins og klassakonan sé horfin á braut en þegar froðunni er skolað burt þá leynast þær þarna auðvitað. Cate Blanchett, Monica Bellucci, Kate Winslet og Audrey Tautou eru sem betur fer á réttu og markvissu róli á toppinn. Þær eru alvöru leikkonur sem munu fyrst og fremst í krafti raunverulegra hæfileika fylla flokk gömlu stjarnanna þó það skemmi auðvitað ekki fyrir að þær hafa allar sinn sérstaka klassa. Það er þó auðvitað umhugsunarefni að allar eru þær evrópskar. Þær voru það vissulega líka margar hverjar í gamla daga en ný Bacall, Hayworth eða Kelly virðast síður en svo í sjónmáli í höfuðvígi bíóbransans. Hvar er klassinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.