Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 26
Mikil spenna ríkir meðal
sjálfstæðismanna í Norð-
austurkjördæmi vegna
prófkjörsins sem fram fer
um helgina. Svör frambjóð-
enda í prófkjörinu við tíu
spurningum gefa vísbend-
ingu um pólitíska sýn en
draga einnig fram skýran
mun í mikilvægum málum.
Meirihluti frambjóðenda í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjör-
dæmi segist ekki myndu beita sér
fyrir lækkun á lífeyriskjörum þing-
manna og ráðherra til jafns við
almenn kjör á vinnumarkaði.
Þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir,
er á því að eðlilegt sé að lífeyriskjör
þingmanna og ráðherra séu betri en
annarra vegna „sérstöðu starf-
anna“. Í greinargerð frumvarpsins
um lífeyrisréttindi frá 20. desem-
ber 2003, kemur fram að það sé
reynsla „sumra þingmanna“ að þeir
geti átt í „erfiðleikum með að fá
vinnu á almennum vinnumarkaði“
eftir langa setu á Alþingi vegna
þess að þeir geta talist „óheppilegir
starfsmenn“.
Halldór Ásgrímsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, boðaði breyt-
ingar á þessum lögum vegna
óánægju almennings með þau en
ekki hefur komið skýrt fram hvort
það sé vilji Geirs H. Haarde núver-
andi forsætisráðherra.
Fjórir af fimm frambjóðendum að
þessu sinni eru á því að stuðningur
íslenskra stjórnvalda við innrásina
í Írak hafi verið mistök. Til þessa
hafa flestir frambjóðendur í próf-
kjörum Sjálfstæðisflokksins litið
svo á stuðningurinn hafi ekki verið
mistök, í ljósi „forsenda sem þá
lágu fyrir“ en að þessu sinni horfir
tæplega helmingur frambjóðenda
öðruvísi á málið.
Einn frambjóðandi, tannlæknir-
inn Sigurjón Benediktsson, segir
það ekki hafa verið rétt að leyfa
hvalveiðar í atvinnuskyni. Sigurjón
hefur byggt upp gistiþjónustu fyrir
ferðamenn við Húsavík og þekkir
því vel hversu mikilvæg atvinnu-
grein hvalaskoðun er orðin á Norð-
austurlandi. Sigríður Ingvarsdóttir
segir það „fara eftir ýmsu“ hvort
rétt hafi verið að leyfa hvalveiðar í
atvinnuskyni.
Athygli vekur að Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri
og stjórnarmaður í Landsvirkjun,
er eini frambjóðandinn sem vill láta
einkavæða Landsvirkjun.
Frambjóðendur að þessu sinni eru
ósammála um mikilvæg málefni.
Þeir eru þó allir sammála um að
efla þurfi Háskólann á Akureyri
með hærra fjárframlagi. Það virð-
ist vera mat frambjóðenda að skól-
inn hafi auðgað mannlíf á Norðaust-
urlandi síðan hann tók til starfa og
styrkt með því innviði samfélagsins
í landshlutanum.
Allir frambjóðendur segjast
ætla að vinna að uppbyggingu
álvers við Húsavík sem gefur vís-
bendingu um samkenndina sem
ríkir um það mál meðal flokks-
manna í kjördæminu.
Samstaða um álver við Húsavík