Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 26
Mikil spenna ríkir meðal sjálfstæðismanna í Norð- austurkjördæmi vegna prófkjörsins sem fram fer um helgina. Svör frambjóð- enda í prófkjörinu við tíu spurningum gefa vísbend- ingu um pólitíska sýn en draga einnig fram skýran mun í mikilvægum málum. Meirihluti frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjör- dæmi segist ekki myndu beita sér fyrir lækkun á lífeyriskjörum þing- manna og ráðherra til jafns við almenn kjör á vinnumarkaði. Þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir, er á því að eðlilegt sé að lífeyriskjör þingmanna og ráðherra séu betri en annarra vegna „sérstöðu starf- anna“. Í greinargerð frumvarpsins um lífeyrisréttindi frá 20. desem- ber 2003, kemur fram að það sé reynsla „sumra þingmanna“ að þeir geti átt í „erfiðleikum með að fá vinnu á almennum vinnumarkaði“ eftir langa setu á Alþingi vegna þess að þeir geta talist „óheppilegir starfsmenn“. Halldór Ásgrímsson, fyrrver- andi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, boðaði breyt- ingar á þessum lögum vegna óánægju almennings með þau en ekki hefur komið skýrt fram hvort það sé vilji Geirs H. Haarde núver- andi forsætisráðherra. Fjórir af fimm frambjóðendum að þessu sinni eru á því að stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak hafi verið mistök. Til þessa hafa flestir frambjóðendur í próf- kjörum Sjálfstæðisflokksins litið svo á stuðningurinn hafi ekki verið mistök, í ljósi „forsenda sem þá lágu fyrir“ en að þessu sinni horfir tæplega helmingur frambjóðenda öðruvísi á málið. Einn frambjóðandi, tannlæknir- inn Sigurjón Benediktsson, segir það ekki hafa verið rétt að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. Sigurjón hefur byggt upp gistiþjónustu fyrir ferðamenn við Húsavík og þekkir því vel hversu mikilvæg atvinnu- grein hvalaskoðun er orðin á Norð- austurlandi. Sigríður Ingvarsdóttir segir það „fara eftir ýmsu“ hvort rétt hafi verið að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. Athygli vekur að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og stjórnarmaður í Landsvirkjun, er eini frambjóðandinn sem vill láta einkavæða Landsvirkjun. Frambjóðendur að þessu sinni eru ósammála um mikilvæg málefni. Þeir eru þó allir sammála um að efla þurfi Háskólann á Akureyri með hærra fjárframlagi. Það virð- ist vera mat frambjóðenda að skól- inn hafi auðgað mannlíf á Norðaust- urlandi síðan hann tók til starfa og styrkt með því innviði samfélagsins í landshlutanum. Allir frambjóðendur segjast ætla að vinna að uppbyggingu álvers við Húsavík sem gefur vís- bendingu um samkenndina sem ríkir um það mál meðal flokks- manna í kjördæminu. Samstaða um álver við Húsavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.