Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 32
Olíubirgðir í Bandaríkj- unum jukust talsvert á milli vikna. Þetta er langt umfram spár greiningaraðila, sem óttustu frekari hækkun á hráolíuverði. Líkur eru nú taldar frekari á lækkunum. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur sveiflast í kringum 60 dala markið í vikunni, bæði vegna óþreyjufullra fjárfesta sem biðu vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins um stöðu olíubirgða í landinu og vegna óvissu um hvort aðildarríki Sam- taka olíuútflutningsríkja, OPEC, verði samstíga í að draga úr fram- leiðslu á hráolíu til að koma í veg fyrir frekari verðlækkun á hráol- íu. Þá hafa skærur við ósa Nígerár í Nígeríu haft sitt að segja um sveiflur á hráolíuverði upp á síð- kastið. Sjö starfsmenn olíuvinnslu- fyrirtækis frá Ítalíu voru teknir í gíslingu þar í landi á dögunum en ekki er búist við að það hafi haft jafn afgerandi áhrif á olíuverð nú og í sumar. Í vikulegri skýrslu orkumála- ráðuneytsins, sem birt er á mið- vikudögum, kemur fram að olíu- birgðir vestanhafs hafi aukist um 5,1 milljón tunna á milli vikna og nema olíubirgðir Bandaríkjanna 341,1 milljón tunna. Þetta er þvert á spá greiningaraðila sem voru óvissir um endanlega niðurstöðu. Bandaríska fréttaveitan Bloomb- erg sagði greiningaraðila vestra hafa sett sig í stellingar fyrir 1,1 milljón tunna samdrátt á milli vikna. Fréttastofa Reuters taldi hins vegar líkur á aukningu upp á 600 þúsund tunnur á milli vikna. Heilar sjö vikur eru síðan olíu- birgðir jukust síðast á milli vikna í Bandaríkjunum og horfa nokkrir fram á frekari lækkun á hráolíu- verði. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði hækkaði um 3 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum í gær og fór í 59,85 dali á tunnu. Daginn áður hafði verðið talsvert meira eða um 1,37 dali og fór tunnan af hráolíu í 60,17 dali eða í rúmar 4.300 krón- ur. Í kjölfar skýrslu orkumála- ráðuneytisins tók verðið hins vegar snarpa dýfu og fór niður í um 59 dali á tunnu skömmu eftir að skýrslan var birt. OPEC ákvað í síðasta mánuði að draga olíuframleiðslusaman um 1,2 milljónir tunna á dag. Ein- hugur var hins vegar ekki um nið- urskurðinn og hafa fram til þessa fáar þjóðir tilkynnt um samdrátt. Greiningardeild Glitnis segir talsverðar efasemdir um að aðilda- ríki OPEC hafi nú þegar minnkað olíuframleiðslu sína. Um þessar mundir séu verðráðssamtökin að velta fyrir sér frekari samdrætti en óvíst sé hvort það nái fram að ganga því mjög freistandi sé að framleiða og selja olíu á núver- andi verðum. Þá segir deildin að gera megi ráð fyrir verulegri aukningu á eft- irspurn eftir olíu vegna framþró- unar á Indlandi og í Kína. Evrópu- sambandið situr nú við samningaborðið með Rússum þar sem markmiðið er að gera lang- tímasamninga um olíu og gas. Stefni Evrópusambandið að því að tryggja sér nægar orkubirgðir næsta áratuginn, samkvæmt greiningardeild Glitnis. Heimsmarkaðsverð á hráolíu náði sögulegu hámarki um miðjan júlí í sumar í kjölfar hræringa fyrir botni Miðjarðarhafs þegar Ísraelsher réðst gegn Hizbollah- skæruliðum í Líbanon. Verðið rauk á nokkrum dögum upp í 78,40 dali á tunnu en hríðlækkaði svo mánuði síðar í kjölfar vopnahlés á milli stríðandi aðila. Verðið hefur lækkað jafnt og þétt síðan þá og hefur farið niður um tæpa 20 dali á tunnu frá því það stóð í hámarki í sumar. Álrisinn Alcoa, sem auk þess að hafa starfsemi um heim allan rekur álver á Reyðarfirði, til- kynnti í gær að til stæði að leggja niður 6.700 störf. Nemur það um fimm prósentum af 129 þúsund starfsmönnum Alcoa í 44 löndum. Niðurskurðurinn er hluti af end- urskipulagningu sem ætlað er að auka hagnað og skilvirkni, að því er fram kemur á heimasíðu fyrir- tækisins. Fyrirtækið tilkynnti jafnframt um áætlanir þess efnis að sameina mjúkmálmvinnsluhluta Alcoa við þann hluta Sapa Group, sem er hluti af norsku samstæðunni Orkla ASA. Verður sameinað fyrirtæki skráð á markað. Er öllum þessum aðgerðum ætlað að spara fyrir- tækinu sem nemur 125 milljónum bandaríkjadala fyrir skatt á ári hverju, eða sem nemur tæpum níu milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Alcoa hér á landi koma ekki til með að finna fyrir niðurskurðinum að sögn Ernu Ind- riðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa Fjarðaráls. „Það er aðallega verið að hagræða og endurskipu- leggja í grein sem hefur ekki geng- ið nógu vel. Þetta hefur engin áhrif á uppbyggingu álvera enda er mikil gróska þar og stendur til að reisa ein átta álver á stærð við Fjarðaál á næstu árum. Talið er að eftir- spurn eftir áli muni stóraukast á næstu árum, meðal annars vegna þess að Kínverjar og Indverjar eru að verða stórir notendur.“ Alcoa leggur niður 6.700 störf Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur hækkað matseinkunn norska tryggingafélagsins NEMI ASA úr BBB- í BBB. Einkunnin var lækkuð í sept- ember eftir að kaup TM á félaginu voru fjármögnuð með víkjandi láni. Matseinkunnin hefur nú verið tekin af lánshæfislista (e. Credit- Watch) Standard & Poor‘s. Þá segir fyrirtækið að horfur matsins séu stöðugar. Greiningardeild Glitnis segir frá því að í rökstuðningi Standard & Poor‘s komi fram að ástæða hafi þótt til að hækka mats- einkunina í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu nýafstaðinnar hluta- fjáraukningar TM og breytinga á hlutabréfasafni félagsins. Einkunn NEMI hækkar í BBB Bakkavör hefur tekið yfir breska fyrirtækið Fresh Cook Limited sem hefur verið samrekstrarfé- lag í eigu Bakkavarar og Rannoch Foods síðan í október 2004. Fresh Cook er 360 manna fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á rétt- um tilbúnum til eldunar. Stærsti viðskiptavinurinn er verslana- keðjan Marks & Spencer. Þetta er önnur fjárfesting Bakkavarar á skömmum tíma. Fyrir skemmstu eignast félagið breska kökuframleiðandann Rye Valley Patisserie í Birmingham. Það fyrirtæki framleiðir ostakök- ur fyrir Sainsbury´s. „Þetta eru fjárfestingar sem eru gerðar með það fyrir augum að styrkja stöðu okkar í einstök- um vöruflokkum og ná fram sam- legð og bættri framleiðni,“ segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar. „Það eru engin fjár- hagslega sýnileg merki af þess- um yfirtökum. Þær eru hins vegar mikilvægar fyrir okkur til að styrkja stöðu félagsins í þessum vöruflokkum.“ Eftir kaupin er markaðsstaða Bakkavarar um ellefu prósent í framleiðslu á réttum tilbúnum til eldunar. Þessi geiri vex hraðar en markaðurinn með tilbúna rétti í heild. Að sögn Ágústar er Tesco enn þá stærsti viðskiptavinur Bakka- varar, en aðrar verslanakeðjur eru einnig í miklum viðskiptum við félagið. Bakkavör hefur í hyggju að loka loka gömlu höfuðstöðvum Geest í Peterborough. Ágúst segir að þar sé verið að reka smiðs- höggið á samþættingu Bakkavar- ar og Geest og verða aðalskrif- stofur Bakkavarar í Lundúnum. Bakkavör fer í önn- ur taktísk kaup Gömlu höfuðstöðvar Geest lagðar niður. Olíubirgðir jukust í Bandaríkj- unum langt umfram spár 365 fór lægst í 3,65 Sendum til útlanda! Áttu ættingja eða vini í útlöndum sem komast ekki „HEIM“ um jólin sem þig langar til að gleðja. Við hjá Nóatúni getum hjálpað þér að færa þeim ekta íslensk jól hvar sem er í heiminum. Hjá Nóatúni færðu ekta íslenskar sælkeravörur sem fást hvergi annars staðar í heiminum en skapa hinn eina og sanna íslenska jólaanda. Við sjáum um allan pakkann í samstarfi við DHL jólamatinn Hlutabréf í 365, útgefanda Frétta- blaðsins, lækkuðu þriðja daginn í röð eftir að Dagsbrún var skipt upp í tvö félög. Lægst fór gengi bréfanna í 3,65 krónur á hlut en tók þá að hækka og endaði í 3,68. Markaðsverðmæti 365 hefur lækkað um fimmtung frá upp- stokkuninni en bréf í Teymi hafa lækkað mun minna eða um 4,8 pró- sent. Dagsbrún var metinn á 27,5 milljarða við skiptinguna en 365 og Teymi eru verðlögð samanlagt á 24 milljarða króna í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.