Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 86
Þurfum að fá fullt hús af áhorfendum
Cleveland Cavaliers er með
besta vinningshlutfallið af þeim
liðum sem leika á austurströnd
Bandaríkjanna í NBA-deildinni í
körfubolta. Í fyrrinótt vann Cleve-
land nauman heimasigur á Memp-
his Grizzlies, 97-94, þar sem
Damon Jones var hetja liðsins.
Jones skoraði ellefu af sautján
stigum Cleveland í síðasta leik-
hlutanum og þar af skoraði hann
úr tveimur vítaskotum á lokasek-
úndum leiksins og tryggði þar
með sigur Cleveland í leiknum, en
liðið hafði á tímabili 20 stiga for-
skot í síðari hálfleiknum. Alls
skoraði Jones 21 stig en Cleveland
hefur nú unnið átta leiki og tapað
þremur það sem af er leiktíðinni.
Drew Gooden var þó stigahæst-
ur í liði Cleveland með 22 stig en
auk þess tók hann 15 fráköst í
leiknum og þá skoraði LeBron
James 15 stig í leiknum.
Peja Stojakovic skoraði 23 stig
þegar New Orleans Hornets lagði
meistarana í Miami Heat, 101-86.
Miami Heat hefur farið illa af stað
og aðeins unnið fjóra af tíu fyrstu
leikjum tímabilsins. Ekki bætir úr
skák að Shaquille O‘Neal verður
frá keppni næstu 4-6 vikurnar
vegna meiðsla en á sunnudaginn
fór hann í aðgerð vegna hné-
meiðsla.
Los Angeles Lakers lögðu
nágranna sína í Los Angeles Clipp-
ers að velli í fyrrinótt, 105-101,
þar sem Kobe Bryant skoraði 40
stig, þar af tíu á síðustu sex mínút-
um leiksins. Bæði liðin hafa unnið
átta leiki og tapað þremur á þess-
ari leiktíð.
Dallas átti ekki í neinum vand-
ræðum með að vinna Washington
Wizards, 107-80. Þjóðverjinn Dirk
Nowitzki skoraði 30 stig og tók
fjórtán fráköst en þetta var sjö-
undi sigur Dallas í röð.
Þá lagði Detroit Philadelphia að
velli, 97-87, á heimavelli Phila-
delphia, Denver bar sigurorð af
Chicago, 113-109, og Indiana vann
Milwaukee, 93-88.
Cleveland efst á austurströndinni
Í gær var dregið í átta
liða úrslit í SS-bikar karla og
kvenna í handbolta. Stærsti leikur
átta liða úrslita hjá konunum er
tvímælalaust leikur Hauka og
Stjörnunnar sem fram fer á
Ásvöllum í Hafnarfirði en hjá
körlunum er stærsti leikurinn
milli Akureyrar og Fram á
Akureyri.
Það er aðeins einn annar leikur
milli úrvalsdeildarliða hjá
konunum en það er leikur Vals og
FH. Leikur Akureyrar og Fram
hjá körlunum er hins vegar eini
leikurinn milli úrvalsdeildarliða í
átta liða úrslitum en hins vegar
verður áhugavert að fylgjast með
leik Hafnarfjarðarliðanna FH og
Hauka.
Haukar mæta
Stjörnunni
Enska götublaðið The
Sun hefur fjallað um yfirtöku
Íslendinganna á West Ham og um
Eggert Magnússon í heldur skop-
legu ljósi. Fyrir næsta leik West
Ham ætlar blaðið að þýða stuðn-
ingsmannalag West Ham á
íslensku svo að áhorfendur á pöll-
unum geti sungið fyrir Eggert auk
þess sem blaðið vill gefa lesend-
um sínum kex.
Eggert var um tíma eigandi
kexverksmiðjunnar Frón og er
þekktur í Bretlandi sem kexbar-
óninn.
The Sun vill gefa lesendum sínum kex
Guðbjörg Gunnarsdóttir
hefur komist að samkomulagi við
Valsmenn um nýjan tveggja ára
samning, en Guðbjörg hefur
staðið í marki félagsins undanfar-
in ár og er einn besti markvörður
landsins.
Guðbjörg, sem er 21 árs
gömul, hefur spilað 67 leiki með
Val auk þess að hafa spilað alls 33
landsleiki með yngri landsliðum
Íslands. Guðbjörg á einnig þrjá A-
landsleiki að baki fyrir Íslands
hönd.
Guðbjörg
framlengir
Davið Þór Viðarsson, mið-
vallarleikmaðurinn sterki hjá
Íslandsmeisturum FH, mun á
næstu dögum skrifa undir nýjan
þriggja ára samning við félagið.
Þetta staðfesti hann í samtali við
Fréttablaðið í gær. Núverandi
samningur hans á að renna út í lok
næsta árs.
„Það er í raun allt klappað og
klárt. Við höfum átt í viðræðum
undanfarið og samningurinn hefur
verið að fara fram og til baka á
milli okkar. En það á bara eftir að
skrifa undir og þarf eitthvað mikið
að gerast ef ekki á að verða af
því,“ sagði Davíð. „Það er ágætt að
þessu máli sé lokið og gott að vita
hvað ég er með í höndunum.“
Hann meiddist í leik í forkeppni
Meistaradeildar Evrópu fyrr í
sumar og missti af þeim sökum af
síðari hluta tímabilsins. Hann
meiddist á hásin á vinstri fæti
þegar hann lenti illa eftir að hafa
hoppað upp í skallaeinvígi. Hann
er þó óðum að jafna sig. „Ég get
byrjað að skokka í næsta mánuði
og ætti að geta byrjað að spila
aftur í febrúar eða mars. Ég var
búinn að vera slæmur í hásininni
og beið raunar eftir því að eitt-
hvað þessu líkt myndi gerast. Það
getur stundum verið erfitt að
stoppa sjálfan sig af.“
Davíð Þór býst við spennandi
tímabili næsta sumar og á von á að
þeir yfirburðir sem FH hefur
verið með í deildinni undanfarin
tvö ár verði ekki nú. „Maður býst
reyndar aldrei við þessum yfir-
burðum og ég neita því ekki að það
er skemmtilegt að vera með tíu
stiga forystu þegar mótið er hálfn-
að. En það er líka gaman að hafa
smá spennu í þessu og ég held að
það sé einnig skemmtilegra fyrir
hinn almenna fótboltaáhuga-
mann.“
Hann segir þó að FH-ingar
verði með sterkara lið næsta
sumar en á liðnu tímabili. „Við
förum auðvitað í hvern leik til að
vinna hann og við ætlum okkur að
halta bikarnum í Hafnarfirði. En
KR og Valur hafa einnig styrkt sig
mikið gera lífið erfiðara fyrir
okkur.“
Davíð Þór Viðarsson mun í vikunni skrifa undir nýjan samning við Íslands-
meistara FH sem bindur hann við félagið næstu þrjú árin. Núverandi samning-
ur hans rennur út eftir rúmt ár en hann er óðum að jafna sig eftir meiðsli.
Í gær var það gefið upp
að áfrýjunardómstóll ÍSÍ ætlar
sér að fjalla um kæru Þórs vegna
leiks Þórs/KA gegn ÍR sem lögð
var fram í september. Áfrýjunar-
dómstóll ÍSÍ mun taka málið fyrir
30. nóvember nk.
Málið snýst um það að
Hólmfríður Magnúsdóttir lék í
marki ÍR í leiknum en hún hafði
áður leikið með KR og Fjölni á
þessu ári, en reglur segja til um
að leikmaður megi eingöngu spila
með tveimur liðum á hverju ári.
Upphaflega var Þór/KA dæmdur
sigur í leiknum en síðar komst
dómstóll KSÍ að þeirri niðurstöðu
að úrslit leiksins skyldu standa,
en ÍR vann leikinn.
Mál Þórs/KA og
ÍR tekið fyrir