Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 2
 Rúmlega tvítugur karl- manni, Edward Apeadu Koran- teng, var í gær sleppt úr haldi lög- reglu en hann var fyrir skömmu dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gam- alli stúlku. Hann hefur einnig verið kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku eftir að dómur féll í máli hans og hefur hann verið í gæsluvarðhaldi í vikutíma vegna rannsóknar á því máli. „Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot og hefur frest til þess að áfrýja þeirri niðurstöðu. Hann var í gæsluvarðhaldi í viku- tíma vegna rannsóknar á máli sem upp kom eftir að hann var dæmd- ur í fangelsi og þar sem rannsókn á því máli var lokið þá voru ekki talin vera skilyrði fyrir því að halda manninum lengur.“ sagði Hörður Jóhannesson eftir að Edward Apeadu hafði verið sleppt úr haldi. Atli Gíslason hæstaréttar- lögmaður segir þetta sýna hversu léttvægum tökum íslenskt réttar- kerfi taki á nauðgunarmálum. „Lögreglan hefur heimild til þess að halda mönnum í gæsluvarð- haldi. Í líkamsárásarmálum og fíkniefnamálum er mönnum hald- ið áfram inni en nauðgunarmál eru miklu alvarlegri en þau brot. Nauðgun er andlegt og líkamlegt ofbeldi af grófustu sort. Þetta atvik [að Edward Apeadu skuli vera sleppt úr haldi] er enn ein sönnun á ríkjandi skilningsleysi á afleiðingum nauðgana.“ Nokkur umræða skapaðist fyrir stuttu þar sem spurt var af hverju dæmdir nauðgarar ganga lausir eftir uppkvaðningu dóms. Kjararáð hefur ákveðið að laun þeirra sem heyra undir ráðið, þar meðal þingmenn, ráðherrar, forseti og dómarar, skuli hækka um 3,6 prósent. Hækkunin er afturvirk frá 1. október 2006. Þá skuli laun ofangreindra hækka um 2,9 prósent um áramót. Kjararáð kveðst hafa kannað þróun launa á árinu 2006. Lágmarkshækkun samkvæmt kjarasamningum hafi verið 5,5 prósent en af launavísitölum Hagstofu Íslands sjáist að laun hafi að meðaltali hækkað mun meira, bæði vegna kjarasamninga og launaskriðs. Því sé tilefni nú til endurskoðunar á launum þeirra sem undir ráðið heyri. Launahækkun um 6.5 prósent Misvægi í hagstjórn og rangar ákvarðanir kunna að þrýsta á um að hér verði skipt um gjald- miðil að sögn Tryggva Þórs Her- bertssonar, forstöðumanns Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og kynnt var í gær kemur fram að ríki og sveitarfélög hafi brugðist í baráttunni við verðbólguna og ójafnvægi í hagkerfinu með því að styðja ekki nægilega við aðgerðir Seðlabanka Íslands. Um leið er Seðlabankinn gagnrýndur fyrir að hafa brugðist of seint við verð- bólguþróun og ekki af nægilegri ákveðni til að byrja með. Sem dæmi um mistök í hag- stjórninni er bent á breytingar sem ráðist hafi verið í á íbúðalánamark- aði á sama tíma og stórfram- kvæmdir og þensla stóð fyrir dyrum. Hagfræðistofnun hafi varað sterklega við því að ráðast í breytingarnar á þessum tíma en þau varnaðarorð hafi stjórnvöld að engu haft. „Ef samspil hagstjórnartækja verður ekki þannig að hér verði eðlilegur hagvöxtur, sem ekki leið- ir af sér þenslu, getur verið að hægt sé að neyða fram það umhverfi með því að taka upp nýja gjaldmiðil,“ sagði Tryggvi Þór þegar skýrslan var kynnt í fundar- sal Samtaka atvinnulífsins í gær- morgun. Ekki er enn farið að innheimta gjöld fyrir noktun stæða í bílastæðahúsinu á Stjörnubíósreitnum við Laugaveg – þrettán mánuðum eftir að húsið var tekið í notkun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði á fundi borgarstjórnar í gær að starfs- hópur um bættan rekstur hefði bent sér á þetta. Tekjur af stæðunum væru því engar en gjöldin tíu milljónir, án fjármagnskostnaðar. Og ástæðan: „Það klúðraðist að kaupa miðavél- ar,“ sagði borgarstjóri í ræðu sinni. Klúðraðist að kaupa miðavélar Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Dæmdum nauðgara sleppt úr haldi lögreglunnar í Reykjavík Lýðheilsustöð hefur nú sent kynningarbækling til allra veitingahúsa í landinu og er hann liður í undirbún- ingi reykbanns sem tekur gildi á veitinga- og skemmtistöðum hér á landi 1. júní 2007. Í kynningar- bæklingnum er fjallað um reynslu annarra þjóða af reykbanninu, áhrif þess á rekstur og viðhorf viðskiptavina svo eitthvað sé nefnt. Auk bæklingsins hafa verið gefnir út tvenns konar límmiðar sem ætlaðir eru til að veita upplýsingar um hvort staðurinn sé reyklaus nú eða verði það 1. júní 2007. Á næsta ári mun Lýðheilsustöð halda áfram kynningarstarfi í tengslum við lagabreytinguna. Kynningar- herferð hafin Útsvarsprósentur sveitarfélaganna fyrir árið 2007 liggja nú fyrir. 61 sveitarfélag af 79 mun innheimta hámarks- útsvar á næsta ári, eða 13,03 prósent. Meðalútsvar verður óbreytt frá fyrra ári, eða 12,97 prósent. Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24 prósent til 13,03 prósent. Útsvarsprósentan er óbreytt í öllum sveitarfélögum nema tveimur. Bæjarhreppur hækkar úr 12,60 prósentum í 12,80 prósent og sveitarfélagið Garður hækkar úr 12,70 prósentum í 13,03. Meðalútsvar helst óbreytt Meirihluti húsnæðis Þjóðskjalasafns Íslands við Lauga- veg er ófrágengið sem kemur í veg fyrir að safnið geti uppfyllt skyldur sínar sem lögboðin viðtökustofnun skjala hins opin- bera. Flytja þarf skjöl utandyra frá geymslum safnsins á lestrar- sal sem stefnir varðveislu þeirra í voða. Yfir 130 stofnanir eru á lista yfir þá sem sem skila vilja skila- skyldum skjölum nú þegar en ekki er hægt að verða við óskum þeirra sökum aðstöðuleysis. Heildar- húsnæði safnsins er um 9.500 fermetrar en húsrýmisáætlun nýbyggingar gerir ráð fyrir að safnið þurfi 19.000 fermetra, þar af um 12.800 fermetra geymslu- húsnæði. Starfshópur um varðveislu- og geymslumál menningarstofnana, sem Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hefur látið vinna, kemst að þeirri niður- stöðu að skapast hafi „alvarlegt ófremdarástand“ í Þjóðskjalasafn- inu við Laugaveg vegna þess að meirihluti húsnæðisins sé ófrá- genginn. Á þeim 20 árum sem liðin eru síðan húsnæði mjólkurstöðvar- innar að Laugavegi 62 var keypt fyrir Þjóðskjalasafnið hefur verið unnið að innréttingum og endur- bótum, en árið 1995 bættist húsið að Laugavegi 164a við húsakost- inn. Á þeim tíma hafa 2.275 fer- metrar verið endurbættir eða um 24 prósent. Ófrágengnir eru því 7.295 fermetrar auk þess sem bent hefur verið á þörf fyrir um 3000 fermetra nýbyggingu á lóð safns- ins fyrir lestrarsal og fleira. Í hnotskurn er vandi safnsins að mati starfshópsins eftirfarandi: Frágangur skjalageymsluhúsa er á eftir áætlun; þjónusta við almenning á lestrarsal er í lág- marki vegna aðstöðuleysis. Öll vinna við afgreiðslu úr skjalasöfn- um er erfið, tímafrek og mikið óhagræði að hafa ekki flutnings- leiðir undir þaki. Starfshópurinn telur þrjár leið- ir vænlegar til að leysa vanda safnsins. Ákjósanlegast til fram- tíðar litið þykir að byggja nýtt, sérhannað hús fyrir safnið. Einnig væri hægt að halda áfram endur- bótum á núverandi húsnæði og byggja nýbyggingu og tengibygg- ingar eða útvega annað húsnæði sem hentar betur og auðveldara er að innrétta fyrir safnið. Nýleg húsrýmisáætlun nýbygg- ingar fyrir Þjóðaskjalasafnið gerir ráð fyrir 19.000 fermetra safn- byggingu. Áætlaður kostnaður slíkrar byggingar er um 2,5 millj- arðar króna. Ófremdarástand á Þjóðskjalasafninu Þjóðskjalasafn Íslands getur ekki sinnt lögboðnum skyldum vegna aðstöðuleysis. 130 stofnanir geta ekki skilað inn skilaskyldum skjölum. Skjölum er stefnt í voða vegna flutninga utandyra. Sérhönnuð nýbygging er talin besta lausnin. Geir, viltu binda enda á fordóma gegn BDSM? Búist er við stormi um land allt á Þorláksmessu, en þó á að lægja þegar líður á daginn. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, segist eiga von á rigningargusum næstu daga og eitthvað fram yfir jól. „Á jóladag og annan í jólum er vætu- og vindaspá og það verður almennt suðvestan hvassviðri næstu daga. Sérstaklega hvasst verður á Þorláksmessu, en það á að lægja með kvöldinu.“ Hann segist ekki eiga von á öðru en að jólin verði rauð í ár. „Það verður kannski él, en það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að við fáum hvít jól í ár.“ Stormur á Þorláksmessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.