Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 16
„Ég stend hérna í glugganum og horfi á vatnsflauminn. Eiginmað- ur minn og sonur eru einhvers staðar að bjarga skepnum því við eigum svo mikið af hrossum og kvígum úti,“ segir Sigríður Pétursdóttir, bóndi á Ólafsvöllum á Skeiðum. Þar var vatn úr Hvítá farið að flæða nálægt bæjardyr- unum. „Ég sá bara á eftir þeim út í flóðið á dráttarvélum í morgun. Ástandið hjá okkur hefur orðið slæmt í stórum flóðum og þetta er orðið ofboðslega mikið núna.“ Um klukkan fjögur kom Kjart- an Georgsson, eiginmaður Sigríð- ar, rennblautur inn úr flóðinu. „Við vorum að koma inn í land, við fengum björgunarsveitina á Sel- fossi til þess að hjálpa okkur við að koma skepnunum á þurrt. Það voru fleiri í vandræðum en ég,“ segir hann. „Þetta var orðinn mik- ill mannskapur og við höfðum þetta loksins. Hrossin voru komin á sund hjá okkur en við náðum að bjarga þeim öllum.“ Horfði á eftir þeim út í flóðið Slökkviliðsmenn frá slökkvi- liði Reykjavíkur ásamt björgunar- sveitarmönnum frá öllum björg- unarsveitum í Árnessýslu voru í viðbragðsstöðu á Selfossi í gær vegna vatnavaxta í Hvítá. Búist var við að vaxa tæki í Ölfusá um klukkan fimm í gærdag og óttast að flæddi inn í hús á Selfossi. „Það er rólegt eins og er hjá okkur, við bíðum bara átekta eftir fregnum,“ segir Höskuldur Einarsson, deildarstjóri slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins. Hann fór ásamt þrettán samstarfsmönn- um sínum til Selfoss vegna vatna- vaxtanna í Hvítá. „Við fórum úr bænum um klukkan hálf fjögur og verðum hérna fram eftir nóttu. Helsta verkefnið verður að dæla vatni úr þeim húsum sem flæðir inn í, við erum tilbúnir með tvo dælubíla og lausar dælur.“ Upp úr klukkan fjögur tók að flæða inn í kjallara Selfosskirkju og hófst björgunarfélag Árborgar handa við að dæla upp úr honum. Í Auðsholti í Hrunamanna- hreppi urðu öll átta íbúðarhúsin á bænum innlyksa í allan gærdag þegar flóðið umkringdi þau. Björgunarsveitarmenn unnu ásamt íbúum fram eftir degi við að bjarga hrossum sem voru á sundi umhverfis bæinn. Ekki flæddi að ráði inn í bæjar- húsin en dæluhús, sem sér bænum fyrir vatni, varð fyrir vatns- flaumnum og þurfti að dæla vatni úr kjallara þess. Íbúar á Ólafsvöllum urðu einn- ig fyrir barðinu á Hvítárflóðinu, en um þrjátíu hestar urðu inn- lyksa á landinu, sem er sunnan við Hestvatn. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu bæjarbúa við að bjarga hestunum og koma þeim á þurrt land. Um klukkan fimm í gærdag hafði öllum hestunum verið bjarg- að. Vatnsyfirborðið náði nánast upp að bæjardyrum þegar mest var en ekki flæddi inn í hús. Búist er við áframhaldandi rigningargusum næstu daga og eitthvað fram yfir jól. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segist búast við að umfang flóðanna minnki á næstu dögum þrátt fyrir að veður haldist enn hlýtt. Í viðbragðsstöðu vegna flóðs í Hvítá Slökkvilið og björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu á Selfossi vegna mikilla vatnavaxta í Hvítá í gær. Óttast var að flæddi yfir bakka Ölfusár og inn í hús bæjarins. Allir íbúar Auðsholts voru innlyksa vegna flóðsins fram eftir degi. Bíll lenti úti í Djúpadalsá í Eyjafirði þegar vegurinn við brúna fór í sundur undan bifreiðinni um hádegi í gær. Einn maður var í bílnum en hann slapp heill á húfi. Maðurinn var strandaglópur sunnan megin við ána um tíma þar sem vegurinn var rofinn en lögregla og björgunarsveitar- menn komu honum til bjargar að lokum. Björgunarsveitirnar Súlur og Dalbjörg voru sendar á staðinn til aðstoðar við björgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór einnig á vettvang. Bíll lenti í á er vegurinn gaf sig Stífla ofan við aðra af tveimur Djúpadalsvirkjunum brast í gær með þeim afleiðingum að vatn flæddi yfir virkjunina. Einnig flæddi yfir Eyjafjarðar- veg og fór hann í sundur. Lög- regla og björgunarsveitarmenn fóru á staðinn og einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð norður ef á henni þyrfti að halda. Engin slys urðu á fólki. „Vegagerðin er komin á staðinn með sínar vinnuvélar og er að ganga í það að fylla upp í veginn,“ segir Jóhannes Sigfús- son, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Hann segir ekki ljóst hversu mikið tjón hafi hlotist vegna flóðsins. Vatn flæddi yfir aðra virkjunina „Það eru allir innlyksa á þessari torfu,“ segir Steinar Halldórsson, bóndi á Auðsholti, en Auðsholt verður iðulega fyrir vatnavöxtum í Hvítá vegna staðsetningar. Allir þrjátíu íbúar á svæðinu voru innlyksa í gær vegna flóðsins í Hvítá. „Vatnsflaumurinn er alveg ofboðslegur, menn hafa ekki séð annað eins í langan tíma.“ Hann segir þó enga hræðslu í fólki enda sé það vant svona vatnavöxtum. „Þetta er nokkurn veginn árviss viðburður hjá okkur en vatnið hefur sjaldan verið svona mikið. Við tókum hross upp á hólana í gær vegna þess að við áttum von á einhverju flóði, en ekki svona miklu. Einhver hross voru því ekki komin nógu langt upp á hólana og þurftum við að bjarga þeim með hjálp björgunarsveitar- manna.“ Steinar segist hafa grun um að allar girðingar á svæðinu hafi farið í flóðinu aðfaranótt mið- vikudags og ljóst að tjónið sé þónokkuð. „Það væsir samt ekki um okkur hérna, við höfum ennþá rafmagn og rennandi vatn.“ Sjaldan séð neitt þessu líkt H ví tá Hv ítá Þjó rsá Ap av atn Ólafsvellir Auðsholt Selfoss Sólheimar Flúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.