Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 54
Í Evítu að Starmýri 2 er hægt að fá jólaklippinguna og -gjaf- irnar á einum og sama stað. „Þetta fyrirkomulag, að blanda saman hárgreiðslustofu og gjafa- vöruverslun er tiltölulega nýtt fyrirbrigði hérlendis en þekkist víða úti í heimi,“ segir Lára Magn- ea Davíðsdóttir, sem rekur Evítu ásamt eiginmanni sínum Arinbirni Sigurgeirssyni. „Við hjónin vorum búin að reka hárgreiðslustofu í nokkur ár og seldum einhverja gjafavöru með- fram því, en þegar rakari sem var hjá mér hætti færðum við stofuna einfaldlega inn fyrir og bjuggum til gott búðarpláss,“ útskýrir Lára og bætir við að þetta fyrirkomu- lag bjóði upp á ýmsa möguleika. Til dæmis sé hægt að drepa tím- ann á meðan maður bíður með strípur eða lit í hárinu og skoða vöruúrvalið. Ekki er skortur á vörum í Evítu, en þær eru danskar og mætti flokka sem gjafavöru, velflestar í ódýrari kantinum. Mikið er um skreytingar, box, lampa, kerti, kertastjaka, ljósakrónur, og luktir, sem ættu að koma að góðum notum í öllu skammdeginu ásamt því að setja fallegan svip á heimilið. Lára, sem er hágreiðslumeist- ari, hleypur sjálf í afgreiðslustörf- in ásamt starfsfólki sínu en fær til sín afgreiðslustúlku þegar mest er að gera, eins og um jólin. Segir hún þetta skipulag gagnast vel auk þess sem viðskiptavinirnir fari heim ánægðir með að hafa fengið klippingu og gert góð kaup á einum og sama staðnum. Aðspurð segir Lára staðsetn- ingu rekstursins, sem er inni í miðju íbúðahverfi, ekki draga úr aðsókninni eins og sumir gætu talið, meðal annars þar sem löng hefð sé fyrir verslunarrekstri í húsnæðinu. „Hér var verslunin Víðir rekin á sínum tíma ásamt bakaríi við hliðina,“ útskýrir Lára. „Nú stend- ur hárgreiðslustofan ein eftir og hefur verið rekin samfleytt í 44 ár, þótt eigenda- og nafnaskipti hafi verið nokkur á þeim tíma. Sjálf hef ég verið með hárgreiðslustof- una Evítu síðastliðin fimmtán ár í hverfinu en rak hana áður í tíu ár uppi í Breiðholti. Starfsemin fór hér rólega af stað, en hefur spurst út og nú hef ég í nógu að snúast alla daga.“ Gjafavara og hárgreiðsla undir sama þaki Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 Á HÆGINDASTÓLUM MEÐ NUDDI 20-65% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.