Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 32
[Hlutabréf] Ný skýrsla Hagfræði- stofnunar Háskólans er áfellisdómur yfir hag- stjórn hér á landi sem sögð er hafa einkennst af misvægi. Verði ekki gerð bót á liggur beinast við að skipta úr krónu í evru, að því er fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar. „Ef menn hysja ekki upp um sig buxurnar er evran eini kosturinn. En ég vil frekar að menn hysji upp um sig buxurnar,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, fráfarandi forstððumaður Hagfræðistofnunar Íslands. Hann kynnti í gærmorgun nýja skýrslu stofnunarinnar sem gerð var að beiðni Samtaka atvinnu- lífsins um hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega hér á landi. Í skýrslunni kemur fram hörð gagnrýni á stjórn efnahagsmála hér á landi. Meginniðurstöður eru að stjórn peningamála hafi verið of lengi að taka við sér þegar ljóst var að mikið hagvaxtarskeið væri að hefjast og vextir Seðlabankans hafi hækkað of hægt og of lítið. Þá hafi peninga- stefna bankans ekki haft nægan stuðning af ríkisfjármálunum, þar sem síaukin ríkisútgjöld og lækkun skatthlutfalla hafi ekki dregið úr þenslunni í hagkerfinu. Sem dæmi nefnir Tryggvi breytingar á íbúða- lánamarkaði sem hafi verið mistök sem búið hafi verið að vara sterk- lega við með ítarlegri skýrslu Hag- fræðistofnunar. „Atburðarásinni var þar lýst svo nákvæmlega að hún hefði eins getað verið skrifuð eftir á,“ segir Tryggvi Þór. „En stjórnmálamenn skelltu algjörlega skollaeyrum við þessu.“ Hann segir löngu tímabært að taka til hendinni í þessum málum og telur að leggja hefði átt niður Íbúðalánasjóð fyrir löngu. Sömuleiðis eru sveitarfélögin sögð leika nánast lausum hala. Hallarekstur sveitarfélaga og vax- andi útgjöld ýti undir uppsveifluna. „Hér þarf að verða breyting á, ef til vill með atbeina ríkisvaldsins,“ segir Tryggi og vísar til þess að Danir hafi hafi til dæmis sett sveit- arfélögum skorður varðandi lántök- ur. Þá kemur fram að nýjar aðstæð- ur á fjármálamarkaði kunni að kalla á nýjan gjaldmiðil ef hagstjórnin lukkast ekki betur en hún hafi gert að undanförnu. Tryggvi segir nær- tækast að horfa til evrunnar í þeim efnum. „Ef samspil hagstjórnar- tækja verður ekki þannig að hér verði eðlilegur hagvöxtur, sem ekki leiðir af sér þenslu, getur verið að hægt sé að neyða fram það umhverfi með því að taka upp nýjan gjald- miðil,” segir hann. Tryggvi Þór bendir þó á að í aðra hluti hafi verið erfiðara að sjá fyrir og til dæmis hafi krónubréfaútgáfa komið mönnum á óvart, þrátt fyrir fordæmi frá Nýja-Sjálandi. Hag- stjórn hér hafi hins vegar einkennst af misvægi í aðgerðum þótt margt gott hafi verið gert. Þannig hefði rétta leiðin til dæmis verið að draga úr útgjöldum ríkissjóðs um leið og skattar eru lækkaðir. Tryggvi segir þó jafnframt að Seðlabankanum og þeim sem stunda hagstjórn sé nokkur vorkunn í umhverfi þar sem fyrir komi að hagvaxtartölur séu leiðréttar úr fimm prósentum í átta. „Fimm pró- senta hagvöxtur kallar á allt aðra hagstjórn en átta prósent. Þessu má má líkja við að menn stýri bát án þess að vita hvernig veðrið er.“ Fram kom á fundinum að skýrsl- an hefði verði nokkuð lengi í vinnslu. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að upphaflega hafi verið beðið um hana þegar hátt gengi krónunnar hafi verið að skapa hér vandamál. „En skýrslan er mark- vert innlegg í umræðuna,“ segir hann. Sparisjóður vélstjóra hefur keypt fimm prósent stofnfjár í Spari- sjóðnum í Keflavík af Festu lífeyr- issjóði. Bæði Gylfi Jónasson, fram- kvæmdastjóri Festu, og Jón Þor- steinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, staðfestu þetta í samtali við Fréttablaðið. Lífeyrissjóðurinn heldur utan um tíu prósent í SpKef eftir viðskiptin. Gylfi sagði að stjórn sjóðsins hefði viljað innleysa hagnað í ljósi mikils áhuga á stofnfjárbréfum í SpKef um þessar mundir. Til að fá sem hæst verð fyrir bréfin lét líf- eyrissjóðurinn fara fram lögform- legt tilboðsferli þar sem stærstu stofnfjáreigendunum í SPKef og fagfjárfestum var boðið að leggja fram tilboð í bréfin. Hæsta tilboði var tekið og SPV hreppti hnossið eins og áður sagði. Jón Þorsteinn sagði að SPV líti á þessi kaup sem spennandi fjár- festingu. SpKef hefur styrkst mikið að undanförnu, ekki síst eftir að Exista fór á markað en SpKef á þar þriggja prósenta hlut. Hvorki Gylfi né Jón Þorsteinn vildu gefa upp á hvaða verði við- skiptin fóru fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið í viðskiptunum 8,2 miðað við uppreiknað nafnverð stofnfjár- hluta í SpKef. Það þýðir að SPV hafi borgað um það bil 470 milljón- ir króna fyrir hlutinn. Í morgun hófst stofnfjárútboð í SpKef þar sem ætlunin er að selja nýtt stofnfé fyrir 950 milljónir króna. Á fundi stofnfjáreigenda í gær var gengið að tillögu stjórnar um að sameina sjóðinn Sparisjóðn- um í Ólafsvík. SPV eignast 5 prósent í SpKef Kaupverð stofnfjárbréfanna nemur tæpum hálfum milljarði króna. Peningaskápurinn Actavis hefur keypt verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals þar sem fer fram framleiðsla og þróun samheitalyfja. Halldór Krist- mannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, segir þetta mikilvægt skref fyrir Actavis í harðnandi samkeppnis- umhverfi. „Til þess að við getum verið samkeppnishæf og staðist þær verðlækkanir sem eru að eiga sér stað á mörgum af okkar lykil- mörkuðum þurfum við að lækka framleiðslukostnað. Í verksmiðj- unni eru í dag framleiddar 700 milljónir taflna á ári. Við ætlum að auka það magn upp í fjóra millj- arða. Það mun gera hana að næsts- tærstu verksmiðju samstæðunn- ar.“ Actavis á tuttugu verksmiðjur í tólf löndum og segir Halldór félagið horfa til þess að efla verk- smiðjuna á Indlandi og aðrar sem eru hagkvæmar í rekstri. Á móti verði framleiðsla á óhagkvæmari stöðum minnkuð. Auk nýju verksmiðjunnar hefur Actavis opnað nýja þróunar- einingu á Indlandi sem mun sér- hæfa sig í þróun virkra lyfjaefna. Verða þau notuð fyrir hluta af þeim lyfjum sem verða markaðs- sett á næstu árum í Bandaríkjun- um og Evrópu. Auka Indlandsumsvif HLUTHAFAFUNDUR Í ICELANDAIR GROUP HOLDING HF. Stjórn Icelandair Group Holding hf. boðar til hluthafafundar í félaginu föstudaginn 29. desember 2006, kl. 16. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut, Reykjavík, á 2. hæð í fundarsal merktum I. Á dagskrá fundarins eru: 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna Icelandair Grop ehf. og Icelandair Group Holding hf. skv. fyrirliggjandi samrunaáætlun félaganna, dags. 15. nóvember 2006. 2. Tillaga um heimild stjórnar til að samþykkja kaupréttaráætlun fyrir lykilstarfsmenn félagsins og/eða dótturfélaga þess, og gefa út nýja hluti í samræmi við það, er taka til allt að 6% af útgefnu hlutafé félagsins á hverjum tíma. 3. Heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum í félaginu. 4. Önnur mál löglega fram borin. Hluthöfum er bent á að skjölum viðkomandi fyrirhugaðan samruna, skv. 5. mgr. 124. gr. hlutafélagalaga, hafa legið frammi á skrifstofum félagsins frá 20. nóvember 2006, hluthöfum til skoðunar. Þar er um að ræða sjálfa samrunaáætlunina, ársreikninga yfirtekna félagsins og yfirtöku félagsins eins og þeim er til að dreifa í samræmi við ákvæði laga, árshlutareikninga samrunafélaganna fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2006, en samruni félaganna, ef af verður, miðast við 1. nóvember 2006; sameiginlegur upphafsefnahagsreikningur félaganna, sameiginleg greinargerð stjórna samruna félaganna, og skýrsla matsmanns. Hluthafar geta fengið framangreind gögn send skv. beiðni fyrir fundinn, eða nálgast þau á skrifstofu félagsins, en rétt er að taka fram að gögnin liggja einnig frammi til skoðunar á sjálfum hluthafafundinum. Vakin er athygli hluthafa á að samþykki hluthafafundir í samrunafélögunum, með auknum lögbundnum meirihluta, tillöguna um samruna félaganna, á grundvelli fyrir- liggjandi samrunaáætlunar, þá tekur hið sameinaða félag við rekstri og efnahag samrunafélaganna þegar skráning hluta hins sameinaða félags hefur verið samþykkt og farið fram í Kauphöll Íslands hf. Reykjavík, 20. desember 2006. F.h. stjórnar Icelandair Group Holding hf. Jón Karl Ólafsson, forstjóri. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 54 90 1 2/ 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.