Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 1

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FLÓÐ „Eiginmaður minn og sonur eru einhvers staðar að bjarga skepnum því við eigum svo mikið af hrossum og kvígum úti,“ sagði Sigríður Pétursdóttir, bóndi á Ólafsvöllum á Skeiðum í gær. Þar var vatn úr Hvítá farið að flæða nálægt bæjardyrunum. Mikið tjón varð vegna flóða og vatnavaxta í ám víðs vegar um landið í gær. Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins var í viðbragðsstöðu á Selfossi ef Ölfusá tæki að flæða yfir bakka sína og inn í hús bæjar- ins. Á Akureyri flæddi inn í hús, vegir rofnuðu og aurskriður féllu á hús og vegi. Yfir hundrað björgunarsveitar- menn úr ýmsum björgunarsveit- um unnu í allan gærdag við að aðstoða menn og málleysingja sem urðu fyrir barðinu á vatnselgnum. Hvítá á Suðurlandi flæddi yfir bakka sína í gærmorgun og var vegum og brúm við ána lokað upp úr hádegi í gær. Almannavarnir ríkisins gáfu stuttu seinna út við- vörun þar sem kom fram að flóðið í Hvítá ætti að ná til Selfoss um klukkan fimm. Fjórtán slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu voru sendir til Selfoss með dælur og dælubíla ásamt öllu tiltæku björgunarsveit- arliði. Upp úr klukkan átta var farið að vaxa mikið í Ölfusá en ekki hafði flætt inn í nein hús að ráði. Um morguninn féllu þrjár skriður við bæinn Grænuhlíð, þar af ein sem lenti á bænum. Íbúarnir, hjón með eitt barn, sluppu ómeidd en um 20 kálfar drápust. Bíll lenti í Djúpadalsá í Eyja- fjarðarsveit þegar vegur við brúna fór í sundur. Einn var í bílnum og sakaði ekki. Efri stíflan í Djúpa- dalsvirkjun brast eftir hádegi í gær með þeim afleiðingum að vatn flæddi yfir virkjunina og olli miklu tjóni. Á Akureyri flæddi vatn yfir flugvöllinn seinnipart gærdagsins og var öllu innan- landsflugi aflýst. Einnig varð tjón vegna flóðs á Vesturlandi, en vegir rofnuðu við Borgarnes þegar Hvítá flæddi yfir bakka við Brúar- hlöð. - sþs /- þsj /sjá síður 16, 18 og 22 62% 32%35% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Fimmtudagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 70 80 Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 21. desember 2006 — 342. tölublað — 6. árgangur Smáauglý i Svört föt, skærir litir, hönnunarvörur og flíkur með áprentuðum myndum höfða til Estherar. Esther Ýr Steinarsdóttir er ein fárra Íslendinga sem starfa við tískuljósmyndun. Vikulega birtast tískuþættir hennar á síðum Orðlauss, en hún segist alltaf hafa haft mjög gaman af tísku og því sem henni við kemur. Hún segist líka snemma hafa byrjað að sýna þessu áhuga en aðeins fjögurra ára gömul neitaði hún að fara út úr húsi án þess að vera í sokk- um og peysu í stíl. Í dag er Esther aldrei í vafa um hvað höfðar til hennar og hvað ekki þegar kemur að fatavali. „Ég held að maður taki það sem hentar manni úr öllum áttum. Til dæmis get ég ekki nefnt neitt eitt tímabil sem höfðar mest til mín. Öll tímabilin hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa, en ég viðurkenni samt að ég er mikið í svörtum fötum, skærum litum og fötum sem hafa einhvers konar áprentaðar myndir,“ segir Esther og rifjar um leið upp peysu sem hún tók ástfóstri við þegar hún var sex ára. „Þetta var alveg skærbleik bómullarpeysa með stórri áprentaðri mynd af Wham-drengjunum. Ég var hreinlega alltaf í þessari peysu. Fannst hún alveg geðveik,“ segir Est- her og hlær. Esther segist kaupa fötin sín víða, en yfirleitt hefur hún gaman af því að fjárfesta í vönduðum flíkum og kaupir gjarna föt eftir íslenska hönnuði. Kápan sem hún klæðist á myndinni er úr versluninni Birnu á Skólavörðustíg en Birna er íslenskur fatahönnuður sem opnaði sína fyrstu verslun í Reykjavík fyrir skömmu. „Þessi kápa kostaði eitthvað um tuttugu þúsund og það finnst mér í raun ekki mikið miðað við hvað ég er að fá. Þó að maður borgi stundum aðeins meira fyrir svona fatnað, þá er það kannski ekki svo dýrt þegar upp er staðið, því vandaðan fatnað notar maður alltaf meira og svo endist hann jú líka lengur.“ Myndar tísku Brautryðjandi og læknir af Guðs náð Minningabrot Hjalta Þórarinssonar læknis Athyglisverðar frásagnir af einstökum lækni k Sammál og sérmál Evrópusamstarfið hvílir á þeirri lykilhugsun, að sum verkefni sérhvers sam- félags séu þannig vax- in, að þau krefjist sameiginlegra lausna, segir Þorvaldur Gylfason. Í DAG 36 ESTHER ÝR STEINARSDÓTTIR Starfar við tísku- ljósmyndun Tíska Heimili Heilsa Jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS JONAS MOODY Íslenskur jólaundirbúningur ólíkur þeim bandaríska Sérblað um íslensk jól FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG JÓLAÁRDEGISVERÐURSólveig Jónsdóttir gefur góðar uppskriftir að léttum mat um jólin SJÁ BLS. 2 HEIMUR JÓLATRJÁNNANú er kominn tími til að skreyta hús með greinum grænum SJÁ BLS. 8 EFNISYFIRLIT PLÖTUSALAN Góð sala á íslenskri tónlist BLS. 2 BÍÓMYNDAJÓL Jonas Moody furðar sig á íslenskum jólahlaðborðum BLS. 4 KAFFITÁR Í JÓLAÖSINNIJólakaffið veitir orku BLS. 4 Íslensk jól [ SÉRBLAÐ UM JÓLAHALD – FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 ] Konur sem þagað er um Viðtal við Sigríði Dúnu Kristmunds- dóttur. MENNING 48 Líkt við Pavarotti Garðar Thor Cortez söng fyrir föður sinn á Englandi. FÓLK 78 GUNNAR ÓLASON Boðar þögul mótmæli á Flags of Our Fathers Aukaleikurum ekki boðið á viðhafnarsýningu FÓLK 78 Hópurinn valinn Alfreð Gíslason, lands- liðsþjálfari í handknatt- leik, hefur valið 19 manna æfingahóp fyrir HM í Þýskalandi. ÍÞRÓTTIR 70 VEÐRIÐ Í DAG SKÚRAVEÐUR Í dag verður hvöss suðaustanátt sunnan og vestan til, annars hægari. Víða skúrir en hætt er við slydduéljum á Vestfjörðum og norðan til. Hiti 1-8 stig, mildast sunnan og suðaustan til. 2 2 2 65 Fólk og ferfætlingar í hættu Vatnavextir ollu stórtjóni víða í gær. Slökkvilið var í viðbragðsstöðu á Selfossi ef Ölfusá tæki að flæða yfir bakka sína og inn í hús. Aurskriður féllu á hús og vegi á Norðurlandi og stífla brast við Djúpadalsá. Þrír hestar drukknuðu í flóðinu Björgunarsveitarmenn í Hruna- mannahreppi og á Laugarvatni börðust við að bjarga yfir hundr- að hestum sem komist höfðu í sjálfheldu vegna flóðanna í Hvítá og Stóru-Laxá í gærdag. Félagar í björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum voru kallaðir út um ellefu leytið í gærmorgun til þess að bjarga hestunum og komu kollegar þeirra úr björg- unarsveitinni Ingunni á Laugar- vatni þeim til aðstoðar nokkrum klukkustundum seinna. Um tólf manns voru við björgunarstörf þegar mest var og lauk störfum klukkan fimm síðdegis. Vel gekk að koma hestunum á þurrt, en þó drukknuðu að minnsta kosti þrír þeirra í vatns- elgnum. LJÓSMYND/STEFÁN BARIST TIL LANDS Fólk og skepnur öttu kappi við náttúruöflin þegar yfir hundrað hrossum var bjargað úr sjálfheldu í Hrunamannahreppi í gær. Litla-Laxá og Hvítá flæddu yfir bakka sína með þeim afleiðingum að hestarnir urðu innlyksa og þurftu björgunarsveitarmenn úr nærsveitum að nota gúmmíbáta til að reka þá á þurrt. LJÓSMYND/STEFÁN 3 dagar til jóla! Opið til 22 Gjafabréf - harður pakki en samt mjúkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.