Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 58
„Jólaundirbúningurinn er frekar
ólíkur í Bandaríkjunum því þar eru
svo margar hátíðir á undan jólun-
um og það er ekki hægt að byrja á
jólaundirbúningnum fyrr en þakk-
argjörðarhátíðin er búin í lok nóv-
ember,“ segir Jonas Moody, þýðandi
hjá KB banka. „Á Íslandi byrjar allt
strax í október, þegar hrekkjavakan
er haldin í Bandaríkjunum, og búð-
irnar setja þá fram jóladót og byrja
að auglýsa. Þetta yrði ekki liðið úti,
fólki myndi ekki finnast vera kom-
inn tími fyrir jólin.“
Íslendingar hafa flestir ákveðna
mynd í huga þegar kemur að banda-
rískum jólum, mynd af stórbrotnum
útiskreytingum og sönghópum sem
ganga hús úr húsi og syngja jólalög.
„Þetta er svolítið eins og í bíómynd
og fólk leggur mikið upp úr því að
skreyta húsin að utan. Það er alveg
samkeppni og fólk gerir mikið af
því að keyra eða ganga um hverfið
og skoða hvað aðrir að gera,“ segir
Jonas. „Skrautið er aðallega úti í
Bandaríkjunum en á Íslandi skreytir
fólk miklu meira inni. Húsin hér eru
kannski frekar illa skreytt að utan
en það er allt önnur saga þegar
maður kemur inn. Ég held að það
sé af því að Íslendingar eru miklu
meira inni yfir jólin, út af veðrinu
og svoleiðis. Hér skiptir samver-
an með fjölskyldunni miklu máli.
Fólk drekkur saman kaffi, spilar
og þess háttar. Mamma mín býr í
Texas núna og þar er frekar heitt
þannig að fólk hittist mikið úti. Það
snjóaði í Montana um daginn en
þar er sama viðhorf og hér, frábært
að hafa snjó fyrsta daginn en ekki
mikið lengur en það.“
Jonasi finnst íslenskur jólamatur
mjög góður en frekar þungmelt-
ur. Honum finnst þó að öllu megi
ofgera og að jólamatur í heilan
mánuð sé full mikið af því góða.
„Ég er búinn að fara á fimm jóla-
hlaðborð! Fólk borðar í Bandaríkj-
unum líka en það er einn dagur,
hérna fara allir á næstum þúsund
jólahlaðborð vikurnar fyrir jólin og
síðan í ræktina til að geta borðað
eitthvað á jólunum sjálfum.“
Það er þó fleira sem er öðruvísi
hérna á Íslandi, til dæmis eru önnur
trúarbrögð en kristni mun útbreidd-
ari og því miklu fjölbreyttari hátíða-
höld um jólin. „Fólk er yfirleitt hætt
að segja „gleðileg jól“ og segir frek-
ar „gleðilega hátíð,“ eða eitthvað
slíkt til að segja ekkert rangt við þá
sem halda ekki jól,“ segir Jonas og
bætir við að honum finnist gott að
njóta jólanna hér með jólalögum
og jólasveinum. „Ég skil samt ekki
alveg hvernig þetta virkar með jóla-
sveinana á Íslandi ennþá.“ - hhh
Jól úr bandarískri bíómynd
Jonas Moody er alinn upp í Montana-ríki í Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi í
fjögur ár. Hann segir jólahlaðborð Íslendinga fullmikið af því góða.
Á komandi dögum eiga allflestir
höfuðborgarbúar eftir að leggja leið
sína í miðborgina til að kaupa jóla-
gjafir. Flakk á milli búða og vanga-
veltur um hvað vinir og ættingjar
óska sér, krefst töluverðrar orku,
bæði andlegrar og líkamlegrar. Því
er gott að geta brugðið sér á kaffi-
hús til að endurnýja sig og hvíla
hugann um stund.
Sum kaffihúsin eru með jóla-
matseðil og önnur bjóða upp á jóla-
kaffi sem er sérstaklega lagað til að
auðga andann í jólaösinni. Hvert
sem þú ákveður að fara, þá er um
að gera að muna að hvíla sig á milli
tarna, því annars gæti farið svo að
fólk eyði um efni fram og fari offari
í innkaupunum.
Jólakaffi með gjafainnkaupum
Kaffi og kaka hafa löngum gagnast landsmönnum vel við endurnýjun orkunnar.
{ íslensk jól }
Gjafavörur
hringar – úr
þjóðbúningasilfur
Nonni GULL
Strandgötu 37 • sími 565 4040
Handverk
í sérflokki
Desemberafsláttur á
trúlofunarhringum
Ferskvatnsperlur í metratali!
www.lovedsign.is • www.nonnigull.is
Fj
ar
ða
rp
ós
tu
rin
n
06
12
–
©
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
eh
f.