Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 56
2 { íslensk jól } Fréttablaðið ákvað að leita til Sól- veigar Jónsdóttur, blaðakonu á Bistro, til þess að útbúa léttar upp- skriftir fyrir jólaárdegisverð. „Sá tími sem núna fer í hönd einkennist yfirleitt af þungum og miklum mat sem veldur því að margir eru hálf- partinn eftir sig þegar hversdags- leikinn tekur svo aftur við. Þess vegna er um að gera að byrja hátíð- ina með notalegum málsverði sem tekur litla stund að útbúa,“ segir Sólveig brött. Sólveig segist sjálf ekkert vera mikil jólamanneskja. Henni þykir samt stemningin í kringum jóla- matseldina skemmtileg. „Ég vil líka hvetja fólk til þess að slaka á hefðum og prófa nýja hluti. Þá er aldrei að vita nema að fólk finni eitthvað enn þá betra,“ bætir Sólveig við. Sjálf ætlar hún að elda lambafillet fyrir fjölskylduna á aðfangadag enda mikill aðdáandi lambakjötsins. „Svo ætla ég að reyna troða þeirri hefð inn að hafa jólagraut.“ Jólamöndlu- grautur er einmitt afar hefðbundinn árdegisverður á aðfangadag en Sól- veig ákvað þó að koma með örlítið meira framandi uppskriftir handa lesendum Fréttablaðsins. Alls kyns útfærslur og smávægilegar breyt- ingar á uppskriftunum eru síðan meira en sjálfsagðar til að réttirnir falli sem flestum í geð að sögn Sól- veigar. „Fallegur ávaxtabakki með ferskum, niðurskornum ávöxtum, nýbakað brauð og gott álegg setur svo punktinn yfir i-ið á hinum full- komna jólaárdegisverði,“ skýtur Sól- veig brosandi inn í að lokum. - sha Léttur jólaárdegisverður Asinn getur oft verið mikill á aðfangadag og gleyma sumir jafnvel að borða. Ekki er ráðlagt að sleppa máltíðum og þá er ekki úr vegi að fá sér þægilegan árdegisverð. „Eftir nokkur metár í röð þori ég næstum að fullyrða að árið í ár verði ekki metár í útgáfu á íslenskri tónlist,“ segir Eiðar Arnarson, útgáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá Senu. Hann segir samt sem áður að íslensk plötuútgáfa hafi ekkert endi- lega náð jafnvægi og að margt geti breyst. Eiður tekur undir að þróunin í sölu á tónlist undanfarið er ein- faldlega þannig að allt hefur legið niður á við, allavega hvað varðar almenna plötusölu, og nefnir sem dæmi að sala á erlendri tónlist hafi minnkað nokkuð á þessu ári. Sala á íslenskri tónlist hefur samt sem áður staðið í stað og jafnvel bætt örlítið við sig. „Hlutföllin hafa verið að snúast við. Ekki eru nema um fimm ár síðan hlutföllin voru um 60 prósent erlent og 40 pró- sent íslenskt. Í dag myndi ég halda að þetta væri akkúrat öfugt,“ segir Eiður. „Netið hefur gríðarleg áhrif og það bitnar mest á erlendu tónlistinni. Ég held líka einfaldlega að íslenskir tónlistarmenn standi okkur nær og við höfum aðeins meiri móral yfir því að sækja þeirra tónlist ókeypis á netinu.“ Eiður óttast að útgáfan haldi áfram á sömu nótum og hún er núna en vonar að svo verði ekki. „Auð- vitað væri maður til í að sjá kjarna aðdáendahóps tónlist- ar aðeins taka betur við sér í að kaupa tónlist. Vegna þess að að sama skapi og salan hefur minnkað hefur neyslan aukist til muna.“ Jafnframt segir Eiður að erfitt sé að finna lausn á vandamáli plötuút- gefenda en telur að útgáfan gæti farið að snúast meira um myndmiðilinn, sam- anber útgáfa á DVD- diskum. „Ég held að menn geti samt alls ekki kvartað og það er mjög magnað hvað sala á íslenskri tónlist hefur haldist vel.“ - sha Salan minnkar en neyslan eykst Íslensk plötuútgáfa er gróskumikil, sérstaklega ef miðað er við höfðatölu. Plötusala hefur þó breyst mikið síðustu ár og erfitt að sjá fyrir hvernig þróunin á eftir að verða. VINSÆLASTA TÓNLISTIN Baggalútur Sálin & Gospel Ragnheiður Gröndal Björgvin Halldórsson Elísabet Eyþórsdóttir STERKUSTU NÝJUNGARNAR Skakkamanage Lay Low Siggi Pálma Reykjavík! Toggi Áhugaverðast EGGJABRAUÐ MEÐ PARMASKINKU OG RJÓMAOSTI fyrir 4 8 brauðsneiðar 4 msk. rjómaostur 4 sneiðar parmaskinka 50 g pekanhnetur, saxaðar 4 egg salt og svartur pipar 1 msk. smjör Byrjaðu á því að smyrja brauðsneiðarnar með rjóma- ostinum áður en þú leggur þær saman með parma- skinkusneið og pekanhnetum. Sláðu eggin í sundur í skál og kryddaðu með smá salti og nýmöluðum pipar. Veltu samlokunum upp úr eggjablöndunni. Steiktu þær í smjörinu á meðalheitri pönnu á hvorri hlið þar til þær eru orðnar ljósbrúnar, berðu þær fram strax. MORGUNVERÐARPÖNNUKÖKUR MEÐ GRANATEPL- UM OG BLÁBERJUM 4 ½ dl hveiti 3 tsk. lyftiduft 2 dl sykur 2 egg 2 ½ dl mjólk 2 msk. smjör 1 granatepli 100 g bláber hlynsíróp, magn stjórnast af löngun Sigtaðu hveiti og lyftiduft saman, bættu sykrinum við. Blandaðu eggjum og mjólk saman við, hrærðu þar til deigið er kekkjalaust. Steiktu pönnukökurnar í dálitlu smjöri á meðalheitri pönnu þar til þær eru ljósbrúnar. Staflaðu þeim upp og dreifðu granatepla- fræjum og bláberjum yfir áður en þú hellir hlynsíróp- inu yfir. BAKA MEÐ REYKTUM LAXI fyrir 8 BÖKUBOTN: 75 g smjör 150 g hveiti ½ dós sýrður rjómi með graslauk og lauk ½ tsk. salt ½ tsk. þurrkað oregano Blandaðu öllu vel saman og þrýstu á botninn og með hliðunum á smurðu smelluformi. Pikkaðu í böku- botninn á nokkrum stöðum með gaffli áður en þú setur fyllinguna í. w FYLLING: 100 g reyktur lax, skorinn í bita 50 g sveppir, skornir í sneiðar 2 tómatar, skornir í sneiðar 150 g rifinn ostur 2 egg 1 dl rjómi svartur pipar Hitaðu ofninn í 200 gráður. Settu laxabitana, sveppi, tómata og rifinn ost á bökubotninn. Hrærðu egg og rjóma vel saman og kryddaðu með svörtum pipar. Helltu eggjablöndunni ofan á botninn og bakaðu bökuna í um 40 mínútur áður en þú berð hana fram með fersku salati og góðu brauði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.