Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 101
Amazon.com hefur valið sjö bestu
PC tölvuleiki ársins, en þeir hafa
allir selst ansi vel.
Bestu PC
leikir ársins
Tölvuleikurinn Canis Canem Edit
eða Bully er einn heitasti leikur-
inn fyrir þessi jólin.
Leikurinn er gefinn út
af Rockstar-fyrirtæk-
inu, en sjaldan bregst
þeim bogalistin. Í leikn-
um fara menn í hlutverk
Jimmy Hopkins, fimmt-
án ára gamals skóla-
stráks, sem hefur verið
rekinn úr öllum skólum
sem hann hefur hafið
nám við. Núna er búið
að senda hann í heima-
vistarskólann Bullworth
og þar byrjar ballið. Leikurinn
gerist allur í skólanum eða þar í
kring. Jimmy þarf að slást við
hrekkjusvín og annan lýð, til þess
að sýna að hann láti ekki vaða yfir
sig og að skólinn sé
hans. Verkefnin eru
mjög skemmtileg og
fjölbreytt þótt sum
þeirra séu erfiðari en
önnur. Sem dæmi um
verkefni þarf maður að
fylgja spikfeitu nördi á
klósettið og passa að
hann verði ekki laminn
í spað á leiðinni. Jimmy
þarf svo að mæta í tíma,
en það eru tveir tímar á
dag. Auðvitað er hægt
að skrópa og gera eitthvað annað,
en þá þarf maður að passa sig á
gæslumönnum. Í tímunum þarf
maður að leysa ýmsar smáþrautir,
sem bæta mann á mörgum svið-
um. Í leikfimi spilar maður skot-
bolta, glímir og stundar hnefa-
leika, og verður maður því betri
að slást fyrir vikið, en það er mikið
slegist í Bullworth. Svo verður
maður auðvitað að vera kominn í
háttinn fyrir tvö og eftir ellefu er
útivistarbann. Bully er besti leik-
ur sem ég hef spilað mjög lengi.
Hann er alveg ótrúlega skemmti-
legur og stýringarnar þægilegar.
Fjölbreytileiki leiksins er lykil-
atriði og söguþráðurinn er æði.
Bully er alls ekki fyrir þá yngstu
enda mjög grófur á köflum. Ég
hlakka mikið til þess að spila þenn-
an leik í jólafríinu.
Hundur étur kött og annan hund
Líka fyrir þig;
lífið, fréttirnar
og fjörið á ensku