Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 28
Náttúrufræðistofnun Ís-
lands og Náttúrugripasafn
Íslands hefur verið mikið
í fréttum að undanförnu
vegna húsnæðisvanda. Þús-
undir safngripa töpuðust
þegar frystigeymsla stofn-
unarinnar varð rafmagns-
laus og litlu mátti muna að
dýrmætustu gripirnir töp-
uðust þegar heitt vatn flóði
um sýningarsali safnsins
að Hlemmi. Þessir atburðir
hafa kastað ljósi á áratuga
sögu safns á vergangi sem
nú er hýst í lyftulausu skrif-
stofu- og iðnaðarhúsnæði.
Náttúrugripasafnið er eitt af elstu
söfnum landsins og var Björn
Bjarnarson, síðar sýslumaður Dala-
manna, fyrstur til að koma með til-
lögu um stofnun slíks safns árið
1884. Árið 1889 var Hið íslenska
náttúrufræðifélag stofnað í Reykja-
vík. Í lögum þess segir að aðaltil-
gangur félagsins sé „sá að koma
upp sem fullkomnustu náttúru-
gripasafni á Íslandi sem sé eign
landsins og geymt í Reykjavík”. 117
árum seinna hefur þessi draumur
ekki enn ræst.
Um tvær og hálf milljón gripa í
vísindasöfnum stofnunarinnar er
geymd í óhentugum geymslum
víða um land og alls mun þjóðin
eiga um fimm milljónir náttúru-
gripa sem þarf að koma í viðunandi
geymslu- og sýningaraðstöðu. Ekki
er liðinn nema rúmur mánuður
síðan NÍ varð fyrir óbætanlegu
tjóni vegna þess að eigendur
frystileigu ákváðu að farga öllu
innihaldi klefa sem stofnunin hafði
á leigu, að henni forspurðri. Þar
fóru forgörðum sex arnarhamir og
fimmtíu fálkahamir ásamt um tvö
þúsund öðrum sýnum stofnunar-
innar. Af þeim má nefna safn sjald-
gæfra flækingsfugla. Tjónið vegna
þessarar uppákomu er talið geta
numið hundruðum milljóna króna.
Geirfuglinn, einstakur og ómetan-
legur safngripur í eigu þjóðarinn-
ar, hefði síðan auðveldlega getað
eyðilagst nokkrum vikum seinna
vegna hitavatnsleka í sýningarsöl-
um við Hlemm. Hundruð lítra af
heitu vatni flæddi þá inn í sýning-
arsal á 4. hæð þar sem geirfuglinn
var meðal annars hafður til sýnis
og niður á milli hæða inn í sýning-
arskápa á 3. hæð. Litlu mátti muna
því hefði lekinn komið upp í safn-
inu mannlausu hefði geirfuglinn og
aðrir safngripir væntanlega eyði-
lagst. Engir vatns- eða raka-
skynjarar voru í húsnæði safnsins
en viðkvæma náttúrugripi verður
að varðveita við sérstök skilyrði
eigi þeir að halda gildi sínu. Fugl-
inn var fjarlægður úr sýningar-
skáp vegna rakans, á meðan unnið
var að því að þurrka upp vatnið, og
síðar fluttur í geymslur Þjóðminja-
safnsins í Kópavogi. Þar verður
hann geymdur á meðan lagfæring-
ar verða gerðar á húsnæðinu við
Hlemm. Geymslur NÍ eru tvær í
Reykjavík, tvær á Akureyri auk
þess sem í Sandgerði er geymt
töluvert magn gripa. Engin af þess-
um fimm geymslum hentar til
geymslu viðkvæmra náttúrugripa.
Sautján nefndir hafa fjallað um
málefni Náttúrufræðistofnunar
Íslands og Náttúrugripasafns
Íslands á undanförnum árum og
ítarlegar upplýsingar um rýmis-
þörf og sýningarstefnu liggja fyrir.
Gerð var áætlun um að byggja 6.800
fermetra náttúruhús í samstarfi
ríkisins, Reykjavíkurborgar og
Háskóla Íslands árið 1991, og átti
húsið að vera fullklárað árið 1998.
Áætlaður kostnaður var tæpir 1,5
milljarðar króna að núvirði. Til
samanburðar er núverandi húsnæði
Náttúrufræðistofnunar ásamt sýn-
ingarsölum náttúrugripa að Hlemmi
1.520 fermetrar að stærð. Þar af er
sýningarrýmið um 200 fermetrar.
Nýtt Náttúruhús átti að rísa í Vatns-
mýrinni austan Norræna hússins og
átti hlutur náttúrusafns að vera
3.800 fermetrar og 3.000 fermetrar
áttu að fara undir skrif- og rann-
sóknarstofur auk annarrar aðstöðu
vísindamanna NÍ. Lóðaúthlutun
hússins er enn í gildi og myndi það
standa við hlið Öskju, kennsluhús-
næðis í náttúrufræðum við HÍ, ef
sú lóð yrði nýtt. Það myndi tengja
NÍ við þá sem eru að kynna sér, eða
þekkja til alls þess nýjasta í nátt-
úrufræðum í víðasta skilningi.
Hlýtur þessari
staðsetning
Náttúruhúss
að vera haldið
til streitu, ætli
íslensk þjóð sér að
fylgja fordæmi annarra þjóða
við að fanga stórkostlega
náttúru landsins sem
aðdráttarafl; hvort sem
litið er til þeirra sem hér
búa eða þeirra sem
okkur heimsækja.
Baráttan fyrir upp-
byggingu náttúru-
húss, náttúruminja-
safns, snýst ekki um
það sem í hugum
margra er klassískt
gamaldags safn með
skúffum og skápum
sem fyllt er af náttúru-
gripum án skýringa. Til
stendur að hér rísi nútíma-
legt náttúru- og vísindasafn
sem sýnt getur almenningi,
jafnt fræðimönnum,
ferðamönnum og for-
vitnum krökkum, safn
sem hefur fræðilegan
bakhjarl og beitir nýjustu sýningar-
tækni við kynningu á niðurstöðum
rannsókna á náttúru Íslands og
miðlar mikilsverðum erlendum
fróðleik og náttúru- og vísindasýn-
ingum. Metnaðurinn stendur til
þess að koma upp veglegu náttúru-
húsi þar sem litið er heildstætt á
náttúruna, þar sem gestir geta
kynnst og skoðað hvernig landið
okkar og náttúra þess hefur mótast
og ekki síður hvaða áhrif náttúran
hefur á okkur mennina og við á
hana. Ekki má gleyma að gott nátt-
úruhús með metnaðarfullu safni,
sem jafnframt er vísindastofnun,
mun styrkja kennslu í raunvísind-
um á öllum skólastigum og auka
þekkingu almennings á náttúru
landsins; málefnis sem brennur á
öllum sem láta sig framtíð þessarar
þjóðar einhverju varða.
Þetta er sýn Hins íslenska náttúru-
fræðifélags og flestra sem koma að
safnamálum náttúrufræða á Íslandi.
Sérfræðingar á NÍ hafa ekki síst
verið óþreytandi að halda þessu
sjónarmiði á lofti, enda stendur
málið þeim nærri. Jónína Bjart-
marz umhverfisráðherra tók upp
málefni NÍ og Náttúrugripasafns-
ins á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag,
og hafði áður fundað tvisvar með
Jóni Gunnari Ottóssyni, forstjóra
NÍ, til að ræða húsnæðisvanda
stofnunarinnar. Jón Gunnar sagði
fundinn hafa verið góðan og var
bjartsýnn á að nú kæmist loksins
hreyfing á málefni NÍ eftir áratuga
baráttu.
Niðurstaða ríkisstjórnarfundarins
er óljós. Helst virðist þó ljóst að NÍ
og safnið verði staðsett í Reykjavík,
í nánu samstarfi og undir sama
þaki. Sveitarfélagið Borgar-
byggð bauð nýlega NÍ allt að
100 milljóna króna stuðning
til að hjálpa til við að leysa
húsnæðisvanda stofnunar-
innar og Náttúrugripasafns-
ins. Einnig hefur þeirri hug-
mynd verið varpað fram að
nýta húsakostinn sem skilinn
var eftir við brotthvarf Banda-
ríkjahers á Miðnesheiði.
Hvort það hefði verið ráð-
legt er kannski rétt að
skoða í ljósi þess að mikið
tjón varð þar nýlega
vegna vatnsleka.
Náttúrufræðistofnun
var leyst undan þeirri
skyldu að reka sýn-
ingarsafn með lögum
árið 1992. Gert er
ráð fyrir því að
sýningarsafnið sé
í sameign og í
sameiginlegum
rekstri ríkisins,
Reykjavíkur-
borgar og HÍ.
Ekkert hefur
þó þokast í
átt til slíks
samstarfs
þau fjórtán ár sem liðin eru. Staðan
er sú að í lagalegum skilningi er
ekkert náttúrufræðasafn eða nátt-
úrugripasafn til. Náttúrugripasafn-
ið hokir engu að síður „undir súð“ á
Hlemmi og bíður örlaga sinna. Þar
er í herbergiskytru sama sýning og
undanfarna áratugi. Góð sýning
sem landsmenn eru orðnir leiðir á,
ferðamenn tíma ekki að borga sig
inn á, og fatlaðir eiga ekki kost á að
sjá.
Erlendis eru náttúrugripasöfn einn
vinsælasti viðkomustaður erlendra
gesta. Árið 2005 komu tæplega
3.000 manns að skoða sýningu á
náttúrugripum á Hlemmi. Sextán
prósent af þeim voru ferðamenn. Á
sama tíma er talið að allt að 200.000
gestir myndu sækja nýtt Náttúru-
hús á Íslandi, þar sem glæsilegum
sýningum yrði gert hátt undir höfði.
Þar fengi þjóðin að kynnast sínu
eigin landi, fræðast um hvað er hér
að finna, hvernig það varð til og
hvernig dýr, bæði stór sem smá,
hegða sér í samhengi við búsetu-
kosti. Þjóðin bíður spennt, eins og
síðastliðin 117 ár.
Þjóðararfurinn á vergangi
JÓLAGLEÐI Í HÚSGAGNAHÖLLINNI
OPIÐ TIL Kl.22
Þorláksmessa opið til kl. 23Komdu og
fáðu frí
a
mynd m
eð jólas
veininu
m