Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 88
Rithöfundar og fjármálaspekúl- antar ætla að lesa upp úr bók- menntaverkum sínum í Anima galleríi í kvöld og annað kvöld og sætir það vissum tíðindum því ekki er algengt að slíkir leiði saman hesta sína. Í kvöld les Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvar- innar, úr nýju smásagnasafni sínu Borðaði ég kvöldmat í gær? en auk þess les Sindri Freysson úr ljóðabók sinni (M)orð og myndir og Silja Aðalsteinsdóttir úr nýrri þýðingu sinni á bókmenntaverk- inu Wuthering Heights eftir Emily Bronte. Dagskráin hefst kl. 20 í kvöld sem og annað kvöld þegar Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður greiningardeildar KB banka, les úr Ljóð- mælum Jóns Arasonar sem hann stóð fyrir útgáfu á. Hjörtur Páls- son tekur þátt í upplestr- inum með Ásgeiri og í tengslum við hann mun Gerður Bolladóttir sópr- ansöngkona og eigin- kona Ásgeirs syngja lög af geisladiski sem þau hjónin gáfu út í sameiningu árið 2004 og ber nafnið Jón Arason In Memorian. Þá mun Einar Már Guðmunds- son setja svo punktinn yfir i-ið með lestri úr nýrri ljóðabók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðan- um. Boðið verður upp á hress- ingu og eru allir velkomnir á upplestrana. Úr ólíkum áttum Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir hefur nú skrifað ævisögur tveggja íslenskra afrekskvenna sem sagan hefur þagað um. Fyrir fimm árum kom út ævisaga Bjargar C. Þorláksson. Nú segir hún sögu Ólafíu Jóhannsdóttur. „Sigurður Guðmundsson mynd- listamaður sagði einhvern tímann að karlar væru andlega samkyn- hneigðir og hinn mikil fjöldi ævi- sagna karla, skrifaðar af körlum, sýnir það kannski. Það getur verið að ég sé líka andlega samkyn- hneigð, úr því að ég skrifa um konur,“ segir Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir og hlær en hún hefur nú skrifað ævisögu Ólafíu Jóhannsdóttur, konu sem fæstir Íslendingar vita mikið um. Sigríður Dúna segir það með- vitaða ákvörðun hjá sér að skrifa sögur kvenna, því þær séu svo margar merkilegar íslensku kon- urnar sem sagan þegir um. „Einn tilgangurinn með verkum mínum er að rjúfa, eftir því sem hægt er, þá þöggun sem umlykur íslenskar konur. Það skiptir máli að þær séu með í menningarsögunni og að afrek þeirra séu hluti af þjóðarvit- und okkar og þeirri arfleifð sem við skilum til barnanna okkar.“ Hlutur kvenna í hinni opinberu söguskoðun hefur verið rýr, hvort sem litið er til mannkynssögunnar eða Íslandssögu. Sigríður Dúna segir það hluta af sínu verkefni að skila sögu kvenna til þjóðarinnar og afkom- enda okkar. Að gefa þessum konum rými í sögunni. „Við vitum að sagan getur ekki verið rétt eins og hún er, því við vitum svo lítið um konur. Það þarf ekki annað en að fara á bókasafn og fletta upp í ritum eins og verki Bjargar Ein- arsdóttur: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. Þar er sagt frá tugum kvenna sem enginn veit neitt um og eiga skilið sína ævi- sögu.“ Þegar til greina kemur að skrifa sögu svo margra kvenna vaknar sú spurning af hverju Ólafía varð fyrir valinu og hvaða erindi hennar saga á til lesenda í dag. Það má segja að líf Ólafíu hafi verið þrískipt. Það er hægt að segja sögu kvennabaráttukonunn- ar, trúkonunnar eða sögu hinnar líknandi konu. Sigríður kaus að segja allar sögurnar þrjár. „Fyrri hluta ævinnar var Ólafía eldheit kvenna- baráttukona og sá boðskapur á erindi í dag. Á meðan margar konur í henn- ar samtíð voru að tala um að konur væru svo góðar og ættu að hafa kosningarétt af því að þær væru mæður, sagði Ólafía nei; konur eiga að vera í stórpólitíkinni og að ræða um sambandsslitin við Dani sem þá voru efst á baugi í stjórn- málunum.“ Trúkonan Ólafía var ein helsta ástæða þess að Sigríður ákvað að skrifa þessa ævisögu. „Ef til vill hefur aldrei verið mikilvægara en nú að taka trú með í reikninginn. Það var einn hvati þess að ég ákvað að takast á við Ólafíu. Mig langaði til að skilja, með því að kafa inn í trúarvitund einnar manneskju, af hvaða rótum trú gæti sprottið sem fær fólk til að fórna lífinu. Niðurstaða mín í bók- inni sé að það sé ekki hægt að skilja þetta, einungis skynja.“ Að lokum fjallar bókin einnig um Ólafíu, hina líknandi konu. „Hún líknaði fátækum konum, vændiskonum, drykkjukonum, konum sem höfðu orðið fyrir heim- ilisofbeldi og misþyrmingum. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um að slík líknarstörf eru enn stunduð af fullum krafti. Hvernig hún gerði það á sinn einstaka hátt á erindi til okkar í dag,“ segir Sigríður. „Ólafía sagði að ekkert verk væri vanda- samara en að hjálpa þeim sem ættu bágt. Það verði að gera þannig að maður virði sjálfstæði þeirra sem verið er að hjálpa því það er ekkert erfiðara í lífinu en að þiggja hjálp. Það verður sá sem gefur hjálpina að skilja. Í þessu var Ólafía langt á undan sinni sam- tíð.“ Sigríði Dúnu verður tíðrætt um þöggunina á röddum kvenna. Í eft- irmála bókarinnar um Ólafíu segir hún frá því, er hún fyrir nokkrum árum rakst inn á sýningu hjá Klink og Bank. Á sýningunni var verk eftir Jóhönnu Helgu Þorkellsdótt- ur sem hét Konur hverfa við hár- blástur og voru málverk af afreks- konum sem hurfu þegar heitum blæstri hárþurrku var beint að þeim. Þegar slökkt var á hárþurrk- unni komu myndirnar aftur í ljós. „Hugmynd Jóhönnu var sú að það er sama hvað reynt væri að þagga konur niður, þær kæmu alltaf aftur, eins og Ólafía og Björg gera í mínum bókum. Það má því segja að í þeim sé ég að slökkva um stund á hinni karllægu hárþurrku sögunnar.“ ! Leitin að jólakettinum ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN! Kl. 20:00 Jólatónleikar sönghópsins VoxFox verða annað kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hópurinn mun flytja jólalög úr mörgum áttum og skapa huggulega stemningu við kertaljós. Á efnisdagskránni eru bæði innlend- ar og erlendar jólaperlur sem allir þekkja. VoxFox er sex manna söng- hópur sem sérhæfir sig í flutningi verka a cappella, eða án undirleiks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.