Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 26
fréttir og fróðleikur Fjölþjóðlegur ljósleiðari Flest vinnuslys í mannvirkjagerð Líknarfélagið Byrgið hefur verið á fjárlögum íslenska ríkisins frá árinu 1999 og hefur fengið síhækkandi fjárveitingar þrátt fyrir fjármálaóreiðu sem athygli var vakin á árið 2002. Í úttekt sem utanríkisráðu- neytið lét gera á rekstri Byrgisins það ár kom fram að fjármál stofnunarinnar væru í molum. Núna er í gangi úttekt Ríkisendur- skoðunar á rekstri Byrgis- ins að beiðni félagsmála- ráðuneytisins. Byrgið hefur ekki skilað ársreikningum síðan árið 2003. Byrgið, kristilegt líknarfélag, sem var stofnað af Guðmundi Jónssyni og hóf starfsemi sína í Hafnarfirði árið 1996, er athvarf fyrir heimil- islausa vímuefnaneytendur og veitir þeim meðferð. Í mars árið 1999 var gerður samn- ingur milli utanríksráðuneytisins og Byrgisins þar sem ráðuneytið heimilaði Byrginu afnot af mann- virkjum á Rockville-svæðinu. Sá samningur var síðan framlengdur og endurnýjaður áfram þrátt fyrir að Byrgið uppfyllti ekki ýmis ákvæði á borð við að afla vátrygg- inga samkvæmt úttekt sem Aðal- steinn Sigfússon sálfræðingur vann fyrir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins árið 2002. Spurning um framtíð Byrgisins á þessum stað var meginástæða úttektarinnar að sögn Aðalsteins. „Þetta var tímabundinn samning- ur og spurning um hvað skyldi gera í framhaldi af því.“ Í skýrslunni kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé aug- ljóslega í molum, skammtíma- skuldir séu miklar og upplýsingar um fjárhagsleg málefni á veikum grunni. Aðalsteinn mælti með að Byrginu yrðu gefnir átta mánuðir til að bæta úr annmörkum og að forsenda þess að ríkið styrkti Byrgið væri að uppgjörum yrði skilað inn á hálfs árs fresti, árituð- um af endurskoðanda. Í kjölfarið var stofnaður vinnu- hópur aðstoðarmanna þriggja ráð- herra heilbrigðis-, utanríkis- og félagsmálaráðuneyta. Vinnuhóp- urinn lagði til að Byrgið færi í hentugra húsnæði og að gerður yrði samningur við Byrgið sem væri háður þeim fyrirvara að rekstrinum yrði komið í eðlilegt horf. Sumarið árið 2003 fór Byrgið úr Rockville og með því lauk afskiptum utanríkisráðuneytisins af Byrginu og það fór undir umsjón félagsmálaráðuneytisins. Þá var gerð yfirlýsing um styrk til Byrgisins sem gildir út árið 2007. Byrgið hefur verið á fjárlögum íslenska ríkisins frá árinu 1999 og fengið tæpar 230 milljónir alls með fjárveitingu næsta árs með- talinni sem er upp á 29,5 milljón- ir. Byrgið er skráð sem sjálfseign- arstofnun í atvinnurekstri og er samkvæmt lögum skylt að skila inn ársreikningum. Engir árs- reikningar hafa borist fyrir árin 2004 og 2005 þrátt fyrir að ítrekað hafi verið rekið á eftir skilum að sögn Guðmundar Guðbjarnarson- ar, starfsmanns hjá ríkisskatt- stjóra. Guðmundur segir ekki algengt að fyrirtæki og stofnanir skili ekki inn ársreikningum. „En þau félög sem skila ekki ársreikn- ingum, eru félög sem eru meira og minna ekki með bókhaldið í lagi og þar af leiðandi ekki ársreikning- inn.“ Fyrir rúmum mánuði óskaði Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra eftir því að Ríkisendur- skoðun tæki út rekstur Byrgisins. Magnús segir meginástæðu þess að forstöðumaður Byrgisins hafi viljað fá nýjan þjónustusamning þar sem núgildandi yfirlýsing um styrk til Byrgisins rennur út í lok ársins 2007 en einnig hafi hann fengið gögn í hendurnar um svip- að leyti sem hafi hvatt hann til að óska úttektarinnar. Samkvæmt lögum um Ríkisendur- skoðun skal hún meðal annars annast endurskoðun reikninga stofnana þar sem kostnaður eða reikningslegt tap er greitt af ríkis- sjóði samkvæmt fjárlögum og á þetta við um Byrgið, að sögn Sig- urðar Þórðarsonar ríkisendur- skoðanda. Aðspurður um hver beri ábyrgð á því að ákvæði samnings Byrgis- ins og ríkisins hafi ekki verið upp- fyllt segir Sigurður hægt að draga ráðuneyti, Ríkisendurskoðun eða ársreikningaskrána fram í þeim efnum. „Það fer ekki á milli mála að við viljum komast yfir allt það sem við eigum að endurskoða. Þetta er auðvitað spurning um hvort við höfum getuna og við verðum að velja og hafna. Við höfum auðvitað lagt mikla áherslu á að skoða fyrst og fremst ríkisað- ila. En það liggur alveg ljóst fyrir að við þurfum að fara að sinna hinu miklu meira en hefur verið gert fram að þessu.“ Styrkt þrátt fyrir fjármálaóreiðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.