Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 47
Tímaritið People leitaði álits
hjá lesendum sínum á klæða-
burði stjarnanna í
nóvember.
Ekki kemur á óvart að
túrkísblár kjóll söng-
og leikkonunnar Bey-
oncé Knowles skuli
falla í kramið hjá
meirihluta lesenda,
eða hjá 82 prósentum,
enda þykir hún yfir-
leitt smekkleg í fata-
vali.
Leikkonan Nicole
Kidman, hlýtur einnig
náð fyrir augum 75
prósenta gagnrýnenda,
íklædd svörtum leð-
urjakka frá Balenciaga. Sömu sögu
er að segja segja um Jennifer
Lopes, en um 65 prósentum les-
enda líkar Alberta Ferretti kjóll-
inn stutti sem hún birtist í á góð-
gerðarsamkomu í Beverly Hills.
Scarlett Johansson og Halle
Berry rétt sleppa fyrir horn, sú
fyrri með 59 prósent jákvæða
kosningu en sú síðari með 60 pró-
sent. Í dómnum um Berry eru
vangaveltur yfir því hvort hún sé
að votta Óskarsverðlaunastyttunni
sinni virðingu með því að klæðast
stuttum, gylltum kjól frá Elie
Saab.
Athygli vekur að meirihluti les-
enda er mótfallinn Marni-bol og
Alexander McQueen-leðurpilsi
leikkonunnar Söru Jessicu Parker,
sem þykir sjaldan klikka í fatavali.
Við nánari athugun er
niðurstaðan kannski
réttmæt.
Aðrar stjörnur sem
þykja ekki hafa haft
heppnina með sér í nóv-
ember eru meðal ann-
ars leikkonan Sharon
Stone, hótelerfinginn
Paris Hilton og Bond-
stúlkan Eva Green.
Hægt er að skoða
klæðaburð stjarnanna
betur inni á vefsíðunni
www.people.com og
kjósa sjálfur. -rve
Beyoncé í flottasta kjólnum
Nicole Richie tók dramat-
íska ákvörðun þegar hún
rak stílista sinn í kjölfar
áherslubreytinga.
Nicole Richie, stjarna raun-
veruleiksjónvarpsþáttanna
Simple Life, er nú í fréttum
fyrir að hafa tekið þá afdrifa-
ríku ákvörðun að reka stílist-
ann sinn til lengri tíma, Rachel
Zoe.
Samkvæmt bandaríska tíma-
ritinu US Weekley er ástæða
brottrekstursins talin liggja í
þeirri ákvörðun Richie að hafa
aðeins í kringum sig jákvætt og
opinskátt fólk. Virðist Rachel
Zoe ekki falla í þann flokk að
áliti Richie.
Zoe hefur helst getið það sér
til frægðar að klæða upp stjörn-
ur á borð við Mischu Barton og
Lindsay Lohan og hefur að
sumra áliti átt sinn þátt í að ýta
undir grannt, eða eins og sumir
myndu kalla það, horað vaxtar-
lag. Hefur Richie einmitt verið
gefið að sök að vera of grönn og
því slæm fyrirmynd. Því renn-
ur menn í grun að með brott-
rekstrinum vilji stjarnan reyna
að bæta ímynd sína.
Þess má geta að Richie var
ekki lengi að ráða til sín nýjan
stílista eftir að hún lét Zoe
fjúka og var fyrsta verkefni
hans að velja á hana fötin fyrir
amerísku tónlistarverðlauna-
hátíðina. Ekki fylgir sögunni
hvað hinn heppni eða sú heppna
heitir. - rve
Richie rekur
stílistann